Vikan


Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 11

Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 11
DV-MAÐURINN SVEINN ÞORMÓÐSSON FYLGIST MEÐ FJARSKIPTUM LÖGREGLU í 20 TÍMA Á SÓLARHRING Hann erstundum áund- an lögreglu og sjúkra- liöi á vettvang þegar slys veröa. Þegar kviknar ein- hvers staðar í, slagsmál verða í bænum, einhver slasast, brotist er inn, lögreglueltinga- leikur stendur yfir eöa ef skip og flugvélar lenda í vand- ræöum, þá veit hann af því. Hann drífur sig þá á staðinn ef hægt er aö koma því viö. Vett- vangur hans er höfuöborgar- svæöiö. Þessi maður fylgist ótrúlega vel meö svo ekki sé fastar að oröi kveðið. Hann er útbúinn tækjum, „skanner- um“, sem gera honum kleift aö fylgjast með fjarskiptum lög- reglu, slökkviliös og björgunar- sveita. Frá klukkan sex á morgnana til miönættis. Hann festir fréttaatburði á filmu og þefar uppi fréttir. Þetta er hans vinna. Hann er 66 ára. Þetta er Sveinn Þormóösson, Ijós- myndari hjá DV. VAKNAÐI KLUKKUTÍMA FYRIR STÓRBRUNANN í LÆKJARGÖTU Svenni, eins og hann er kall- aður, þykir ákaflega sérstakur Ijósmyndari enda hefur sér- sviö hans tengst lögreglu- málum í hátt í fjörutíu ár. Hjá Slökkviliði Reykjavíkur er til mikið myndasafn yfir bruna. Svenni hefur útvegaö vinum sínum í slökkviliðinu mjög stóran hluta þeirra mynda allt frá árinu 1958. Starfið gengur út á aö missa helst aldrei af neinu. Þegar hringt var heim til Sveins aö kvöldlagi vegna viötalsins við hann heyrðust einkennilegir skellir í bakgrunni þegar hann svaraöi. Þetta voru skanner- arnir - talstöðvarfjarskipti lög- reglunnar. Heldur mikill há- vaði. En hvaö gerir hann þá á nóttunni þegar hann „verður" að sofa og „neyöist" til aö slökkva á garganinu í skann- erunum sínum? „Ég sef oft illa og hef and- vara á mér ef ég skynja eitt- hvaö. Stundum hef ég vaknað þegar ég fæ á tilfinninguna í gegnum svefninn aö eitthvað sé aö gerast. Þegar stórbrun- inn varö í Iðnaðarbankanum viö Lækjargötu á sínum tima var ég vaknaður klukkutíma áöur en þetta byrjaði. Ég var búinn aö klæða mig og var að drekka kaffi niðri í eldhúsi þeg- ar ég heyrði nágranna minn, varaslökkviliðsstjórann, koma framhjá og setja sírenuna á. Þá vissi ég að það var eitthvað stórt. Ég var svo fljótur út að ég var búinn að ná honum niðri á Bústaðavegi. Þegar við kom- um framhjá slökkvistöðinni í Skógarhlíð voru síðustu slökkvibílarnir að keyra af stað. Þegar ég kom á staðinn var tiltölulega lítill eldur baka til hjá séra Bjarna Jónssyni dómprófasti sem bjó við hlið- ina á Iðnaðarbankahúsinu. Maður sá að vísu eldbjarma á bak við en miðað við allt eld- hafiö sem síðan varð var þetta sáralítill eldurfyrst. Síðan varð þetta eins og púðurtunna. „Ég var einu sinni aö taka myndir á knattspyrnuleik á gamla Melavellinum þegar einhver sparkaöi niður einn hornfánann. Það gerði enginn neitt í málinu fyrr en ég hljóp inn i verkfæraskúr og sótti haka. Ég gróf síðan upp brotið af brotnu stönginni og setti nýja i staðinn. Ég fékk mikið klapp fyrir hjá áhorfendum. Það smellti einhver þessari mynd af mér þegar ég hljóp út á völl með hakann.“ Það hafa verið fleiri tilfelli þegar ég hef vaknað upp áður en eitthvað hefur gerst. Ég fæ þá einhverja undarlega tilfinn- ingu. Þetta kemur oft fram í óróleika hjá mér. Ég verð þá oft hálffriðlaus." 20 KLUKKUSTUNDA VINNUDAGUR Sveinn segist alltaf fara á fæt- ur klukkan sex á morgnana. Þá fara hlustunartækin í gang. Þau þagna ekki næstu 20 klukkustundir. Ekki fyrr en um miðnættið, stundum síðar. Hann segist vera kominn út um klukkan hálfsjö á morgnana, fer þá rúnt um bæinn, niður að höfn og kemur stundum við á lögreglustöðinni. Klukkan sjö mætir hann í höfuðstöðvar DV í Þverholti 11, með myndir og tillögur að fréttaefni. „Eg er hálfgerður fréttasjúkl- ingur. Mér finnst ég ekki vera maður með mönnum nema ég fylgist með öllu. Ef maður missir af einhverju og aðrir fjöl- miðlar ná því hittir það mig svo illa að ég er lengi að jafna mig. Ég verð þá vondur út í sjálfan mig og fer að velta fyrir mér hvað hafi brugðist." VAR SVO ÁKAFUR AÐ ÉG NÁÐI BARA ÞORSKHAUSNUM Svenni segist hafa verið sjö ára þegar hann fékk fyrst áhuga á Ijósmyndun. Það var árið 1933. „Ég byrjaði þá fyrst á færa- fiskiríi og tók með mér litla kassamyndavél sem ég hafði fengið. Ég myndaði fyrsta þorskinn sem ég veiddi. Það var nú eiginlega ekkert annað en hausinn sem ég náði mynd af. Ákafinn var svo mikill að ég fór allt of nálægt því sem ég ætlaði að mynda. Ég get ekki gert mér grein fyrir hvers vegna þessi Ijós- myndaáhugi vaknaði. Þetta bara byrjaði þegar ég var lítill strákur. Það var lítil, útdregin myndavél til heima en ég fékk aldrei að vera með hana. Hún þótti svo fín. En ég var alltaf að spekúlera í henni og var farinn að kunna alveg á hana. Síðan fékk ég kassavélina Það var 6x20 sm filma í henni með tréspólu. Filman var jafn- stór myndinni. Ég notaði hvern einasta eyri í að kaupa filmur. Síðar eignaðist ég aðrar vélar. Rétt fyrir 1950 byrjaði ég síð- an að selja myndir af umferð- arslysum í öll dagblöðin. Ég átti þá sendiferðabíl og var mikið á ferðinni. Ég fór svo að taka iþrótta- myndir og var alltaf í lausa- mennsku þangað til ég fór á Moggann upp úr 1955. Það fór dálítið í pirrurnar á þeim ef ég seldi öðrum blöðum myndir og því var ákveðið að ráða mig. Fyrst var ég ráðinn með lítið fastakaup en ég var kominn á kaf í þetta áður en ég vissi af. Ég lofaði þá að láta ekki önnur blöð fá myndir. Þó seldi ég öðrum dagblöðum íþrótta- myndir. Þeim var alveg sama um það - en aðrar fréttamynd- Sveinn í leyni fyrir löggunni? Nei, þarna er Ijós- myndarinn knái að mynda síld- arfarm á vörubíls- palli í Reykjavík- urhöfn. „Brosið þið nú, elsk- urnar 10. T6L. 1992 VIKAN 1 1 TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / LJÓSM. BINNI O.FL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.