Vikan


Vikan - 14.05.1992, Page 54

Vikan - 14.05.1992, Page 54
TEXTI OG LJÓSM,: JÓHANN GUÐNI REYNISSON ... og svo hella! Dómarar úr yfirdómnefnd fylgjast gaumgæfilega með að allir fari að settum reglum. A myndinni til vinstri er Hafdís Gunnarsdóttir frá Hótel Islandi en hún hlaut Grand Prix verðlaun keppninnar. ► Fórnar- lömb háð- fugla þegja oftar en ekki þunnu hljóði eins og þessi olanssami hrútur. Barþjónarnir hristu drykkina eins og fram úr erminni að hætti töframanna þegar íslandsmeist- arakeppni Barþjónaklúbbs íslands fór fram á Hótel Sögu. Baksviðs ríkti skemmtilegur andi þegar barþjón- arnir voru að undirbúa sig fyrir keppnina. Undir- búningurinn fólst meðal annars í því að útbúa skreytingar drykkjanna. vinningum sínum. Honum er úthlutað meðal annars sverði, horni og bikar svo eitthvað sé nefnt. Ekki var að sökum að spyrja þegar umboðs- menn áfengra sem ó- áfengra veiga hófu að kynna vöru sína fyrir áhugafólki á Hótel Sögu nú nýverið. Þannig hófst dagskráin á kokkteil- keppni barþjóna á því að allir sem vettlingi gátu valdið og vildu fengu smakk af bjór, létt- um vínum og sterkum, kon- íaki, vískíi og hauskúpu- drykknum sem nú er hvað um- deildastur í Bandaríkjunum, Svarta dauða. Vel flestir létu ekki segja sér það tvisvar þegar veigarnar tóku að streyma í glösin og margar kverkarnar fengu þar velkomna vætu. Þegar menn höfðu svo sopið nægju sína var stefnan tekin á Súlnasal þar sem við tók vönduð dagskrá skemmtiatriða og keppni. Gys bræöur fóru á kostum að loknu borðhaldi og var það mál manna - en að- sóknarmet var nú sett á þess- ari keppni sem haldin hefur verið meö þessu sniði frá árinu 1978 - að þar færi landslið ís- lenskra grínara enda rjómi Spaugstofunnar á ferð ásamt hinum ómissandi fjölpersónu- leika, Þórhalli „Ladda“ Sigurðssyni. 54 VIKAN 10. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.