Vikan


Vikan - 14.05.1992, Page 22

Vikan - 14.05.1992, Page 22
Eiffel-turninn í allri sinni dýrð. Hver sá sem sækir París heim lætur ekki hjá líða að skoða þetta magnaða mannvirki. Sacré-cæur-kirkjan á Montmartre-hæðinni var byggð á síðustu öld og vekur athygli fyrir steininn sem hún er gerð úr. Hann verður hvítari með hverju árinu. byggö á mörgum hverfum sem er síðan skipt niöur í hólf sem komiö er fyrir á milli torga. Á hverju þeirra er stórkostlegt listaverk eöa minnisvaröi. Á milli torganna eru einstök hús og húsaþyrpingar sem í raun eru sannkölluö byggingarlist hvert og eitt og listaverk í sjálfu sér. Fólk getur átt hér ógleymanlegar stundir þó þaö staldri ekki lengi viö í senn en til að þekkja París og komast yfir það sem hún hefur upp á aö bjóöa þarf langan tíma - áratugur hefur ekki dugaö mér.“ Jónas Kristjánsson segir í leiðsögukveri sínu að París sé „heimsins höfuöprýöi", sem má vel vera rétt sé slíkt mælt út frá ákveönum forsendum. Hann er, eins og fleiri íslend- ingar sem til þekkja og öðlast hafa nokkurn samanburö, þeirrar skoðunar aö París standi á toppnum. „Hin frjálsa og lífsglaöa París er fegursta borg heimsins..." fullyrðir hann og bætir viö: „í engri annarri borg er ferðamaðurinn eins lengi aö kynnast því, sem vert er aö skoða í miðborginni. Þeir, sem komast af með viku í London, New York og Róm, þurfa tvær í París.“ Ef tilnefna skyldi örfá dæmi um byggingarlist gamla og nýja, sem enginn feröamaður lætur fram hjá sér fara í fyrstu atrennu, má nefna Pompidou- nýlistasafniö, Sigurbogann að sjálfsögöu (Arc de Triomphe), Eiffel-turninn, Louvre-lista- safnið, Nortre Dame-kirkjuna, Notre Dame-kirkjan er á vinstri bakkanum gegnt Latinuhverf- inu. Samnefnt kaffihús er fjölsótt allan ársins hring. Forum des Halles-verslunar- miðstöðina og svona mætti halda áfram blaðsíðum saman. öll kort yfir borgina, til dæmis þau sem unnt er að fá á hótelum og ferðaskrifstofum hér heima væntanlega, eru sérstaklega gerð meö þarfir feröamannsins í huga. Þar eru markverðustu staðir og fyrir- bæri innan borgarinnar merkt nákvæmlega inn á og eru þvi auðfundin. Aftur skal bent á hinar ágætu Berlitz-vasabæk- ur sem fást til dæmis í bóka- verslunum Pennans og í Ey- mundsson, svo og á leiösögu- kver Jónasar. VERSLANIR í París er miðstöð tískunnar í Evrópu og segja má reyndar að í gegnum þá ágætu borg liggi straumar og stefnur flestra sviða nútíma mann- félags, hvort sem er í myndlist, byggingarlist eða fatahönnun. Þar er tónninn einnig gefinn um það hvaöa ilmur kemur til með að vera ríkjandi meðal karla og kvenna það árið. 22 VIKAN 10. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.