Vikan


Vikan - 14.05.1992, Síða 60

Vikan - 14.05.1992, Síða 60
JONA RUNA KVARAN MIÐILL SVARAR BREFI FRA LESANDA Kæra Rúna! Mér finnst - þó ég viti varla hvernig - að ég eigi að skrifa þér og bæði segja þér svolítið frá reynslu minni og svo að leita hjá þér ráða og leiðsagnar ef hægt er. Ég hef fylgst með þvi sem þú ert að gera og þakka þér fyrir það. Vonandi kem ég skammlaust orðum að því sem mig langar að ræða. Ég er einn af fimm systkinum sem áttum heima i þorpi úti á landi. Foreldrar mínir voru bæði áfengissjúklingar og venjulegast var drukkið allar helgar og oft þess á milli. Það má segja að við systkinin höfum alið okkur upp að mestu sjálf. Pabbi varlíka og er pilluæta og gjörsamlega snarvitlaus undir þessum áhrifum saman. þungur og lífsleiður og langar bara að klippa á þetta allt með sjálfsvigi. Samt held ég að ég berjist áfram barnsins vegna. Hvert get ég leit- að til að fá meiri persónulega uppbyggingu? Ég sæki AA fundi en samt vil ég og þrái að vera með öðru fólki lika og þá fólki sem ekki á sömu rætur og ég. Heldur þú að það væri at- hugandi fyrir mig að læra eitthvað? Ég er frek- ar handlaginn og á mjög auðvelt með flest sem tengist smiðum og tækjum. Finnst þér ekki að þessi saga mín sé það ömurleg að hún geti kannski hjálpað einhverj- um sem er að byrja það fáránlega líf sem ég lifði en er nú hættur? Ef ég á einhverja ósk þá er hún sú að foreldrar hugsi sig tvisvar um skuli lesa þessa pistla mina og vona bara aö ég haldi þeim áhuga ykkar þangað til ég fer að lesa pistla eftir einhvern ykkar, sem alveg eins gæti orðið ef þið smám saman reisist við og eflið það besta i ykkur. Ég svara eins og alltaf áður með innsæi, hyggjuviti og reynsluþekkingu minni því sem þú spyrð um og læt jafnframt hugsanlegt fordómaleysi hafa áhrif á það annað sem ég kann að segja í svari mínu til þín og annarra í svipaðri stöðu. GALLAÐAR FYRIRMYNDIR Lýsing þín á uppvextinum er heldur nöturleg og þú bendir svo sannarlega á ákveðinn sannleik þegar þú segir okkur foreldrunum að hugsa okkur tvisvar um áður en við verðum til þess að eyðileggja lífs- möguleika barna okkar með óreglu og öðrum álíka GETA ORÐIÐ FYRIRMYNDARMENN Þegar ég var átta ára fór ég að eiga mjög erfitt með að vera i skólanum, hætti að mæta og faldi mig. Ég kynntist eidri strák sem bæði drakk og ceykti og var í innbrotum. Saman fór- um við að stela og ég síðan að reykja eitthvað um niu ára og skömmu seinna að drekka. Þeg- ar ég var um tólfára var ég orðinn mjög háður pillum sem stundum eru kallaðar „dísur" og stal þeim hvar sem ég vissi um þær, auk þess sem drykkjan jókst. Mér var komið fyrir hjá vandalausum vegna heimilisástæðna, þjófn- aða og óreglu á sjálfum mér sem vissulega samanlagt var allt til að auka vandræði min gagnvart sjálfum mér og öðrum. Mér var alls staðar ofaukið bæði heima og síðar hjá fóstur- foreldrum þannig að á endanum mátti gatan einfaldlega eiga mig. Afbrotaferill minn tengist í öllum tilvikum rugli og brjálsemi minni undir áhrifum. Ég varð alltaf að hafa nóg af pillum og víni. Ég var bú- inn að skipta um vinnu eins og aðrir um náttföt áður en ég varð sextán ára, það oft að það virt- ist vera flestum Ijóst og á endanum fékk ég ekki vinnu. Bæði var að ég leit illa út og svo hef ég kannski virkað frekar heimskur vegna þess að þegar bráði af mér var sjálfstraustið ekki mikið og ég átti sérlega erfitt með að tjá mig og á reyndar ennþá. Núna er ég búinn að fara í meðferð og er að reyna að byggja mig upp en mér finnst flestir hunsa mig. Ég á kærustu en henni finnst ömur- legt að ég skuli eiga eftir að afplána þónokkra dóma ennþá og suma frekar langa. Allt tengt eiturlyfja- og brennivínsrugli. Við eigum von á barni og það veit Guð að ekki langar mig