Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 27

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 27
skylda, eldhúsbíllinn og áhöfn- in. Svo eru vissir hópar sem ferðast með mér ár eftir ár og ef ég ætti að nefna þann allra skemmtilegasta þá er það starfsfólkið á Tollstjóraskrif- stofunni með Torfa Hjartarson í fararbroddi. Þessi hópur hef- ur ferðast með mér síðastliðin sex ár, eina helgarferð á ári og hlakka ég beinlínis til þessara ferða." Mikil ábyrgð hlýtur þó alltaf að fylgja þessu vandasama starfi. Það vita þeir sem þurfa að ferðast á vetrum með lang- ferðabílum og blaðamaður spyr Binna hvort hann finni mikið fyrir þessari ábyrgð. „Já, mjög mikið, en því mið- ur hefur hún ekki skilað sér til okkar bílstjóra í bættum kjör- um og betri launum. Oft lendi ég einnig f því að þurfa að liðsinna mönnum sem hafa fest sig í ófærð og tel ég það ekki eftir mér en stundum eru menn svo illa búnir, jafnvel í samkvæmisfötum með hvítt um hálsinn og engan veginn færir um að gera það sem þarf ef þeir festa sig. Það þarf nefnilega stundum að moka og það hressilega." Binni verður alvarlegur og blaðamaður hljóður um stund. Stuttu seinna gerist atvik sem sýnir alvöru starfsins sem hér er í brennidepli. Blaðamaður sat fremst í rútunni og sá allt sem gerðist. Stór flutningabíll kom á móti okkur og vék Binni eins vel og hann treysti vegin- um. En það dugði ekki til. Flutningabíllinn rakst utan í spegilinn á rútunni og það heyrðist brothljóð. Spegillinn mölbrotnaði. Athyglin skerptist og stuttu síðar sáum við hvar stór jeppi stóð kyrr á miðjum veginum. Ætlaði að aka á móti okkur og víkja en komst ekkert sökum hálku. Þarna reiknaði Binni dæmið út á sekúndunni, ekkert fát, ekki eitt orð. Þarna vann hann nákvæmlega. Eng- an mátti saka, hvorki í rútunni eða jeppanum, og það gerði það heldur ekki. Hvernig hann komst fram hjá jeppanum er næstum óskiljanlegt, en þar mátti sjá áralanga reynslu verða að ákveðni sem réð úr- slitum. í ferðalok stóðu allir upp og teygðu úr sér. „Verður þú ekki á þriðjudaginn, Binni? Þá för- um við aftur noröur." Voru þetta ungar konur með börn sin á ferð. Við brosum. Það verður ekki á hann Binna logið. Konurnar á Ströndum vilja helst aka með honum. Það er deginum Ijósara. □ ERTÞUHALDIN KAUPÆÐI? V ið kaupum margt fyrir pappírsmiða sem kall- aðir eru seðlar, allt sem við þörfnumst og sumir meira en þaö. Sjálfstraust fáum við þó ekki keypt, heldur ekki hamingju, nema þá í örstuttan tíma. Það var ein af vinkonum mínum sem sagði mér þessa sögu. Hún fjallar um vinkonu móður vinkonu minnar. Köllum móðurina Evu og vinkonuna Önnu. Eitt kvöld hringdi Anna í Evu og var mikið niðri fyrir. - Nú þoli ég ekki lífið lengur. Ég ræð ekkert við það, reikningar hlaðast upp og ég á enn ó- greidda reikninga frá síðasta mánuði. Allt mitt lif flýtur og ég ræð ekkert við það. - Farðu í langan göngutúr, sagði Eva, þá sérðu allt skýrar á eftir og getur komið auga á lausnir sem þú sérð ekki i augnablikinu. Eva vissi að ekki yrði farið að ráðum hennar, þetta var ekki í fyrsta sinn sem Anna hringdi í hana út af því sama. Nokkrum dögum seinna hringir Anna og segir: - Veistu hvað, ég fór í þennan göngu- túr og átti leið framhjá Eggert feldskera þegar ég kom auga á hann, þennan líka dýrindis- pels á 20 prósent afslætti. Ég bara varð að fara inn og máta og hann er eins og sniðinn á mig. Ég keypti hann á ... Eva vissi svo sem að þetta var það eina sem gat huggað hana og hún hefði allt eins get- að sagt sér það strax. Tilgang- ur lífsins hjá Önnu er geymdur í fataskápnum hennar og er dýrkeypt skammvinn sæla. Hamingjuvíman varir aðeins stutt, siðan fer allt á sömu leið. Ef við skoðum þetta nánar þá varir gleði yfir nýkeyptum hlut aldrei að eilífu. Því ekki kaupa sér gleði annað slagið, en í hófi! Raunverulega