Vikan


Vikan - 05.03.1992, Page 32

Vikan - 05.03.1992, Page 32
TEXTI: BORGÞÓR BJARNASON OG MARGRÉT ERLENDSDÓTTIR / LJÓSM.: BRAGI ÞÓR UTSKUFAÐIR AF LEIGU- MARKAÐINUM Um húsnœðismál stúdenta í Reykjavík Frá því í haust hefur Lánasjóður ís- lenskra námsmanna farið fram á að námsmenn í leiguhúsnæði staðfesti leigugreiðslur með skattframtali. Jafnframt hafa lán til fólks í leigu- húsnæði verið lækkuð en lán til fólks í foreldra- húsum hækkuð. Þetta er þáttur i niðurskurði sjóðsins og frekari aðgerðir í þá átt eru fyrir- hugaðar. I kjölfar þessara breytinga hefur skráðu fólki í foreldrahúsum fjölgað verulega. Þetta hefur einnig haft þau áhrif að íbúðaeig- endur virðast nú síður vilja leigja stúdentum en öðrum. Þótt leigutekjur séu skattskyldar tíðk- ast ekki að gefa þær upp til skatts, að minnsta kosti ekki nema að hluta. Leigusalar virðast setja það fyrir sig að þurfa að telja þessar tekj- ur fram og leita því frekar eftir öðrum leigjend- um en stúdentum. „Taldi mig geta ráðið við leiguna en nú er annað að koma í ljós“ Tuttugu og þriggja ára leigjandi: „Þegar ég byrjaði í Háskólanum, haustið 1988, bjó ég hjá bróður mínum og mágkonu í Breiðholtinu. Leigan var sanngjörn, 9.000 kr. á mánuði og ekki vísitölubundin, sem var mikill kostur. Þetta var áður en skerðingarnar frá árunum 1985 og 1986 voru leiðréttar. Ég hafði því ekki mikla peninga á milli handanna og lág húsaleiga var nauðsynleg til aö endar næðu saman. í febrúar 1989 bauðst mér íbúð nálægt Há- skólanum til leigu. Við erum þrjú sem leigjum þessa íbúð og upphaflega var leigan 16.500 kr. á mánuði á mann. Ég taldi mig ráða við þessa leigu því á þessum tíma höfðu :iáms- lánin verið hækkuð. Ég sló því til. Núna er leig- an komin upp í 21.000 kr. á mánuði og fer stöðugt hækkandi. Þetta er orðið mér um megn og ég verð því að fara að leita að öðru húsnæði. Það er hins vegar ekki um auðugan garð að gresja um þessar mundir og líklega vonlaust hjá mér að taka íbúð á leigu. Það er einna líklegast að ég verði að leigja stakt her- bergi en reyndar eru stök herbergi oft á tíðum mjög hátt verðlögð." „Afgangurinn af láninu fer í að reka bílinn, skólabækur, föt, skemmtanir og aðra neyslu“ Einstaklingur í foreldrahúsum: „Ég bý með föður mínum og fæ 34.000 kr. á mánuði í lán Leigusalar virðast setja það fyrir sig að þurfa að telja fram húsaleigu þá sem námsmenn þurfa að greiða og ieita því frekar eftir öðrum leigjendum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.