Vikan


Vikan - 05.03.1992, Síða 64

Vikan - 05.03.1992, Síða 64
LEIKARINN RICHARD PRYOR: EITT SINN SKÆR STJARNA - NÚ FALLANDI HARMSAGA UM HÆFILEIKARÍKAN GRÍNISTA Rlchard Pryor og fyrrum elglnkona hans, Jennlfer Lee. Velklulegur að sjá en samt sæll I faðml fjölskyldunnar. Svlpmynd úr Lady Slngs the Blues þar sem Rlchard Pryor lék á mótl stórsöngkonunnl Dlana Ross. Margir geta tekiö undir aö þaö hafi verið Richard Pryor sem ruddi brautina fyrir aöra þel- dökka grínista eins og til að mynda Eddie Murphy sem lít- ur á Richard Pryor sem læri- föður sinn. Það mátti líka sjá þá saman f myndinni Harlem Nights (1989). Glöggir áhorfendur, sem sáu síðustu mynd Richards Pryor, Almost You (1991), gátu séð að þar var sjúkur leik- ari á ferðinni. Hann var fölur, tággrannur og átti erfitt með að ganga eðlilega. Hvað veldur? Richard Pryor þjáist af hrörn- unarsjúkdómi og gerir sér nú grein fyrir því að hann geti sjálfum sér um kennt. Strax í upphafi leikara- og grínista- ferilsins, sem hófst á sjöunda áratugnum, hóf hann neyslu ► Grínistinn hrjáði Richard Pryor vlð upptökur á Almost You sem gerð var ( fyrra. eiturlyfja sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Það er sorglegt að vita til þess að þessi hæfileikaríki grínisti skuli eiga við að striða sjúk- leika sem gerir honum leikara- starfið og lífið óbærilegt. Þeg- ar litið er um farinn veg koma upp í hugann allar þær fjörutíu kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem hann lék í á tuttugu og fimm ára ferli sínum. Bestu kvikmyndirnar með Richard Pryor eru án efa Stir Crazy (1980), The Toy (1982), The Lady Sings the Blues (1972), California Su- ite (1978), Bustin Loose (1981), Superman III (1983), Somekind of Hero (1982) og Jo Jo Dancer, Your Life Is Calling (1986) sem er sjálfs- ævisaga hans. I þeirri mynd greinir Richard Pryor frá dap- urlegri bernsku sinni. Hann ólst upp hjá móður sinni sem var vændiskona og sjálfur var hann vandræða- unglingur. I fyrrgreindri mynd fjallaði hann einfaldlega um erfiðan lífsferil sinn en þrátt fyrir erfiða æsku hafði hann eitt, hæfileika. Hann hafði hæfileika til að vekja hlátur og skemmta fólki. Auk bernsk- unnar fjallaði hann um ein- manaleika, eiturlyfjavanda og hjónabandserfiðleika í mynd- inni Jo Jo Dancer. Hann var ófeiminn við að sýna Iff sitt eins og það var en myndin hlaut litla athygli þar sem hún þótti of alvarlegs eðlis og lítt fyndin. Hún var fyrst og fremst uppgjör hans við fortíð sína. Greinarhöfundi þótti myndin athyglisverð og sýna lista- manninn í nýstárlegu Ijósi. Auk þess má draga lærdóm af þessari mynd eins og öðrum myndum sem fjalla um sams konar efni. Nefna má Frances 64 VIKAN 5. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.