Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 64

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 64
LEIKARINN RICHARD PRYOR: EITT SINN SKÆR STJARNA - NÚ FALLANDI HARMSAGA UM HÆFILEIKARÍKAN GRÍNISTA Rlchard Pryor og fyrrum elglnkona hans, Jennlfer Lee. Velklulegur að sjá en samt sæll I faðml fjölskyldunnar. Svlpmynd úr Lady Slngs the Blues þar sem Rlchard Pryor lék á mótl stórsöngkonunnl Dlana Ross. Margir geta tekiö undir aö þaö hafi verið Richard Pryor sem ruddi brautina fyrir aöra þel- dökka grínista eins og til að mynda Eddie Murphy sem lít- ur á Richard Pryor sem læri- föður sinn. Það mátti líka sjá þá saman f myndinni Harlem Nights (1989). Glöggir áhorfendur, sem sáu síðustu mynd Richards Pryor, Almost You (1991), gátu séð að þar var sjúkur leik- ari á ferðinni. Hann var fölur, tággrannur og átti erfitt með að ganga eðlilega. Hvað veldur? Richard Pryor þjáist af hrörn- unarsjúkdómi og gerir sér nú grein fyrir því að hann geti sjálfum sér um kennt. Strax í upphafi leikara- og grínista- ferilsins, sem hófst á sjöunda áratugnum, hóf hann neyslu ► Grínistinn hrjáði Richard Pryor vlð upptökur á Almost You sem gerð var ( fyrra. eiturlyfja sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Það er sorglegt að vita til þess að þessi hæfileikaríki grínisti skuli eiga við að striða sjúk- leika sem gerir honum leikara- starfið og lífið óbærilegt. Þeg- ar litið er um farinn veg koma upp í hugann allar þær fjörutíu kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem hann lék í á tuttugu og fimm ára ferli sínum. Bestu kvikmyndirnar með Richard Pryor eru án efa Stir Crazy (1980), The Toy (1982), The Lady Sings the Blues (1972), California Su- ite (1978), Bustin Loose (1981), Superman III (1983), Somekind of Hero (1982) og Jo Jo Dancer, Your Life Is Calling (1986) sem er sjálfs- ævisaga hans. I þeirri mynd greinir Richard Pryor frá dap- urlegri bernsku sinni. Hann ólst upp hjá móður sinni sem var vændiskona og sjálfur var hann vandræða- unglingur. I fyrrgreindri mynd fjallaði hann einfaldlega um erfiðan lífsferil sinn en þrátt fyrir erfiða æsku hafði hann eitt, hæfileika. Hann hafði hæfileika til að vekja hlátur og skemmta fólki. Auk bernsk- unnar fjallaði hann um ein- manaleika, eiturlyfjavanda og hjónabandserfiðleika í mynd- inni Jo Jo Dancer. Hann var ófeiminn við að sýna Iff sitt eins og það var en myndin hlaut litla athygli þar sem hún þótti of alvarlegs eðlis og lítt fyndin. Hún var fyrst og fremst uppgjör hans við fortíð sína. Greinarhöfundi þótti myndin athyglisverð og sýna lista- manninn í nýstárlegu Ijósi. Auk þess má draga lærdóm af þessari mynd eins og öðrum myndum sem fjalla um sams konar efni. Nefna má Frances 64 VIKAN 5. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.