Vikan


Vikan - 14.05.1992, Síða 56

Vikan - 14.05.1992, Síða 56
BAR ÞJÓNAR A Bros- mildar snótir gengu glaðbeittar um og kynntu drykkinn sem um- búða sinna vegna hef- ur hrist upp í Banda- ríkjamönn- um. ► Hluti yfirdóm- nefndar við verðlauna- gripina glæsilegu en sigur- vegarinn er til dæmis „sleginn“ með sverð- inu. T Hér má sjá hluta þeirra bar- þjóna sem þátt tóku í keppninni. GYS OG FLEIRA Þeir „bræður" tóku marga grínbyltuna á sviðinu en fleiri byltingar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Vinstúku- starfsmenn, sem eru félagar í Barþjónaklúbbi íslands, minn- ast sérstaklega þeirrar kú- vendingar sem átti sér stað fyrir skömmu, miðað við aldur áfengis að minnsta kosti, þeg- ar konur tóku að streyma inn í stéttina af þvílíkum krafti að karlaklúbburinn varð að lúta í lægra haldi. Nú eru konurnar rétt tæþur helmingur þeirra sem eru í félaginu. Kynjaskiþt- ingin kom líka berlega í Ijós þegar allir keppendurnir höfðu raðað sér upp á sviðinu áður en keppnin hófst. Kokkteilkeppni fer þannig fram að keppendur fara afsíð- is og taka til þau vinföng sem nauðsynleg eru ásamt öörum drykkjum og skreytingum. Þetta er síðan borið fram, upp á sviðið nánar tiltekið, og Plandað fyrir framan áhorfend- ur. Að því loknu eru drykkirnir bornir fyrir fjölskipaða dóm- nefnd sem dregin hefur verið afsíðis. Dómarar þessirdæma síðan drykkina eftir útliti og bragði, útfylla þar til gerö eyðublöð og skila þeim til yfir- dómnefndar sem skipuð er valinkunnum mönnum úr veit- ingarekstrinum. Sá drykkur sem dómnefndirnar tvær verða ásáttar um að þær myndu vilja eiga hvað mest saman við að sælda er síðan fulltrúi sigurvegarans. í þriðja sæti í keppni þessari varð Vilhelm Norðfjörð en hann starfar á Gauki á Stöng, í öðru sæti varð Bárður Guð- mundsson í Perlunni og það var einnig barþjónn af Perlunni sem blandaði besta kokkteil- inn að mati dómaranna og hann heitir Þorkell Erics- son. Sérstök Grand Prix verð- laun hlaut Hafdís Gunnars- dóttir, Hótel íslandi. Þau verö- laun eru veitt þeim keppanda sem notar Finlandia vodka í keppnisdrykk sinn og er það umboðsaðili vodkans hér á landi sem verðlaunin veitir. Það gekk töluvert á þegar barþjónar hristu drykki sína og skóku í Súlnasal eins og sjá má af myndunum. Yfirdóm- nefndarmenn fylgdust grannt með að í hvívetna væri farið að alþjóðlegum reglum sem gilda um það hvernig drykkirn- ir eru blandaðir og hvað er not- að í þá en það er ýmsum tak- mörkunum háð. Til dæmis má ekki nota fleiri en sex sentílítra áfengis í hvern drykk og í hvern og einn má ekki nota fleiri en fimm efnishluta. Fyrir þá sem hyggjast auka veg og vanda kokkteila í lífi sínu má taka fram að yfirleitt er ráöleg- ast að drekka þá vel kælda fljótlega eftir blöndun. Þá eru þeir ferskir og Ijúfir. □ fallega bakinu - ef til vill ætti það aö snúa fram eða ég að ganga afturábak þegar ég er í honum - já, um leið og ég kvaddi börnin til að fara á feg- urðarsamkeppnina báðu þau mig um að vinka ekki til þeirra ef tekin yrði mynd af mér svona óvart sem hátíðargesti. Þarna sátu þau og minntu mömmu á að haga sér vel en vissu líka mætavel að mamma gerir eins og henni sýnist og tekur svo bara afleiðingunum eins og vera ber. Auðvitaö hefði ég bara vinkað eða sent merki og það vissu þau en vildu draga úr því ef kostur væri. Myndavélarnar beindust ekki að gestunum í þetta sinn svo ég verð að bíða með merkið mitt. Eftir skemmtilegt kvöld hugsaði ég með sjálfri mér að allar stúlkurnar væru sigurveg- arar, ekki síst þær sem unnu ekki því þær sýndu hugrekki. Og við sem aldrei komumst með litlu tána í svona keppni erum allar ofboðlitlir sigurveg- arar, hver í sínum flokki sem geymir eitt litið konuhjarta. TIL ÞÍN Ég elska rigninguna franskar bíómyndir haustlitina 09 þig elska vorid ilm af gulum rósum hlátur líka þig. Ég elska nóttina vind í dökku hári augnablikið alltaf þig. Það er tvennt sem ég vissi að ég myndi ekki verða þegar ég var ung, fegurðardrottning, of stutt til hnésins, og flugfreyja, einn- ig of stutt til hnésins. í gamla daga eða fyrir 25 árum var eig- inlega samasemmerki milli þessara tveggja vinsælu greina og voru báðar eftirsótt- ar. í 25 ár hef ég ætlað að mæta á fegurðarsamkeppni hér heima og dást að stúlkun- um. Alltaf sett mig vel inn í ættartölu þeirra og gert mínar eigin ályktanir því þótt ég hafi haft smávegis vankanta, sem gerðu það að verkum að ekki gæti ég mætt til leiks, hefur mér alltaf fundist gaman að þessu uppátæki. Eftir að hafa dvalið á Hótel Örk í tvær nætur við heilsu- samlegt líferni, grænmetis- neyslu, vatnsþamb og jóga- leikfimi, sem ég þurfti ekki annað en hugsa um, þá fékk ég nóg. Já, eftir að hafa látið litlu kampavínsflöskuna ósnerta í minibarnum varð ég að rétta mig við svo ég bæri ekki var- anlegan skaða af dvölinni. Ég dreif mig á fegurðarsam- keppnina. Ég hugsaði líka þannig að ef synir mínir hefðu orðið stelpur væri ég hugsan- lega stolt móðir í salnum svo eigiiilega var mér málið skylt, átti auðvelt með að samgleðj- ast foreldrum stúlknanna á slíkri stundu. Stundum finnst mér það eina sem skiptir máli vera börnin og það að vera ofurlítið hamingjusamur og munaðar- fullur stöku sinnum. Þegar ég var á leið út úr húsinu eftir að hafa straujað heimasaumaða kjólinn með ANNA S. BJÖRNSDÓTÍIR SKRIFAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.