Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 26

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 26
Þegar misgóðum brúnum sleppir verður Binni stundum að láta bílinn ösla yfir árnar, - vanir menn. 26 VIKAN 5. TBL. 1992 Áning á langri og erfiðri leið sem brátt tekur enda. Viö höldum áfram spjallinu. Er einhver ferö þér sérstak- lega minnisstæö, Binni? „Já, mér er sérstaklega minnisstæð ein ferð sem ég fór norður fyrir nokkrum árum. Ég lagöi upp i versnandi veðri og meðal farþega voru tveir hvítvoðungar og mæður þeirra. Þegar við vorum komin i Melasveitina sást ekki í stik- urnar við vegarbrúnina. Það sást eiginlega ekkert út úr bílnum en einhvern veginn komumst við þó á leiðarenda. En það var ekki fyrr en klukkan var orðin hálfþrjú um nóttina að við komum til Hólmavíkur, heilu og höldnu sem betur fer.“ Þegar hér er komið erum við komin í Staðarskála í Hrúta- firði. Þar er tekið á móti okkur af Magnúsi Gíslasyni og starfsfólki hans og hverfur Binni í það allra heilagasta á bak við, til aö hvílast og borða. Bílstjórar á langferðabílum eru oft í fríu fæði hjá þeim stöðum sem þeir stoppa á og er kost- urinn í Staðarskála ekki af verri sortinni. Blaðamanni er boðinn þorramatur á hlaðborði í veit- ingasalnum og þiggur það með þökkum. Ekki er keyrslan eintómur snjór og ís. Binni segir frá þvi að á sumrin aki hann langferö- ir inn í Kverkfjöll. Þessar ferðir taka 12 daga og ekur hann að jafnaði 2600 km í ferðinni. „Oftast eru þetta útlendingar á ferð en þessar ferðir gætu al- veg eins hentað íslendingum sem vildu skoða og kynnast landinu sínu. Leiösögumaöur sér um farþegana en eftir að keyrslu lýkur er ég frjáls og ef gott er veður tek ég svefnpok- ann minn og sef undir beru lofti. Yngsti sonur minn, Elmar Þór, hefur fylgt mér til sjós og lands frá því að hann var smástrákur en hann er 19 ára núna. Einnig á ég tvo aðra syni, Brynjólf Trausta og Bert- el Hauk. Fínir strákar," segir Binni og brosir í kampinn. Er bilstjórinn aldrei ein- mana? Binni hugsar sig vel um og svarar síðan. „Jú, hann getur verið það, sérstaklega þegar um erlenda hópa er að ræða. Þá getur maður upplifað að vera hálfgerður „Palli var einn í heiminum". Á hótelferð- um vil ég taka mér hvíld og ég borða alltaf einn í slíkum ferð- um en þetta er öðruvísi í fjalla- ferðunum. Allt, allt öðruvísi því þá erum við eins og ein fjöl- Úti á Faxaflóa er togari á beit. Upp úr sjónum kemur þorskur og býður góðan daginn og segir. Það er gat á skvernum. Upp i hlíðum Esju er stúlka með herskip á bakinu, eftir hvalbaknum þeysir Jesús Kristur á Ford 54. ▲ Færðin norður er ekki alltaf jafngóð. Á veturna eru snjó- skaflar af þessu tagi ekki óalgengir. að verða áætlunarbílstjóri á þessari leið. í minni fyrstu ferð kom Kitti gamli Sveins að þeg- ar ég var kominn á leiðarenda og þekkti hann mig aftur eftir öll þessi ár og mér fannst hann ekkert hafa breyst. Svona get- ur tíminn staðið í stað, að því er virðist." Við hugsum dálitla stund um það hvað tíminn er dularfullur og hvað minning- arnar geti lifað lengi. „Einu sinni orti ég ljóð,“ segir Binni. „Ég var staddur á barnum í Naustinu, ungur maður í Stýri- mannaskólanum, og hitti þar atómskáld sem flutti mér atómljóð. Þar sem ég var dá- lítið stríðinn sagði ég honum að þetta gæti ég nú líka og flutti ég Ijóðið þarna á staðnum." Eftir að hafa hugsaö sig ör- lítið um féllst hann á að flytja það aftur og hérna sjáum við svart á hvítu að Binni er dálítið dularfullur eins og tíminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.