Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 47

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 47
Neilcvæða tilfinninga SVAR TIL PÉTURS, SEXTÁN ÁRA Kæra Jóna! Mér finnst mjög mikilvægt að skrifa þér og væri búinn að því fyrir iöngu ef ég bara hefði vitað að þú skrifaðir í Vikuna. Ég er mikið að velta fyrir mér lífinu og sérstaklega er ég spenntur fyrir öllu sem er dularfullt. Það má segja að ég hugsi kannski einum ofmikið um alls kyns dul- ræna og andlega hluti. Ég hef farið til spá- kvenna og er ekkert ofsalega ánægður með þær ferðir. Alla vega hefur mér fundist eins og stundum mætti satt kyrrt liggja. Þær hafa gert mig bæði óöruggan og hræddan og það er vont mál. Ég er ósköp venjulegur og held að ég sé ekki heimskari en gengur og gerist. Mér geng- ur alveg ágætlega í skólanum þó ég sé að hugsa um að hvíla mig á honum. Alla vega hefur sú hugsun hvarflað að mér, hvað sem verður. Ég bý hjá foreldrum mínum sem eru frekar fullorðnir og okkur kemur kannski ekki alltof vel saman. Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að vera litli strákurinn þeirra. Þau passa mig og ofvernda, myndi ég segja, þannig að þau vilja helst vita allt um mínar gjörðir. Þetta þoli ég illa og verð alltof oft vondur og læt þau fá það óþvegið. Á eftir fyllist ég ömurlegri sekt- arkennd, finnst ég vond manneskja og stund- um verð ég algerlega vonlaus. Þau eru búin að ákveða að ég eigi að læra og helst að verða hagfræðingur af því að pabbi er tengdur við- skiptum, býst ég við. Hvað segir þú, Jóna? Eiga foreldrar manns að velja ævistarfið fyrir mann? Mig langar ekkert að verða eitthvert „peningafrík". Ég hef aftur á móti mikinn áhuga á myndlist og vildi miklu heldur veróa málari eða auglýsingateiknari. Hvað á ég að gera? Þau mega ekkiheyra á þetta með mynd- iistina minnst. Pabbi er nánast alltaf að leggja mér orð í munn og hlustar bara alls ekki á mín sjónar- mið. Mamma er mjög stjórnsöm líka, en þykist ekki vera það. Bæði eru svo sem ágæt á sinn hátt en þau eru ekki neitt lík mér. Ég býst við að ég sé frekar viðkvæmur. Mér finnst ég vera að verða svo neikvæður, Jóna, að ég held að ef þú gefur mér ekki einhver ráð geti þessi nei- kvæðni breyst í hatur. Ég get ekki skilið foreldra mína og þau alls ekki mig. Það virðist vera alveg sama hvað ég geri, þau eru aldrei ánægð með mig. Ég á alltaf að gera eitthvað annað en ég vil eða ná ann- ars konar árangri en ég er fær um. Mér finnst ég vera orðinn eitthvað svo þungur og senni- lega lífsleiður. Stundum má segja að það hafi hvarflað að mér að kannski sé iífið ekki þess virði að lifa því. Að lokum: Eru strákar mikið ólíkir stelpum inni fyrir eða réttara sagt hugsa þeir mikið öðruvísi en stelpur? Hvað heldur þú?Heldurðu að ég væri í betri stöðu gagnvart þeim ef ég væri bara einfaldlega stelpa sem þau gætu stjórnað án allra leiðinda? Vonam hættir þú ekki þessum skrifum á meðan til er strákar eins og ég sem vita ekki i hvorn fótin þeir eiga að stíga, ha, ha. Kærar kveðjur og þakklæti, Pétur i kerfi. Elskulegi Pétur. Þetta er nú meira ástandið og ekki verra að vi reynum að íhuga saman hvað mögulega má gera I að breyta þessu hvimleiða ástandi bæði innra me þér og svo í öllum aðstæðum þínum. Það má segj að þú sért einn af mörgum strákum sem hafa skri að mér vegna áþekkra hluta. Ég vona svo innileg að svar mitt til þín megi líka reynast þeim einhvr leiðsögn eða nothæf ábending. Ég mun smám sarr an reyna að svara ykkur öllum en við verðum a hreyfa okkur dálítið til i umfjöllunarefni þannig að lí bréf og skyld innbyrðis verða að dreifast pent á mi hinna sem eru öðruvísi. Við notumst alfarið eins og alltaf áður í svörunur við innsæi mitt, reynsluþekkingu og hyggjuvit. Vi erum með því að opna leið fyrir heilbrigt fólk til a leita