Vikan


Vikan - 14.05.1992, Síða 59

Vikan - 14.05.1992, Síða 59
HÖFUNDUR / MYNDSKREYTING: DÓRA MAGNÚSDÓTTIR Hann hló, beintframan í mig þegar ég byrjaöi aö segja honum hvað hefði hrjáö mig. Veikindi mömmu þegar ég var lítil, hvernig þau höfðu haft áhrif á viökvæma barnssálina, hvernig ég ætlaði aö hjálpa til meö því aö fara og selja nýja hraðsuðu- ketilinn sem amma haföi gef- iö mömmu þegar hún kom frá Danmörku. Honum fannst þaö bara fyndiö aö ég skyldi hafa fariö, fimm ára gömul, út í bak- arí meö hraðsuðuketil, sem þar aö auki var afmælisgjöf til mömmu, I skiptum fyrir fimm brauð og þrjá litra af mjólk og helst eitthvaö af vínarbrauði ef þaö væri hægt. Og hann hló og mér fannst hann hafa alltof mikið af tönnum. Ég haföi ekki tekið eftir því áöur. „Ég má ekki klikka núna, ég verö aö vera svöl og láta ná- kvæmlega eins og ég hafi ekki tekið eftir þessum kuldalegu viöbrögöum, tönnunum og öllu,“ hugsaði ég vegna viö- bragöa þessa hræöilega manns og á einhvern hátt var ég alveg í því aö láta þessi kaldranalegu viöbrögö hans ekki koma mér á óvart. „Nei, hann gat ekki vafið mér um fingur sér, ég stend alveg klár aö þessum manni." Viö stóöum fyrir utan Gauk- inn og skulfum í rigningunni. Mér fannst ég hlyti aö vera meö maskara niöur á kinnar, þrátt fyrir aö ég hefði spurt Geröi hundrað sinnum hvort ég væri í lagi. Hún stóö rétt viö hliðina á mér og virtist vera aö gera upp allt sitt lífshlaup, ásamt öllum dapurlegum at- vikum í æsku, viö Ása sem stóö þarna jafnaulalegur og fyrr, eins og hengdur upp á herðatré. „Hár og grannur." Jú, jú, Geröur, en þú gleymdir aö bæta viö „... og aulaleg- ur“. „Uppgjörskvöld i kvöld, uppgjörsnótt i nótt,“ hugsaði ég en sagði: „Væri þaö ekki hreint sérlega snjöll hugmynd að ganga niður á Tjörn og fylgjast meö hvernig fram- kvæmdum á Náöhúsi Reyk- víkinga miðar? Ég brosti, með brostiö hjarta, hann hlyti aö játa... eftir allt í sumar... Ég fór hratt í huganum yfir allt sem gerst haföi í sumar á milli okkar eins og ég væri aö fletta í efnisyfirliti. Nöfn á atburöurn. an þess aö skynja atburðinal sjálfa. Hann hlyti aS; jánka . .. hann hlyti aö inka .. .|ann hlyti aö jánka. Ef fianþ er manr^^^' hann aö minnsta' „Ha . .. niðura veit okki. r Hann leit í kringum sig eins og til aö leita eftir einhverju. Kannski einhverjum sem myndi sjá hann fara niður á Tjörn með mér. Kannski aö þessari... gömlu, asnalegu, hjólbeinóttu viö barinn meö strípurnar. Vá, hvaö er aö gerast? Skammast hann sín fyrir mig eftir allt? Er ég kannski meö maskara niður á kinnar? Djöfuls padda, hræsn- ari, svin. Ég vissi að hann vildi koma í göngutúr, vissi að hann væri aö bíöa eftir að ég stigi fyrsta skrefið, vissi að ég ætlaði ekki að stíga fyrsta skrefið en mundi láta mig hafa þaö. Ég vildi binda endahnút á þessar aumkunarverðu og til- geröarlegu umræður sem höfðu byrjaö milli ferða á bar- inn í kvöld. „Ja, þaö mætti svo sem reyna það.“ Hann svaraöi eins og ég heföi verið að bjóöa honum pulsu. Fjúkk! Eins gott. Ég heföi brjálast ef hann heföi sagt: „Nei... veistu ... ég er meö hausverk í maganum," eöa eitthvað álíka trúlegt. Fjúkk! Viö gengum af staö. Skyldi einhver taka eftir því að við vorum lögö af staö, Geröur kannski? Ég leit viö, fólk hélt áfram að masa og virtist ekki taka eftir okkur. Skrýtiö. Ekki einu sinni þessi með strípurn- ar. Nei, þaö er enginn aö pæla í okkur, allir með nefið í eigin nafla, eigin miöpunkti alheims- ins, eigin lífshörmungum. Skrýtið. Hann sagöi ekkert. Þaö var svo sem auðvitað. Hvaö hélt hann sig vera? Á ég endalaust aö lúffa? Ég reyndi að láta mér detta í hug allt þaö sem sniö- ugt væri aö segja aö svo stöddu. Af hverju gat hann ekki sagt eitthvað, svona einu sinni. Það var ég sem stakk upp á göngutúr niður aö Tjörn, þar með var það mín skylda aö halda uppi léttum nætur- samræðum. Ég gat svo sem þagað. Eöa hvaö? „Ég elska þig.