Vikan


Vikan - 14.05.1992, Síða 45

Vikan - 14.05.1992, Síða 45
tilfinninguna aö ég eigi ekki neitt eftir þegar ég kem aftur út til Parísar. Ég er rórri ef ég á svona 30-40 myndir sem hugsanlega gætu verið uppi- staða að heilli sýningu." - Þú reynir ekki að nota tækifærið árlega til að sýna myndirnar þínar á meðan þú ert heimá í fríi? „Best þykir mér að geta ver- ið í fríi allar þær sex vikur sem ég er á íslandi á sumrin. Mað- ur er alltaf undir álagi þegar sýning er í bígerð og á meðan hún stendur yfir. Á vissan hátt er þetta eins og að fara í próf - skrekkur á undan, tauga- spenna meðan það stendur yfir, þó fyrst og fremst vegna opnunarinnar og síðan gagn- rýninnar í blöðunum daginn eftir. Loks er svo léttirinn sem kemur yfir mann þegar allt er afstaðið." ALBERT OG NÍNA HJÁ EVRÓPURÁÐINU I bæ nokkrum í nágrenni Par- ísar stóð yfir sýning á verkum Nínu í tilefni af umfangsmikilli íslandskynningu. Sýningin var byggð á landslagsmyndum - og að því er virtist voru þær óður til islenskrar náttúru, þó ekki sæjust beinar fyrirmyndir að hverri einstakri. Nína er spurð hvort ísland sé að sækja á sem yrkisefni. „Sennilega er landslagið ís- lenskt en ég hafði ekki neinar sérstakar fyrirmyndir að hverju verki. Þetta kom mjög á óvart því fram að þessu hef ég aðal- lega málað abstrakt. Ég trúði þessu varla sjálf þegar ég sá hvað úr penslinum kom. Reyndar gerðist þetta ekki í einni svipan. Ég fór svolítið að hugsa mig um eftir sýninguna á ísafirði í fyrra en hún var í og með undirbúin með Vestfirð- ina í huga þó það væri fyrst og fremst táknrænt. Ég var fengin til að hafa sýn- ingu í húsakynnum Evrópu- ráösins í Strassbourg í febrúar síðastliönum. Ég hugsaði lengi um hvað ég ætti aö sýna þar og hvort verkin ættu aö mótast á einhvern hátt af til- efninu. Úr varð aö ég gerði eina mynd fyrir hvert land. Þær eru allar jafnstórar en í hverri og einni eiga aö koma fram einkenni lands eöa þjóöar. Myndirnar eru síðan málaðar undir ákveðnum áhrifum, hver og ein eftir þeim innblæstri sem ég fékk þegar ég ímynd- aði mér sérhvert land. Það var Albert Guðmunds- son, sendiherra íslands í Par- ís og hjá Evrópuráðinu, sem kom meö þessa hugmynd og spurði mig i fyrrasumar hvað ég þyrfti langan tíma til að undirbúa mig. Hann bar hug- mynd sína undir ráðherra- nefndina og hún kaus um þaö hvort halda skyldi sýninguna eða ekki. Tillagan var sam- þykkt og nú er það svo að listamenn bíða í röðum eftir því að fá að sýna þarna í aöal- stöðvum Evrópuráðsins, en sýningin mín var sú fyrsta. Engum hafði dottið þetta í hug fyrr en Albert reið á vaðið. Sýningin tókst mjög vel og fólk var hrifið af hugmyndinni. Gestirnir við opnunina voru að sjálfsögðu hvaðanæva frá löndum Evrópuráðsins og meira að segja kvaddi Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra sér hljóðs. Hann hafði „Ég er búin að vera hér í um tuttugu ór en ég trúi því varla þvi mér finnst eins og ég hafi komið hingað i gær. Ég ætlaði aldrei að fara hingað til að setjast að, heldur aðeins til að læra svolítið í frönsku." verið í Kaupmannahöfn en lagði lykkju á leið sína af þessu tilefni. Forseti ráðsins hélt aftur á móti sjálfa opnun- arræðuna og lauk máli sínu með því að skora á viðstadda að reyna nú að finna löndin sín. Það var afar mismunandi hversu fundvíst fólk var en mörgum tókst að koma auga á einkenni lands og þjóðar eins og þau höföu komið mér fyrir sjónir þegar ég málaði mynd- irnar. Fólk kom til mín og spjaliaði viö mig. Flestir voru afar já- kvæðir en Bretarnir lýstu yfir sérstakri óánægju með mynd- ina af þeirra landi. Það var mjög skemmtilegt að ræða viö allt þetta fólk. Þetta var ekki sölusýning því myndirnar héngu bara þarna án þess að einhver sæti yfir þeim. Ég fékk hins vegar fjölmörg nafnspjöld upp úr krafsinu, frá fólki sem ef til vill hefur samband við mig síðar. Þegar loks sýningin, sem nú stendur yfir, kom til varð ár- angurinn þessi - íslenskt landslag eins og það kom mér fyrir hugskotssjónir á meðan verkið stóð yfir, fjöll og firnindi, jöklar, hraun og grjót. Ég fór ásamt fjölskyldu minni í heljarmikið ferðalag um ísland 1 góða veðrinu i fyrrasumar en þá hafði ég ekki farið neitt í tíu ár, á meöan börnin voru litil. Við vorum tólf daga í ferðinni og fórum mjög víða. Ég var stjörf allan tímann, þetta var yndislegt. Við fórum til dæmis um Snæ- fellsnesiö og norður í Mývatns- sveit, suöur Kjöl, í Kerlingar- fjöll og síðan Landmannalaug- ar og þarfram eftirgötunum." KJARVAL OG PICASSO - Hvaða málarar hafa þér þótt merkastir og hafa jafnvel haft áhrif á þig? „Þeir eru nú svo margir en ætli Kjarval sé ekki sá íslend- ingur sem ég hef verið hrifnust af. Hvað erlendu málarana varðar get ég nefnt Picasso vegna þess hversu breiddin og fjölbreytnin hjá honum er mikil, hann óð úr einu í annað. Hann hefur verið gæddur óskaplega mikilli sköpunar- gleði og krafti. Auðvitað er ég mjög hrifin af landa okkar hér, Erró. Ég hef mjög gaman af allri nútímalist og þreytist til dæmis aldrei á því aö ganga um sali Pompidou-safnsins." - Hvernig er að vera lista- maður í París og þurfa að lifa af listinni? „Salan er óregluleg en ég hef verið ódugleg við að koma mér á framfæri. Reyndar fékk ég mér umboðsmann fyrir nokkru til þess að koma þess- um málum á einhvern rekspöl. Kynningarstarfið er tímafrekt, auk þess sem það á ekki við mig. Sambönd við rétta aðila eru ákaflega mikilvæg hér í París og auðvitað þarf maður líka að hafa svolitla heppni með í spilinu." - Hefur þú mikiö samband við listafólk? „Ég er ekki í neinni lista- mannaklíku eða „elítu" enda er ég ekki ein af þeim sem eru „in“ um þessar mundir. Ég umgengst marga af skóla- félögum mínum frá námsárun- um, þá sem búa hér og eru að vinna við listina, þó þeir kannski vinni önnur störf með Með börn- um sínum og hins franska eiginmanns síns, Ant- oine Merc- ier. Ásta heldur á litlu systur sinni, Freyju, og við hliðina á þeim situr Smári. 10. TBL. 1992 VIKAN 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.