Vikan


Vikan - 14.05.1992, Qupperneq 40

Vikan - 14.05.1992, Qupperneq 40
TEXTI OG LJÓSM ■ HJALTIJÓN SVEINSSON ISLENDINGAR BETUR KLÆDDIR EN PARÍSARBÚAR SEGIR GUÐMUNDA SMARADOTTIR, FYRIRSÆTA I PARIS Ein þeirra ungu kvenna sem sátu fyrir hjá Gísla Agli Hrafnssyni, Ijós- myndara Vikunnar í París, er Guðmunda Smáradóttir. í ferð sinni um París á dögunum hafði blaðamaður Vikunnar mælt sér mót við hana utan við frægasta kaffihús borgarinnar, Les Deux Magots. „Þú þekkir mig strax, ég er hávaxin og rauöhærð." Það stóð heima, um leiö og hann sá hana birtast var hann þess fullviss að þetta væri Guðmunda, það var eitthvað íslenskt við útlitið. „Ég er að reyna aö sam- ræma þetta tvennt - að læra frönskuna og vinna fyrir mér með fyrirsætustörfum," sagði Guðmunda þegar hún var spurð að því i hvaða erindum hún hefði upphaflega komiö til Parísar. Hún hefur haft tölu- vert að gera og hefur ekki látið hugfallast við svolítið mótlæti fyrst í stað. „Ég er komin í samband við fjóra umboðs- aðila sem sjá um öflun verk- efna fyrir mig.“ Aðspurð um reynslu hennar af fyrirsætustörfum áður en hún hélt utan kvaðst hún síður en svo vera mikið skóluð í greininni þar eð hún hefði ekki starfaö nema stutt á þessu sviði heima og þá til að fá vasapening á meðan hún var í skólanum. „Ég kom til Parísar fyrst og fremst vegna þess að mig langaöi til aö læra frönsku eftir stúdentsprófið, sem ég lauk frá Verzlunarskóla ís- lands í fyrra. Námið sat i fyrir- rúmi en ég fékk tækifæri upp í hendurnar sem ég gat ekki sleppt og þar með fór boltinn að rúlla. Fljótlega eftir að ég kom hingað heimsótti ég eina stofu til gamans, án þess að hafa með mér eina einustu mynd af mér. Þeim leist svo vel á mig að þeir sendu mig strax til Ijósmyndara. En ég er svo nýbyrjuð hérna að ég er enn i því að ganga á milli stofa til að kynna mig og sýna myndamöppuna mína sem ég er alltaf með undir hendinni. Þessi viöleitni hefur gengið prýðilega og ég get ekki sagt annað en ég hafi fengið góðar viðtökur víðast hvar." EKKI TIL FRAMBÚÐAR „Mér finnst fyrirsætustarfið þrælspennandi, eins og er að minnsta kosti. Ég ætla samt ekki að gera þetta til frambúð- ar, það er eitt sem vist er. Ef ég verð leið á því sem ég er að gera hér þá fer ég bara heim aftur. Ég held reyndar að það sé ekki hægt að verða leiður á París. Ég hafði aldrei komið hingað áður og þvi er ég í óðaönn að kynnast borginni eftir því sem ég het tima til. Mér þykir til dæmis götulífið al- veg æðislegt og hef gaman af að sitja á kaffihúsum og virða fyrir mér mannlífið úti á gang- stéttinni. Ég hef mikið gert að því að ganga ein um stræti og torg til þess að kynnast sem flestu upp á eigin spýtur." - Ráðleggur þú ungum stúlkum í fyrirsætustörfum heima aö freista gæfunnar í París? „Já, endilega. Þær hafa gott og gaman af þvi að prófa þetta en þær þurfa auðvitað ekki að vera í þessu alla ævi. Ef þær fá tækifæri þá ættu þær að grípa það.“ - Virðast þér Parísarbúar betur klæddir en þú átt að venjast aö heiman? „Nei, alls ekki. Mér finnst fólk bara yfirleitt best klætt á íslandi. Þó svo að tískan hverju sinni eigi uppruna sinn að hluta til hér í París er það ekki svo að allir klæði sig eftir henni. Hér eru allar tegundir af fólki og engir tveir klæöa sig eins.“ - Er erfiðleikum háð að koma sér inn i hið svokallaða „kerfi" hér? „Já, að mörgu leyti. Ég var til dæmis mánuðum saman að reyna að fá að stofna banka- reikning. Mér var loks sagt að ef slikt ætti að ganga þyrfti ég að hafa búið hér í aö minnsta kosti tíu ár og hafa að jafnaði tíu þúsund franka í mánaðar- laun. Það var ekki fyrr en Al- bert Guðmundsson sendi- herra kom til skjalanna að mál- ið leystist farsællega og banka- reikningurinn var stofnaður. Það væri synd að segja aö Frakkar væru gæddir mikilli þjónustulund, ég tala nú ekki um ef sá sem i hlut á talar ekki málið almennilega." .□ 40 VIKAN 10. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.