“ Nei vá, þaö er nú einum of, hann myndi snúa við. Ég vildi aö ég væri Ingrid og hann væri Humprey, en norðlægur nlstingskaldur veruleiki blasti við, það gekk sem sagt ekki. Nei, ég yrði að prófa eitthvað meira jaröbund- iö ... Eitthvað meira eins og hann er......Hann rignir svei mér þá aldeilil rosaleg Hvílíkur andans trumlei1 Hann myndi snúa spr aö m örvilnun og ... ganga bu Kannski ekki alveg en h ndi alveg örugglega hug: hún er að reyi finna upp á umræðuefni." Ég gæti líka sagt dreymandi: „Veistu, ég hef verið að hugsa um allt í sumar...“ Nei annars, þar kem ég mér alltof beint aö efninu. Eins og fé- lagsfræðingur aö kryfja málin á samskiptalegum grundvelli einstaklinganna. „Nei, sjáðu, ég er meö þetta svakalega lykkjufall, á alveg nýjum skotheldum sokkabux- um, ég er nú meiri brussan ...“ Ég sagöi þetta. Ég heföi aldrei sagt þetta ef ég heföi eitthvað hugsað. Þörf mín til aö segja eitthvað hafði lokað á alla skynsamlega rökrétta hugsun. Ég sagöi því það fár- ánlegasta sem ég gat sagt. „Ha?“ hváði hann og leit á mig og ég leit mjög einarölega á hann eins og ég heföi einmitt ætlað aö segja þetta. Þaö er margt vitlausara en sokkabux- ur. Þó taldi ég best aö reyna ekki aö halda þessum sam- ræöum áfram. Nú var að duga eöa drepast. „Hvaö er annars aö frétta af þér?“ spyr ég eins og ekkert hafi ískorist. Hann lítur á mig og glottir. Síðan hvenær hefur þaö veriö hlægilegasta og heimskulegasta spurning aö spyrja: „Hvaö er annars aö frétta?“ Hann gæti til dæmis svarað (vingjarnlega): „Ég hef þaö alveg hreint ágætt, takk fyrir," eða (reiður): „Hvaö kom þér þaö viö eftir allt í sumar,“ eöa (hæönislega): „Jú, mig verkjar í vinstri fót,“ eöa (eins og séntilmaöur): „Jú, ágætt, en hvernig hefur þú þaö?" Þetta var sem sé ágætis spurning sem bauð upp á óteljandi svarmöguleika. Og glottandi svaraöi hann loks: „Jú, jú .. Ein ... tvær... þrjár... fjórar... fimm sekúndur. Eng- inn botn. Úff, úff. Þetta voru nú aldeilis gefandi og skemmti- legar umræður. Mig skorti beinlínis rök til að halda áfram. Við vorum komin niöur aö Tjörn. Þarna var ráðhúsiö, skrímsli úti i polli og gosbrunn- urinn úti í nóttinni eins og prinsessa með hvítt hár. Aö sjálfsögöu óö tunglið í skýjum, þannig á það aö vera. Þaö hafði stytt upp, þetta var ein af þessum hlýju, röku nóttum og loftið var tært. Það var gott aö anda því aö sér. Eins og aYj drekka kalt vatn ^ var yndislegt að drai °g hor tungliö. Hann et „Er eitthvað aö? igglega og Imér kros bregöur. „Ha ... eitthvað aö, hvað meinaröu?" „Eitthvað aö, ég meina þaö bara.“ „Þú meinar hvort ég sé þunglynd, ófrísk, meö eyöni og í alltof dýru leiguhúsnæði?“ Gott svar, þarna sló ég hann alveg út af laginu. Hvaö heldur hann aö hann sé. Karlpungur. Hann hefur örugglega verið aö velta því fyrir sér hvort hann ætti aö borga meö því. „Já, til dæmis,“ svaraði hann hugsandi. „Og hvaö ef ég játaði því.“ „Hverju?“ „Já, ég er ófrísk, þunglynd, meö eyðni og í alltof dýru leiguhúsnæöi." „Ætli þaö væri þá ekki best að athuga meö fóstureyðingu, ef málum er þannig komið.“ Ég fann hvernig gamalkunn- ur klumpur byrjaði að myndast í hálsinum og helvítiö á hon- um varnaði mér aö tala; svara fyrir mig meö einhverri and- styggilegri meinfyndni. Þvílíkt miskunnarleysi. Ég var gjör- samlega miöur mín. Gosbrunnunnn haföi breyst í örlaganorn sem óf þarna hvítan örlagavef sem mér var ætlað aö deyja i... Ég gat enn ekkert sagt. Ég sem er ekki ófrisk meö eyðni, yfirleitt ekki þunglynd (nema um helgar þegar ég vakna eftir ömurlegar Gaukshelgar) og er þar að auki í fremur ódýru húsnæöi. Ef eitthvaö er, þá er ég fremur léttlynd. Ég gat þar að auki búist viö aö fá aö vera eins lengi og ég vildi i kvist- íbúöinni. Utan frá leit allt sam- an ágætlega út en aö innan ... ég ræöi þaö ekki frekar. Mig langaði bara að vera Ingrid með Humprey úti í tunglsljósinu af því kvöldiö haföi verið hávaöasamt og gervilegt, ég var gervivingjarn- leg við gervifólk og gervi- skemmti mér ágætlega. Ég vildi þess vegna prófa eitthvert alvörugervi, áöur en ég færi heim, spældi mér egg og sannfæröi sjálfa mig um hvaö þaö væri indælt að vera ein með sjálfri mér. Ég stóö upp og gekk af staö í áttina að Vonarstræti. Kannski var von í Vonarstræti. gpegar þangað var #ég þegar klumpurim ns oröinn nógu Ég fer heim.“ „Ég geng meö ani lagöi hai óxlina á mér og |ér. Oh 10. TBL.1992 VIKAN 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.