Vikan


Vikan - 14.05.1992, Síða 51

Vikan - 14.05.1992, Síða 51
sýning tileinkuð frönsku sjómönnunum við íslandsstrendur. Myndirnar voru fengnar að láni frá Ljósmyndasafninu í Reykjavík og Paimpol á Bretagneskaga. Elín Pálmadóttir, rithöfundur og blaða- maður, sat fyrir svörum um þetta tímabil í sögu landanna og Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður sat fyrir svörum um íslenska kvikmyndagerð. Flugleiðir styrktu hátíðina og gáfu flugmiða til að ís- lenskir gestir yrðu þar viðstaddir og kynntu um leið útgáfu á stórkostlegum ís- landsmyndum Pierre Ferrenbach sem er þekktur franskur Ijósmyndari. Myndarleg íslandskynning, fimmta Norræna kvik- myndahátíðin í Rúðuborg. „Hugmyndin aö norrænni kvik mynda- hátíð í Rúðuborg kviknaði fyrst árið 1985,“ segir Isabelle Duault, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Samstarfs- menn hennar kalla hana Isabellu sjokk vegna þeirrar starfsgleði sem einkennir hana. „Við Jean-Michel Mongredien, sem er forseti hátíðarinnar, feröuðumst mikið um Norðurlönd á árum áður. Móðir min er norsk og Jean-Michel er kvikmyndagerð- armaður svo við leituðum uppi kvikmyndir á ferðalögunum. Við fundum stórkostleg- ar kvikmyndaperlur og vorum undrandi á því hvaö þessar kvikmyndir hafa sést lítiö, nema einstaka mynd á kvikmynda- hátíðum þar sem þær drukkna i mergð- inni. Við fengum þvi áhuga á að reyna aö kynna þessar myndir og þrátt fyrir allt svartsýnishjal þeirra sem við leituðum til tókst okkur að ýta fyrstu kvikmyndahátíð- inni úr vör 1987. Við fengum stuðning frá borginni, sveit- arstjórninni og menntamálaráðuneytinu, að ógleymdum einkaaðilum eins og til dæmis timaritinu Télérama og stórfyrir- tækinu FNAC. Þá fáum við stuðning frá löndunum sjálfum. Svona hátíð er mjög dýr. Sem dæmi má nefna að kostnaður- inn við að setja franska skýringartexta á kvikmyndirnar er um fjögur hundruð þús- und frankar (fjórar milljónir islenskra króna) en sem betur fer hefur Norræna ráðherranefndin styrkt þá vinnu síðastlið- Saint-Maclou kirkja i Rúðuborg. in tvö ár. Við styrkjum kvikmyndagerðar- mennina til að setja franska skýringar- texta á eitt eintak af kvikmynd og verður eintakið þeirra eign. Þannig er möguleiki að dreifa myndinni í frönskumælandi landi og einnig að sýna hana á einhverri þeirra tvö hundruð hátíða sem haldnar eru í Frakklandi á ári hverju. Norræna kvikmyndahátíðin er ung, aö- eins fimm ára, en er þegar farin aö festa rætur í frönsku menningarlífi. Á þá fyrstu komu tíu þúsund áhorfendur en á þessa komu tæplega fjörutíu þúsund gestir. Af þeim eru æ fleiri dreifingaraðilar, bæði er- lendir og franskir og það hafa aldrei verið jafnmargir fréttamenn. Við höldum ótrauð áfram og einhvern tíma fljótlega langar okkur að tileinka nóbelsskáldinu ykkar, Halldóri Laxness, sess á hátíðinni. Einnig höfum við áhuga á að kynna íslenska nú- timamyndlist. Það er svo margt sem hægt er að gera!“ DANSKUR HEIÐURSGESTUR Heiðursgesturinn á hátíðinni var einn þekktasti kvikmyndagerðarmaður Dana, Henning Carlsen. Hann hóf feril sinn með gerð heimildamynda og í fyrstu leiknu kvikmyndinni hans, Dilemma (í klemmu), sem hann gerði 1962, fléttast saman leiknar senur og mannlífsmyndir frá Suð- ur-Afríku. Þá telst kvikmynd hans Katt- orna (Kettirnir), sem byggð er á sögu Finnans Walentin Chorell, vera eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Carlsen er þó sennilega þekktastur fyrir kvikmyndina Sultur sem hann gerði upp úr samnefndu meistaraverki Knut Hamsun. Per Oscarson fékk verðlaun fyr- ir bestan leik karla á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1966 fyrir leik sinn i þeirri mynd. „Mér finnst enginn sérstakur munur á heimildamyndum og leiknum kvikmynd- um nú orðið, nema því sem viðkemur framleiðslunni," segir Carlsen. „Þegar ég var ungur vann ég með þekktum mönnum í heimildamyndagerð, svo sem Theodor Christiansen sem ég dáði mikið. Þá hafði ég á tilfinningunni að við værum einhvern veginn nær sannleikanum heldur en þeir sem gerðu leiknar kvikmyndir. Ég geröi mér þó fljótt grein fyrir þvi að kvikmynda- gerðarmaðurinn kemur tilfinningum sín- um og skoöunum á framfæri í báðum til- vikum, sérstaklega ef hann er gáfaður. Ef hann gerir það ekki er hann bara frétta- maður, ekki að það sé neitt lélegra heldur er það einfaldlega öðruvísi vinna. Frétta- maður fer stundum í mörg mál á dag og umfjöllun hans verður alltaf yfirborðs- kennd. Sá sem ætlar til dæmis að gera kvikmynd um líf innfluttra verkamanna í Suður-Frakklandi verður að lifa meðal þeirra til að þekkja viðfangsefnið. Þá skiptir engu máli hvort ætlunin er að gera leikna mynd eöa heimildamynd. Leikin mynd er meira að segja oft nær sann- leikanum en heimildamynd, ef hún lýsir raunverulegum tilfinningum. Ég hef oft verið spurður að því af hverju ég geri svona margar myndir erlendis en ekki í Danmörku. Kannski er það vegna þess aö ég sé ýmislegt í öðrum löndum sem innfæddir sjá ekki. Glöggt er gests Ur dönsku kvikmyndinni ..Den store badedag' lanei
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.