Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 60

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 60
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON \ MYNDIR: BINNI EÐALVININ ELD í EIKARTllNNUfl VIKAN R/íÐIR VIÐ JON ARMANNSSON VÍNBÓNDA í FRAKKLANDI Jón Armannsson og Guðlaug Baldursdóttir reka vfnbýli í einu besta vínræktarhéraði heims, Bor- deaux í Frakklandi. Þessi tull- yrðing hljómar kannski svolítið undarlega þar eð Frónbúar hata til þessa ekki verið í mikl- um tengslum við þessa æva- gömlu atvinnugrein. Land þeirra hjóna er um tíu hektarar að stærð og þar af eru sjö und- ir vfnvið. Býlið, sem ber nafnið CHATEAU DE RIONS, keyptu þau árið 1988 og hafa búið þar síðan. Þau hafa samt verið með annan fótinn á Islandi vegna barna sinna sem eru í skóla hér heima enn sem komið er. Frá því í maí og fram á haust, þegar uppskeru lýkur, eru þau bæði við störf á búi sínu en Guðlaug heldur heim með börnin þegar skól- inn byrjar að hausti. Þau leggja mikið upp úr þvf að börnin gangi í íslenskan skóla á meðan þau eru að ná undir- stöðunni. Blaðamaður Vikunn- ar hitti Jón og Guðlaugu f byrj- un þorra en þá var þess skammt að bíða að hann héldi utan til nokkurra vikna dvalar til að sinna vfngerðinni. Góðir grannar þeirra og starfsmenn fylgjast vel með öllu á meðan þau eru hér á norðurhjara. Til skamms tíma hefur verið unnt að fá vfn frá þeim hjónum hér á landi bæði í verslunum ÁTVR - eða tvö þeirra - auk þess sem tvær gerðir til við- bótar er unnt að fá á nokkrum betri veitingahúsum höfuð- borgarinnar, þar á meðal f Setrinu á Holiday Inn. Vínin eru seld undir merkinu CHAT- EAU DE RIONS þvf þau eru að sjálfsögðu kennd við stað- inn þaðan sem þau eiga upp- runa sinn að rekja. DRAUMURINN RÆTTIST Víngerð hefur verið áhugamál Jóns síðustu tvo áratugina að minnsta kosti og upp úr 1980 var hann farinn að halda til í Bordeaux-héraði f Frakklandi hvenær sem hann gat. Hann kynnti sér fræðin rækilega, fylgdist vel með öllu á upp- skerutímanum og síðan í víngerðarhúsunum þess á milli. Brátt hóf hann skipulega leit að stað þar sem fjölskyld- an gæti sest að og hafið eigin framleiðslu. Staðinn fann hann loks, nú er kominn góður skriður á málin og draumurinn hefur ræst. Jón hefur meira að segja hlotið verðlaun fyrir bæði rauðvín og hvftvín sem hann býr til á sinn sérstaka hátt. Það fer ekki milli mála að víngerðin á hug Jóns allan og Guðlaug tekur þátt í þessu líka af lífi og sál. Hún býður blaðamanni upp á dýrindis hádegisverð á franska vísu og ekki spillir það bragðinu að smálúðunni, sem hún berfram með feiknagóðri humarsósu, að með matnum er drukkið verðlaunahvítvfnið hans Jóns, CHATEAU DE RIONS SPECI- AL RESERVE - af árgangnum 1990, en það var mjög gott ár. - Og auðvitað er rætt um vfnið og vfngerðina yfir matn- um á meðan élið dynur á borð- stofuglugganum þeirra sunn- anmegin f Fossvogsdalnum. Blaðamaður þarf að spyrja margs og það er eins og Jón sjái hvaða spurning er að vakna á vörum hins fyrrnefnda þegar hann fer að ræða um hina ýmsu þætti f starfi hans og um staðhætti í Bordeaux. „Þetta er mjög umfangsmik- iö starf. Auðvitað hef ég mik- inn áhuga á vínviðnum og við- gangi hans enda er óg búinn að eyða mikilli vinnu í að koma honum í gott stand. Mestan áhuga hef ég samt á sjálfri víngerðinni, hún hefur löngum verið mér einkar hugleikin. I fyrstu varð hún áhugamál mitt og þróaðist út! það að ég jók smám saman við þekkingu mína þangað til ég var farinn að vera með annan fótinn úti í Bordeaux nokkrum árum áður en við fórum að halda þar til og hófum eigin framleiðslu. Þriðji þátturinn er markaðssetningin og spurningin um það hvernig hin fullunna vara kemur fyrir. “ „KARAKTER" OG EIGIN STÍLL „Við getum ekki ræktað aðrar berjategundir en þær sem bundn- ar eru við Borde- aux-hérað. Við ræktum sex eða sjö tegundir, bæði rauð og hvft. Hvert vfn er sfðan samsett úr fleiri en einni tegund. ( Bor- deaux-héraðinu eru kannski fimm til sex tegundir sem mynda efni- viðinn í rauðvín- in. Við gerum tvenns konar rauðvín sem eru mismunandi 60 VIKAN 5. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.