Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 56

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 56
VEGGFOÐUR Jóhann Sigmarsson og Júlíus Kemp kynntust fyrst þegar Júlli fékk augastað á gullfiskasafninu hans Jonna og beitti ýmsum ráðum til að kaupa það. Þá voru þeir sjö og níu ára. Núna, fimmtán árum síðar, hafa þeir stofnað sitt eigið fyrirtæki, Kvikmyndafélag íslands, og verður fyrsta kvikmyndin þeirra, Veggfóður, frumsýnd í júní. Jonni: „Fyrsta handritið að myndinni var gert fyrir fjórum árum. Við Júlli vorum að vinna hjá Plús-film en mér var Júlíus Kemp t.v. ásamt Jóni Karli Helgasyni tökumanni. vegna leti og verkefnaskorts. Vinnuveitandinn minn hvatti mig þá til að fara að skrifa sem ég og gerði. Handritið hefur breyst mikiö frá því sem það var upphaflega. Við Júlli höf- um farið saman yfir það og það hefur breyst mjög á þess- um fjórum árum. Reyndar er ég líka myndlist- armaður og byrjaöi í myndlist- arskóla í Brussel. Ég komst inn í skólann með því að nota einkunnirnarhans Júlla. Þegar ég kom svo út uppgötvaði ég að frönskukunnátta mín var engin og hætti því í skólanum." Júlíus útskrifaðist úr Verzlunarskólanum fyrir fjórum árum og fór síðan í nám við WSCAD kvik- myndaskólann í London. Júlíus: „Ég er í smáhvíld núna skólanum. Ég hef í raun- inni ekki efni á að stunda nám þar í augnablikinu, auk þess sem maður lærir miklu meira á því að gera kvikmynd en að vera ( skóla. Ef Veggfóður gengur vel ætlum við að gera aðra mynd. Það er mjög dýrt að gera kvikmynd og við fengum að- eins tveggja milljóna króna styrk úr kvikmyndasjóði sem er mjög Iftill peningur. Myndin var gerð eins ódýr og hægt var en það bitnar ekkert á gæðum hennar. Það hefur þó í för með sér að við erum skuldum vafnir og þurfum að fá um það bil 250.000 manns til að koma á myndina." - Af hverju heitir myndin Veggfóður? Jonni: „Veggfóðurgetur þýtt svo margt. i London er þetta nafn notað yfir vitlausar stelpur. Sveppi, ein af aðal- persónunum, veggfóðrar líka herbergið hjá sér með mynd- um af stelpum sem hann hefur verið með. Veggfóður þýðir í rauninni bara lífið hjá þessum krökkum." Mikiö er af góðum leikurum í myndinni. Auk þeirra Baltas- ars og Steins Ármanns fer Ingibjörg Stefánsdóttir með eitt aðalhlutverkið. Hún leikur Sól, stelpuna sem Sveppi og Lass verða hrifnir af. Trúnað- arvinur Sólar er Uggi en hann er að sögn Ara Matthíassonar, s sem fer með hlutverk hans, § viðkvæmur náungi sem mis- s> tekst allt í lífinu. Meðal ann- I arra leikara má nefna Flosa Ólafsson, Rósu Ingólfsdóttur og Egil Ólafsson. Júlíus: „Leikararnir stóðu sig allir mjög vel. Baltasar og Steinn Ármann eru eins og fæddir i hlutverkin enda eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.