Vikan - 14.05.1992, Page 43
Nína Gauta býr við
Babýlongötu i heims-
borginni París, á góð-
um stað ekki langt frá hinu
svokallaða Latínuhverfi. íbúð-
in er á fjórðu hæð en vinnu-
stofan á hæðinni fyrir ofan. í
sama húsi er pínulítill mat-
sölustaöur þar sem lágvaxin,
öldruð kona ræður ríkjum. Við
Nína höfðum ákveðið að hitt-
ast þar og ræða málin yfir léttri
máltíð og kaffibolla. Hún
kvaðst ekki vera vön blaða-
mönnum og í raun væri hún
hálfsmeyk við að láta hafa
eitthvað eftir sér. Hún sagðist
samt vera reiðubúin til að
spjalla við mig smástund ef við
hefðum þetta óformlegt.
Hún er þekkt undir nafninu
Nína Gauta enda er Frökkum
tamara að sleppa -dóttir, sem
reynist erlendum þjóðum
ávallt mikill tungubrjótur. Hún
hefur fengist við myndlist síð-
an á unglingsaldri og undan-
farin ár hefur hún verið að
skapa sér nafn í listaheimin-
um, bæði hér heima og er-
lendis. Hún hefur ekki alltaf
farið troðnar slóðir í list sinni,
hefur málað mikið abstrakt,
unnið verk í leður í Afriku þar
sem hún bjó um skeið og fund-
ið upp á ýmsu á ferlinum. Hún
er gædd ríku ímyndunarafli
sem hefur knúið hana áfram af
miklum krafti.
Þegar komið er inn á litla
veitingastaðinn er hann stapp-
fullur af fólki. Reyndar rúmast
ekki nema um fimmtán manns
við borðin. Einhverjir stóðu á
milli borða og bars og virtust
bíða þess að hinir sitjandi lykju
við matinn sinn, fáeinir stóðu
upp við barinn. Þar á meðal
var rauðhærð, svipmikil kona
- Nína Gauta. „Við verðum að
10. TBL.1992 VIKAN 43