Vikan


Vikan - 14.05.1992, Side 6

Vikan - 14.05.1992, Side 6
TEXTI OG LJÓSM.: LOFTUR ATLIEIRÍKSSON Litlar eölur skutust fram og til baka í skelfingu fyrir framan hús Árna Egils- sonar tónlistarmanns í Los Angeles þegar erindreki Vikunnar var þar á ferð nýlega. Ljúfir píanótónar bárust frá húsinu, sem er tvílyft í spönskum nýlendu- stíl, og kepptu viö hamarshögg frá nýbyggingu handan götunnar. Eftir stutta innankollsum- ræöu um hvort bassaleikari geti hugsanlega verið jafnlipur á slagverk og bassa hringi ég bjöllunni sem slær seinasta tóninn í þessari syrpu. Árni, sem er eidri útlits en hann hljómar í síma, býöur mig velkominn og fyrr en varir erum viö komnir í djúpa umræöu um listakon- una Nínu Sæmundsson en hundraö ár eru liö- in frá fæöingu hennar á þessu ári. Ég viður- kenni þrátt fyrir staögóöa myndlistarþekkingu aö hafa aldrei heyrt á manneskjuna minnst en áhuginn kviknar fyrst verulega þegar Árni sýnir mér myndir af höggmynd eftir hana sem var í Tjörninni í Reykjavík en var sprengd í loft upp áriö 1959. Árni segir Nínu vera þann myndlist- armann íslenskan sem hafi náð hvaö mestri viðurkenningu erlendis en hún hafi verið huns- uö í landinu sem átti hjarta hennar. Hann dreg- ur fram bréf frá ýmsum ráðamönnum og menningarspírum innlendum og erlendum sem hann hefur átt samskipti við í tengslum viö mál þetta og segir Nínu hafa arfleitt Lista- safn íslands að fjölda verka gegn því skilyrði aö þau yröu höfö til sýningar en viö þaö hefur ekki verið staöiö. Þá kemur upp úr kafinu aö Nína á verk fyrir utan hiö heimsfræga Waldorf Astoria hótel í New York og aö minnsta kosti tvö utanhússverk eru í eigu Los Angeles borg- ar en annað þeirra er minnisvarði um Leif Eir- íksson. Á veggjunum í stofunni eru málverk eftir ís- lenska landslagsmálara og nokkur óhlutstæö verk eftir Árna sem segir aö sér finnist fátt skemmtilegra en aö leika sér meö olíuliti. Bak viö píanóið er skúiptúr geröur úr gömlum bassa sem hefur fengið óblíða meöferö og Árni viöurkennir aö myndlistarmaðurinn í sér hneyksli stundum þá vini sína sem taki tónlist- ina hvaö alvarlegast. Hann er þeirrar skoöunar sjálfur aö öll list komi frá sama brunni og eng- inn munur sé í rauninni á litum og tónum. Ég bið Árna að segja mér í stuttu máli frá æsku sinni og uppvexti. „Ég er fæddur og upp- alinn á Fjölnisveginum en foreldrar mínir voru Ásta Norðmann danskennari og Egill Árnason stórkaupmaður. Þegar ég var sautján ára fór 6 VIKAN 10. TBL1992 ég til Englands aö læra að fljúga en komst þá að því aö ég var nærsýnn á ööru auganu. Þetta var rétt eftir Kóreustríðið og veröldin var full af flugmönnum. Mér var sagt aö það væri ómögulegt að fá flugstjórastöðu ef maður heföi ekki fullkomna sjón og ég hætti þá viö flugið en fór aö læra viðskipti og ensku. Að því námi loknu kom ég aftur heim til íslands og fór aö stúdera músík á gamals aldri,“ segir Árni og hlær. „Ég hafði spilað lítillega áöur á píanó eft- ir eyranu en var manna verstur viö það. Fyrir slysni keypti ég mér kontrabassa af Sigurbirni Ingþórssyni sem var kunnur bassaleikari og ég fékk tvær kennslustundir í kaupbæti. Önnur fór í að læra aö setja bassann inn í bíl og hin í aö halda á þessu apparati. Þremur vikum seinna fékk ég fyrsta djobbið með hljómsveit uppi á Keflavíkurflugvelli. Flestir vinir mínir á árunum rétt fyrir 1960 spiluðu dansmúsík til þess að hafa ofan af fyrir sér en voru miklir djassáhugamenn. Þetta var áöur en rokkið kom fram á sjónarsviðið og viö byrjuðum kvöldin á djassi en þegar fólk fór aö tínast inn í húsiö var skipt yfir í „alvöru" tónlist. Ég kynntist djassi í gegnum Kanaútvarpið og Voice of America útvarpsstöðina. Einnig var ótrúlega gott úrval af djassplötum í hljómplötu- verslunum í Reykjavík og ég keypti allar plötur sem ég fann og apaði eftir gömlu meisturun- um. Aö loknu náminu heima lá síöan leiðin til Þýskalands í fjögurra ára skóla sem ég kláraði á tveimur árum því ég var svo manískur við æfingarnar. Ég var 19 ára þegar bassinn datt í hendurnar á mér þannig að það var aö duga eða drepast og ég æföi mig tíu tíma á dag. Tónlistarnámið þótti nú ekki skynsamleg ákvörðun á sínum tíma, sérstaklega vegna þess að það var ekki um það að ræöa aö fá neina stöðu hjá Sinfóníuhljómsveitinni eða nokkurt þess háttar öryggi. Þá varö maður aö afla sér tekna erlendis og þeim mun lengur sem maður er úti þeim mun erfiöara er aö segja skiliö viö þá vinnu. Ég kynntist Dorette eiginkonu minni í Þýska- landi. Við komum heim og giftum okkur 1961 og bjuggum í Reykjavík í níu mánuöi en þar fæddist elsti sonur okkar. Leiðin lá aftur til Þýskalands þar sem ég fékk stööu sem fyrstí sólóbassaleikari viö sinfóniuhljómsveit og þaöan til Dublin til aö spila meö útvarpssinfón- íuhljómsveitinni þar í borg. Aftur var horfiö yfir Ermarsund og hinn heimsþekkti stjórnandi Sir John Barbirolli réö mig til að fara meö sér til Texas þar sem hann tók við stjórn sinfóníu- TONLIST ÍUTOMOG CINEMASCOP VIKUVIÐTAL VIÐ ÁRNA EGILSSON í

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.