leiðsagnar hjá þeim sem þeir álíta sér spakvit ari en búa ekki yfir venjulegri hefðbundinni fagþekl ingu sem fremur notast þeim sem veikir eru og von- lausir. Við íhugum tæpitungulaust ástand það sem þú kvartar yfir og erum ekkert að gera annað en að reyna að veita lítillega leiðsögn þeim sem óskar ein- mitt svona umfjöllunar um það sem honum er ætlað að kljást við og vinna á. SJÁLFSKIPAÐ STJÓRNUNAR- HLUTVERK FORELDRA Fátt er fáránlegra í uppeldi barns en sú árátta okkar foreldranna að taka að okkur sjálfskipað stjórnunar- hlutverk í lífi þess eins og það sé eðlilegt að gína yfir öllum athöfnum eigin afkvæmis og framkvæmd- um. Þetta getur orðið til þess að það getur vart um frjálst höfuð strokið fyrir alls kyns yfirheyrslum og öðru álíka óskemmtilegu atferli. Það er miklu betra og á allan hátt eðlilegra að á milli barns og foreldris ríki að þessu leyti sú virðing að okkur foreldrunum sé fullkomlega Ijóst að rétt barns til að hafa frelsi og rými til að rækta sjálfstæðan og sterkan persónu- leika ber okkur að virða. Við megum aldrei falla í þá forstokkun að hefta þetta sjálfsagða frelsi. Það sem þú kallar ofverndun á þér og þér finnst valda þér leiða og jafnvel reiði er ofur eðlilegt, sér í lagi með tilliti til þess að þú ert alls ekki fimm ára heldur ertu að verða fullorðinn karlmaður. Væntan- lega áttu samkvæmt því að sinna opinberum skyld- um sem brátt verða lagðar á þig, meðal annars í formi skatta. Þú ættir þar með að mati flestra að telj- ast fullfær um að ráðstafa og skipuleggja nokkuð léttilega nánustu framtíð þína, auk þess að reyna að bera ábyrgð á þér sjálfur við sem flestar aðstæð- ur. Það er því engin sérstök ástæða til þess að for- eldrar þínir taki af þér ráðin eða hefti á annan hátt langanir þínar og þrár. BLESSAÐ BARNIÐ Satt best að segja er ekki fráleitt að álykta sem svo að ef þau eru þeirrar skoðunar að þig beri að þassa við flestar aðstæður og skipuleggja í ofanálag fram- tíðarhlutverk þitt muni þau - einmitt vegna þessarar þarfar til að hunsa vilja þinn - gera sér lítið fyrir og skrifa bara í þokkabót opinberum aðilum og óska eftir að öll gjöld og skyldur verði lagðar af og felldar niður á þeirri forsendu að þú sért og munir um ókomna framtíð verða blessað barnið þeirra, aldeil- is ófært um að bera neins konar ábyrgð eins og annað heilbrigt ungt fólk gerir þó venjulegast. Hætt er við að einhver myndi brosa ef slíkt kæmi til. Strákurinn er sextán ára og af þeirri ástæðu mögulega einni saman kominn með þann lífsþroska að hann getur borgað skatta af hugsanlegum sumartekjum sínum, hvað svo sem pabba og mömmu finnst um barnaskap drengsins. Við getum bara alls ekki sæst á að vera litlu krilin sem pabbi og mamma eiga og geta ráðstafað að eigin geð- þótta, á sama tíma og við erum lagalega talin í hópi fullorðinna. Ofverndun hlýtur við allar aðstæður að vera einhvers konar öfugstreymi í þroskaferli barns. Þess vegna er það ekkert einkamál foreldranna að bjóða börnum upp á þannig meðhöndlun á mann- gildi þeirra og vilja. SEKTARKENND OG SJÁLF- HVERFIR FORELDRAR Ef allur tími og hugsun foreldra fer í óþarfa afskipta- semi og drottnunarferli, sem fjötrar vilja og sjálf- stæðar framkvæmdir barns, er mjög sennilegt að á bak við þannig afstöðu búi vandi sem á upphaf sitt ( hegðunarörðugleikum foreldranna en ekki endi- lega barnsins. Jafnvel gæti verið um að ræða tilfinn- ingaflækjur foreldranna sem neita að kannast við þær en búa þess í stað til vandamál í börnunum, gera þau þannig ósjálfstæð og vansæl. Þú ert, að ég held, I fullum rétti til að vera reiður, án þess að hafa minnstu ástæðu til að hafa sektar- kennd. Þú ert þeirrar skoðunar að þau óvirði þinn O' > 70 C > > § co 70 > 5 5.TBL. 1992 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.