Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 45

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 45
nýi kennarinn hafi viljandi valdiö þessu. Hins vegar tel ég ekki ólíklegt aö eitthvaö viö kennslu hans eöa framkomu viö bekkinn hafi orsakaö þetta. Hugsanlega var stutt í þetta þegar gamli kennarinn var og bara þaö aö skipta um kennara hafi verið nóg. Hvaö sem því líður er þaö skólinn, meö kennarann í broddi fylk- ingar, sem getur tekið á mál- inu. Ýmislegt annaö getur orsak- aö þörf fyrir einelti í skólahópi en samkeppni í námi. Þaðget- ur veriö samkeppni um styrk, vinsældir, getu í íþróttum og ýmislegt annað. Það, um hvaö samkeppnin snýst, ákvaröar hver sé líklegastur til að veröa fyrir baröinu á eineltinu. Alltaf er um aö ræöa samkeppni. Það þýðir aö ef aðrir í bekkn- um taka þátt í eineltinu telja þeir sig vera að tryggja sig. í fyrsta lagi gegn því aö vera sjálfir lagðir í einelti og í ööru lagi að tryggja sér sess innan hópsins. Slík samkeppni gerir nefnilega hópinn sundurleitan og líklegt aö „lögmál frum- skógarins" ríki, þaö er allir á móti öllum þar til einhver hefur fundist til að leggja í einelti. Þá getur hópurinn þjappað sér saman gegn þeim sem lagöur er í einelti. Þannig myndast þá í hópnum tilfinning fyrir því aö hópurinn sé samstilltur en ekki sundurleitur, sem hann þó er á bak viö ailt saman. Ef sá sem lagður er í einelti hverfur úr hópnum verður aö finna ann- an til aö leggja í einelti. Á- stæöan er sú sem ég hef þeg- ar nefnt. í hópnum er þörf fyrir einelti vegna þess aö þaö ríkir niðurbrjótandi samkeppni í honum. Samkeppni getur hins vegar verið heilbrigö en oft er línudansinn þar á milli erfið- ur. Langsamlega algengustu viöbrögö við einelti byggjast á því aö líta á forsprakkann að eineltinu, þann sem fyrir ein- eltinu verður eöa báöa sem vandamál. Slík viöhorf leiða til annarrar af tveim tegundum aögeröa. í fyrsta lagi hefur þaö löngum veriö tíðkaö, bæði í skólakerfinu og á vinnustöö- um, aö „láta annan hvorn aöil- ann skipta um hóp“. Þaö er ýmist gert meö því beinlínis aö reka hann eöa meö ýmsum réttlætingarummælum eins og aö hann sé betur kominn í öör- um hópi, hann hafi gott af því að skipta um umhverfi og geta þannig byrjað upp á nýtt, hann hafi gott af því aö fá nýjan stjórnanda/kennara og svo mætti lengi telja. Nýlega heyrði ég réttlætingu frá skóla- stjóra sem hljómaði á þá leið að í öörum skóla væru meiri möguleikar á sérkennslu fyrir ákveöið barn sem hann vildi iosna viö úr sínum skóla. í ööru lagi hafa aðgerðir meira og meira gengiö út á það aö reyna aö jafna ágrein- inginn milli hinna „stríöandi" aöila. Þaö er gert ýmist meö því að stjórnandinn/kennarinn reynir aö „lyfta" undir þann sem lagður er í einelti eöa hann reynir að „ýta“ hinum niöur. Hann getur einnig gert hvort tveggja. í skóla myndi þá kennarinn reyna að leggja áherslu á getu og styrk þess sem lagður er í einelti gagn- vart bekknum, taka málstað hans og gefa honum tækifæri sem hann veit aö barniö getur nýtt sér. Eða hann myndi draga úr styrk þess sem litið er á sem forsprakka aö eineltinu og jafnvel gera lítið úr honum ef tækifæri gefst. Hann gæti einnig gert hvort tveggja. Þetta getur stundum gefiö árangur en yfirleitt aðeins um stundar- sakir. Allir sem reynt hafa aö jafna ágreining á þennan hátt milli aöila, sem deila, þekkja aö ef þetta gefur árangur líður ekki á löngu þar til þeir eru byrjaðir aö deila um einhverja aðra hluti. Þá þarf aftur aö byrja aö jafna ágreining milli þeirra. Báðar þessar leiðir eru rangar þar sem þær taka ekki á grundvallarvandanum sem liggur