Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 29

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 29
tón (blúsinn. Það hefur að okkar mati tekist og skín í gegn á plötunni." Pálmi: „Eiginlega var mjög lítið mál að finna íslenska hlið á þessum blús. Hann snýst um tilfinningar og byggist á þeim, lýsir ástandi og fjallar með einum eöa öðrum hætti um það sem er að „blúsa“ fólk almennt. Hér á Islandi höfum við einfaldlega nóg af slíku um þessar mundir. Hér er nóg af blús. Eitt laganna heitir til dæmis Skagablús og fjallar um gamlan og bitr- an elli- og örorkulífeyrisþega. Um þetta syngj- um við á okkar tungumáli því við erum óhræddir við það. Sumir eru svolítið smeykir við að hafa ekki þessi stöðluðu ensku blúsorð í textunum." Þeir segjast stundum leyfa sér að fara að- eins út fyrir hiö hefðbundna blúsform, eitt lag- anna sé undir djassáhrifum, en segja að kannski sé ekki svo ýkja langt frá djassi yfir í blúsinn. Magnús tjáir mér að hann hafi hrein- lega bara talað en ekki sungið í tveimur lögun- um og það komi vel út að hans mati. Hann segir að nánast engin rokkáhrif séu í tónlistinni á plötunni. „Það er nú einhvern veginn svo að flestir djassmenn spila blús enda sagði Guðmundur heitinn Ingólfsson einu sinni að blúsinn væri móðurkartaflan og ég held að það sé alveg rétt hjá honum.“ - Á hvaða kappa hlustaðir þú mest þegar þú varst að svolgra í þig blúsinn, Magnús? „Það voru nú mest þessir gömlu amerísku karlar; Howlin Wolf, John Lee Hooker og allur þessi „skóli" - alveg aftur í Leadbelly sem var þjóðlagasöngvari alveg eins og blússöngvari. Ég var líka hrifinn af John Mayall, þó aðallega Frh. á bls. 30 ◄ Vonum að þetta verði þægileg og góð plata, segja þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson um plötu frá Blús- kompaníinu sem væntanleg er með vorinu. Ellen hlær að strákun- um og greinilegt að ekki er neinn „blús“ á mönnum. bæði Karli og Guðmundi en þegar þeir féllu frá höfðum við ekki áhuga á að spila þessa tónlist og kældum plötuna niður. En það er staðreynd að þeir koma ekki aftur og því verðum við bara að gera þetta með öðrum mannskap. Við höf- um toppmannskap með okkur; Birgir Baldurs- son trommar, Eyþór Gunnarsson spilar á hljómborð og Ellen Kristjánsdóttir kemur við sögu á plötunni. Pálmi syngur náttúrlega líka en ég syng mest af okkur þremur." Þegar hér var komið sögu kom Rúnar Georgsson, saxófónleikari og sölumaður, eins og þruma úr heiðskíru lofti og hóf kynningu á alls konar rekstrarvörum, meö miklu grínívafi. Tengdi hann vörurnar nauðsynlegum þrifnaði og líkamshirðu tónlistarmanna. Meðal annars sýndi hann okkur fimm stjörnu pappírshand- þurrkur og sagði að í Reykjavík væri hótel eitt sem vildi ekki sjá annað á sín klósett. Svo var hann rokinn. „Þú lætur koma fram í viðtalinu þessa skemmtilegu innrás Rúnars. Hann er nú einn af þessum skrautlegu náungum sem hafa spilað með Blúskompaníinu," sagði Pálmi og var greinilega skemmt. „Sonur Magnúsar, Stefán, spilar á gítar og ekki síðri mann en Þorstein Magnússon höfum við líka á gítar. Nú og svo syngur Bubbi eitt lag á plötunni þannig að það eru ýmsir sem koma við sögu,“ bætir Pálmi við. NÁNAST ENGIN ROKKÁHRIF Á PLÖTUNNI Þegar blaðamaður spyr Pálma og Magnús hvernig blús sé aö finna á plötunni segja þeir hana með rólegu yfirbragði. „Þetta er ekki æs- ingablús eða svokallaður „West-Coast Blues". Við erum að reyna að finna einhvern íslenskan Sjampó og jafntramt hárnæring 5.TBL.1992 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.