Vikan


Vikan - 14.05.1992, Síða 50

Vikan - 14.05.1992, Síða 50
F R Á N O R R Æ N U K V I K M Y N D A H Á r í Ð I N N I í R Ú Ð U B O R G KVIKMYNDIR UR KULDANUM 8 o co 'ZD u_ o > .ti o; CD o; © 'o; CD co aö er ekki laust viö að um mann hríslist þjóöernishrollur í myrkrinu þegar sýningin á kvikmyndinni Börn náttúrunnar hefst. Salurínn er troö- fullur af frönskum áhorfendum, kliðurinn deyr smám saman út og töfrar kvikmynd- arinnar taka viö. Aö lokinni sýningunni klappa áhorfendur hrifnir og hella forvitnir spurningum yfir leikstjóra og aðalleikkonu sem eru viðstödd sýninguna. Þau Friörik Þór Friöriksson og Sigríður Hagalín svara fyrirspurnum gestanna góöfúslega, með þeirri leiftrandi kímni sem einkennir þau bæöi. Við erum stödd á Norrænu kvikmynda- hátíöinni í Rúöuborg, sem haldin er fimmta árið í röö. Þaö eru tíu kvikmyndir í samkeppni um sjö verölaun. Af þeim eru tvær íslenskar, Ryö, kvikmynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, sem fær verðlaunin sem dómnefnd menntaskólanema á kvik- myndabraut veitir og Börn náttúrunnar, kvikmynd Friöriks Þórs, sem fær verðlaun kvikmyndahúsa i Vestur-Frakklandi og svo kannski merkustu verölaunin, besta kvikmyndin aö mati áhorfenda. Þrenn verðlaun af sjö verður aö teljast ágætur árangur fyrir íslenska kvikmyndagerö, sérstaklega þegar litiö er á gæði hinna kvikmyndanna sem tóku þátt í samkeppn- inni. Aöalverölaunin falla í skaut Dana, fyrir kvikmyndina Den store badedag sem fjallaö verður um sérstaklega hér á eftir. Sænski leikarinn Stellan Skarsgard fær verðlaun fyrir bestan leik karla í kvik- myndinni God afton Herr Wallenberg (Gott kvöld herra Wallenberg) en hún fjall- ar um tvær síðustu vikurnar í lífi sænska diplómatsins Raoul Wallenberg. Hann bjargaöi þúsundum gyöinga í Búdapest á síöustu vikum stríðsins, áöur en hann hvarf sporlaust sjálfur. Margarita Terek- hova var valin besta leikkonan i hlutverki sínu í eistnesku kvikmyndinni Ainult hull- udele ehk halastajaode (Aðeins fyrir brjá- læöinga) sem Arvo Iho leikstýrði. Hún fjallar um hjúkrunarkonu á besta aldri sem huggar „geösjúkling" og er refsað fyrir. Finnska kvikmyndin Zombie I leikstjórn Mika Kaurismaki fékk fjölmiðlaverðlaunin. Hún fjallar um mann sem er svo langt leiddur aö hann hefur ekki einu sinni kjark til aö kála sér og ræöur sér morðingja. Þaö getur verið snúiö ef maður skiptir síö- an um skoðun. Mika er bróöir Aki Kaur- ismaki sem er mjög vinsæll kvikmynda- gerðarmaöur í Frakklandi og víðar og á verölaunaafhendingunni var frumsýnd nýjasta kvikmynd Aki, La vie de bohéme (Líf bóhema) sem hann geröi í Frakkl- andi. Myndin átti aö vera fyndin en daginn áöur en kvikmyndataka hófst dó faðir þeirra bræöra og litar sorgin kvikmyndina. Á hátíöinni gafst ekki aðeins kostur á aö skoöa þaö nýjasta í norrænni kvik- myndagerð, í allt voru þar um áttatíu gamlar og nýjar kvikmyndir frá Norður- löndunum og Eystrasaltslöndunum. Lett- ar voru með tíu kvikmyndir Eisensteins í farteskinu en hann var frá Riga. Lettar komu einnig meö það besta úr sinni kvik- myndasögu, hægt var aö sjá kvikmyndir meö Ingrid Bergman sem geröar voru í Svíþjóö áöur en hún varö heimsfræg, norskar hasarmyndir, danskar myndir geröar af áhugamönnum, stuttmyndir frá öllum Noröurlöndunum og síðast en ekki síst var hátíðin aö þessu sinni tileinkuö íslandi. Sýnt var úrval íslenskra kvikmynda frá árinu 1923, tvær franskar sígildar myndir um “Pecheur d’lslande", byggöar á sögu Pierre Loti um frönsku sjómennina, átta kvikmyndir frá íslenska vorinu í kvik- myndagerð til ársins 1988 og stuttmynd- irnar Vestmannaeyjar eftir Sólveigu An- spach og Ókunn dufl eftir Sigurbjörn Aöal- steinsson. Þá eru aörar listgreinar farnar aö blómstra í skjóli kvikmyndahátíðarinn- ar, í ár var haldin stór og mikil Ijósmynda- Frá hinni fornu Rúðuborg. Verðlaunahafar í Rúðuborg ásamt Isabellu Duault framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Lárus Ymir er annar frá vinstri, Sigríður Hagalín i miðið og Friðrik Þór lengt til hægri. 50 VIKAN 10.TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.