hjá hópnum sem heild. Þaö þarf aö vinna meö hópinn og breyta hinni niðurbrjótandi samkeppni í uppbyggilega og heiðarlega samkeppni sem leiðir til aukins styrks allra í hópnum, vegna eigin verö- leika en ekki á kostnað ein- stakra einstaklinga, sem ekk- ert hafa til saka unnið annað en aö vera í röngum hópi á röngum tíma. Ég ráðlegg þér því að ræöa þetta við kennarann í fullri al- vöru og gera ákveöna kröfu um að hann taki á málinu. Einnig finnst mér aö þú ættir aö ræöa þetta viö skólastjór- ann og leita aðstoðar starfs- manns ráðgjafar- og sálfræöi- deildar skólans. Þú skalt leggja áherslu á aö þaö sé unnið meö þetta sem hóp- vandamál en ekki sem vanda- mál sonar þíns eöa aö leitað veröi aö sökudólg. Þaö sé eitthvað aö í skólabekk þar sem börnin hafa þörf fyrir að upphefja sig á kostnaö eins bekkjarfélaga. Gangi þér vel, Sigtryggur. 5. TBL. 1992 VIKAN 45 4 egg 150 grömm sykur 1 msk. vanillusykur 75 grömm hveiti 75 grömm kartöflumjöl 2 tsk. lyftiduft 1 stór dós niðursoðinn ananas 8 matarlímsblöð 150 grömm kókosmjöl Vi lítri rjómi Stífþeytið eggjahvíturnar. Hrærið eggjarauðum, sykri, hveiti, kartöflumjöli blönduöu saman viö lyftiduft og helm- ingnum af kókosmjölinu sam- an viö. Sett í vel smurt form með háum börmum og bakað við 180 gráður í ca 40 mín. Látiö kólna aðeins og hvolft úr. Afgangurinn af kókosmjöl- inu er steiktur gullinbrúnn á pönnu með 2 msk. af sykri. Helliö þessu á smjörpappír og látið kólna. Hellið safanum af ananasin- um í skál, takið tvo ananas- hringi frá en saxið hina í blandara. Bleytið aðeins í meö ananassafa svo maukið verði ekki of þykkt. Bræðið 6 matar- límsblöð í vatnsbaöi og hræriö saman við ananasmaukið, kæliö á meðan rjóminn er þeyttur. Blandið þessu tvennu síðan saman. Hin 2 matar- llmsblöðin eru síðan brædd í vatnsbaði og blandað saman viö Ý2-1 dl af ananassafa. Sett í ísskáp. Skerið kökuna í þrjá botna þegar ananahlaup- ið byrjar að stífna og setjiö hálfstíft hlaupið á neðsta botninn. Setjið næsta botn ofan á og helminginn af rjóma- kreminu þar á. Efsti botninn settur yfir og kakan skreytt með afganginum af ananas- kreminu, ananassneiðunum sem voru teknar frá og ristaða kókosmjölinu. Geymið í ís- skáp þar til kremið og hlaupið er alveg stífnað. Þaö er ágætt að bleyta botnana meö af- ganginum af ananassafanum en þeir mega ekki blotna of mikið. Botnar: 4 egg 11/2 dl sykur 1 Vz dl hveiti 114 dl kartöflumjöl 1V2 tsk. lyftiduft Fylling: Ý2 dl ávaxtasafi eða sérrí til að bleyta botnana 1/2 lltri rjómi 75 gr saxaðir valhnetukjarnar 1 msk. sykur 1 tsk. vanillusykur 1 dl jarðarberjasulta. Skraut: 1/2 kg marsipan, rauður og grænn matarlitur. '-fvV ií>: £ Búið fyrst til botnana. Stíf- þeytið egg og sykur, síðan eru þurrefnin sigtuð saman við. Sett í tvö tertuform, ca 24 cm í þvermál og bakað við 200 gráður í 10-20 mín. Hvolft strax úr formunum. Setjið annan botninn á fat og bleytið með helmingi ávaxtasafans eða sérrli. Stíf- þeytið rjómann og blandið söxuðum hnetum, sykri og vanillusykri saman við. Setjið sultuna yfir botninn og þykkt lag af rjómakremi yfir. Efri botninn settur á og afgangi rjómakremsins smurt yfir til þess að festa marsipanið. Breiðið marsipanið þunnt út milli plastfilmna þar til það er nógu stórt til þess að þekja kökuna. Fjarlægið plastið og setjið marsipanið yfir kökuna. Það er þægilegt að nota köku- keflið við það. Þrýstið marsi- paninu vel að og fjarlægið það sem er ofaukið. Marsipanaf- gangarnir eru litaðir með matarlit og búnar til marsipan- rósir og laufblöð til að skreyta kökuna með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.