Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 32

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 32
TEXTI: BORGÞÓR BJARNASON OG MARGRÉT ERLENDSDÓTTIR / LJÓSM.: BRAGI ÞÓR UTSKUFAÐIR AF LEIGU- MARKAÐINUM Um húsnœðismál stúdenta í Reykjavík Frá því í haust hefur Lánasjóður ís- lenskra námsmanna farið fram á að námsmenn í leiguhúsnæði staðfesti leigugreiðslur með skattframtali. Jafnframt hafa lán til fólks í leigu- húsnæði verið lækkuð en lán til fólks í foreldra- húsum hækkuð. Þetta er þáttur i niðurskurði sjóðsins og frekari aðgerðir í þá átt eru fyrir- hugaðar. I kjölfar þessara breytinga hefur skráðu fólki í foreldrahúsum fjölgað verulega. Þetta hefur einnig haft þau áhrif að íbúðaeig- endur virðast nú síður vilja leigja stúdentum en öðrum. Þótt leigutekjur séu skattskyldar tíðk- ast ekki að gefa þær upp til skatts, að minnsta kosti ekki nema að hluta. Leigusalar virðast setja það fyrir sig að þurfa að telja þessar tekj- ur fram og leita því frekar eftir öðrum leigjend- um en stúdentum. „Taldi mig geta ráðið við leiguna en nú er annað að koma í ljós“ Tuttugu og þriggja ára leigjandi: „Þegar ég byrjaði í Háskólanum, haustið 1988, bjó ég hjá bróður mínum og mágkonu í Breiðholtinu. Leigan var sanngjörn, 9.000 kr. á mánuði og ekki vísitölubundin, sem var mikill kostur. Þetta var áður en skerðingarnar frá árunum 1985 og 1986 voru leiðréttar. Ég hafði því ekki mikla peninga á milli handanna og lág húsaleiga var nauðsynleg til aö endar næðu saman. í febrúar 1989 bauðst mér íbúð nálægt Há- skólanum til leigu. Við erum þrjú sem leigjum þessa íbúð og upphaflega var leigan 16.500 kr. á mánuði á mann. Ég taldi mig ráða við þessa leigu því á þessum tíma höfðu :iáms- lánin verið hækkuð. Ég sló því til. Núna er leig- an komin upp í 21.000 kr. á mánuði og fer stöðugt hækkandi. Þetta er orðið mér um megn og ég verð því að fara að leita að öðru húsnæði. Það er hins vegar ekki um auðugan garð að gresja um þessar mundir og líklega vonlaust hjá mér að taka íbúð á leigu. Það er einna líklegast að ég verði að leigja stakt her- bergi en reyndar eru stök herbergi oft á tíðum mjög hátt verðlögð." „Afgangurinn af láninu fer í að reka bílinn, skólabækur, föt, skemmtanir og aðra neyslu“ Einstaklingur í foreldrahúsum: „Ég bý með föður mínum og fæ 34.000 kr. á mánuði í lán Leigusalar virðast setja það fyrir sig að þurfa að telja fram húsaleigu þá sem námsmenn þurfa að greiða og ieita því frekar eftir öðrum leigjendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.