ham- ingju er ekki hægt að kaupa en unnt er að kaupa smáfrí frá áhyggjum dagsins í dag. Reynslan sýnir að fólk kaupir sér oftast eithvað þegar því líður illa út af einhverju öðru og það eru ekki endilega þeir sem mest efnin hafa sem það gera. Þegar þú ferð í búð slærðu tvær flugur í einu höggi. Þú verslar og skemmtir þér um leið. Þú rótar í hillu, hefur yfir- sýn yfir vörurnar í búðinni og kaupir - eitthvað sem gæti verið gott að eiga. Sumir kaupa alls ekki neitt heldur ráfa á milli búða og verða hálf- drukknir að sjá allar þessar vörur. Fólk skoðar og gramsar og lætur sig dreyma: þessi kaffikanna væri falleg á eld- húsborðinu mínu. Það kaupir hana samt ekki. Fólk sem kemur bara til að skoða er ekki vinsælt í búðunum. Síðan er það sá hópurinn sem kaupir þar til launin eru búin, strax í fyrstu vikunni eftir útborgun. Sért þú ein af þeim er líklega nýtt handklæðasett á baðinu hjá þér, svínasteik og vín í ísskápnum, þrátt fyrir að það er bara mánudagur. Minnsta barnið á heimilinu hefur fengið nýja skó. Þessi vika er paradís fyrir þig en hvernig er afgangurinn af mánuðinum? Bíður rafmagns- reikningurinn enn? Ferð þú í endurvinnsluna með tómar dósir til þess að fá pening til að kaupa i matinn í síðustu vik- unni fyrir útborgun? Og samt slær það þig ekki niður á jörð- ina. Þú hugsar bara jákvætt og ferð í ókeypis göngutúr i nýju strigaskónum þínum. Sumir kaupa bara ákveðna vörutegund og eru forfallnir ef þeir sjá eitthvað sem þeir eiga ekki. Lilja safnar skóm. Hún á nú þegar 25 pör sem hún not- ar ekki og þá ekki af ódýrustu gerð. Þessir eru ekki af réttum lit, þessir særa hana, aðrir passa ekki við þetta tækifæri og svo kaupir hún nýja. Um alla íbúðina liggja skór. Hvað myndi heyrast ef skórnir gætu talað? Kannski eitthvað á þessa leið: Þú kaupir okkur, notar okkur þrisvar og fleygir okkur svo út í horn. Hvaða vit er í því? Enn aðrir safna bókum, margir fermetrar eru undir- lagðir, alltfrá kiljum upp í meiri háttar skáldverk. Það er svo gaman að sitja og virða þær fyrir sér, en lesa þær, nei, því má fólk ekki vera að. Það er alls ekki hægt að snúa þeim sem eru fastir i þessu. Þeir verða bara að fá að halda þessu áfram, hver með sínu sniði. Fleiri en okkur grunar eru haldnir þessu. Þú til dæmis rýkur til og kaupir þér rauðan kjól og finnst það toppurinn yfir i-ið. Þegar þetta kaupæði nær algjörlega yfirhöndinni er eitt- hvað hið innra sem veldur. Það gæti verið hræðsla við eitthvað, sorg eða eitthvað sem þú hefur lengi byrgt innra með þér. Þetta er eitt form á útrás. Þér líður vel þegar þú kaupir eitthvað og gleymir um stund. Þegar við getum ekki nálgast tilfinningarnar eru þessi innkaup skyndilausn en engin bót. Þvert á móti býður svona atferli upp á stærri vandamál. Hlutirnir hlaðast upp og af þeim er engin gleði, bara slæm samviska. Sumir kaupa allt sem hönd á festir, standa síðan uppi auralausir og leiðast þá jafnvel út í þjófnað. Það þýðir lítið að ætla sér að taka i skottið á við- komandi og segja hingað og ekki lengra. Fyrst þarf að kom- ast að rót vandans, komast að því af hverju við kaupum og kaupum endalaust. Sérfræðingshjálpar gæti reynst þörf en það er ekki alltaf gott að fá hana. Okkur finnst þetta heldur ekkert vandamál og að það verði bara hlegið að okkur. Hafir þú einhvern að leita til, fjölskyldu eða góða vini, þá notfærðu þér það til þess að tala um vandamálið. Kannski geta þau gert meira fyrir þig en þú heldur og í minnsta lagi hjálpað þér að koma orðum að vandanum. i o z' 5 > Það þýðir lítið að ætla sér að taka í skottið á þeim sem haldinn er kaupæði og segja hing- að og ekki lengra. Fyrst þarf að komast að rót vandans, komast að því af hverju við- komandi kaupir og kaupir endalaust. - Er ástand- ið nokkuð svona heima hjá þér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.