til að ala barnið mitt upp eins og ég var alinn upp með því að velja sjálfur sömu hegðun. Ég held, Rúna, að það sé nokkuð erfitt fyrir mig að fá uppreisn. Stundum verð ég mjög áður en þeir vísvitandi eyðileggja líf barnanna sinna með alls kyns óreglu og ömurlegheitum. Ég var á vissan hátt heppinn, amma min var mjög góð við mig og kenndi mér að biðja og trúa á Jesú Krist. Ég er þó ekki í trúfélagi. Eiga sakamenn og klúðrarar eins og ég að þínu mati, Rúna, einhvern rétt á annars konar lífi efþeir myndu vilja? Heldurþú að kærastan mín yfirgefi mig með barnið af því að ég á dómana eftir? Ég hef ekkert brotið af mér i tvö ár og ekki notað neitt efni sama tíma. Þetta segir þér kannski eitthvað um mig. Eins og er vinn ég verkamannavinnu og vinn mjög mikið. Heldur þú að þegar ég dey verði mér refsað fyrir syndir mínar á jörðinni? Er alveg vist að við lifum líkamsdauðann? Hvað heldur þú að megi rekja mikið af fyrri og núverandi erfiðleikum mínum til drykkju- skapar og vandamála pabba og mömmu? Mér finnst sjálfum ég ekki vera haldinn glæpa- hneigð og á raunverulega nokkuð gott með að sjá mun á réttu og röngu, þó virðist annað vegna alls sem ég hef gerst brotlegur með. Lengi átti ég i erfiðleikum vegna þess að ég hélt að það vildi mig enginn og enginn gæti elskað mig af því að ég væri ógeðslegur af- brotamaður. Nú læt ég þetta nægja og vona, kæra Rúna, að þú verðir áfram þú. Takk fyrir allt, Sakamaður. Elskulegi sakamaður, eins og þú kýst sjálfur að kalla þig. Ég þakka þér fyrir frábært bréf og vona að slóð þess verði aldrei rakin til þín. Ég varð að stytta og breyta smávegis orðalagi þínu og persónulegum stíl vegna hættu á að þú kynnir að þekkjast. Kærar þakkir til þin frá mér fyrir góð hvatningarorð og áhuga á þvi sem ég er að gera. Auðvitað gleður það mig að guttar eins og þú ósóma. Það fer ekkert framhjá sæmilega vitibornum einstaklingum að það getur alls ekki verið rósinni til framdráttar eða aukið lífslíkur hennar - í hvaða garði sem hún á athvarf sitt - að um hana leiki stanslaust vonskuveður vinda og harðræðis. Hún myndi missa á einhvern hátt vaxtarskilyrði sín og tapa eðlislægum lit og angan og mögulega deyja. Eins er með börn og kannski allt fólk sem ætlað er að búa við hörmungar þær og vanliðan sem alltaf fylgir óreglu á heimilum sem eru aflöguð vegna þess arna. Þeir missa eitthvað. Það er í sjálfu sér mjög athugandi fyrir foreldra, sem bjóða börnunum sínum af þessum ástæðum kolómögulegar aðstæður, að átta sig á að það er siðferðislega mjög hæpið að láta það hvarfla eina mínútu að sínum ágæta huga að það boði barninu gæfu eða auki persónulegan árangur þess í sam- félagi þar sem allir verða að standa sig hvað sem tautar og raular. Við eigum sem foreldrar og uppal- endur ekki að hegða okkur á neinn þann máta að það sé líklegt til að verða börnunum okkar fjötur um fót. Reyndar er það ágæt viðmiðun í siðferðislegum samskiptum barna og foreldris að við eldri og von- andi þroskaðri einstaklingar séum ekkert aö fram- kvæma eða bauka hér og þar í þessu ágæta sam- félagi okkar allra sem börnin okkar gætu ekki horft á eða hugsanlega sameinast okkur í ef grannt er áætlað. Við sleppum þá því alpersónulegasta og miðum fremur við áhugamál og skemmtan. ÓFULLNÆGJANDI UPPVAXTARSKILYRÐI Það er alveg Ijóst að óviðunandi kærleiksvana heim- ilisaðstæður og glundroði eru ekki vettvangur þar sem líkur eru á að börn njóti sín. Mjög sennilegt er að þannig heimilisbragur komi til meö að valda mun meiri skaða en einungis tengist þeirri aflögun sem viðkemur barninu á uppvaxtarárum þess og veldur þí að viðkomandi barn á kannski ömurlega æsku. Slík uppvaxtarár eru yfirfull að sorg og sársauka og erfiðleikarnir geta hæglega fylgt því alla ævína. Þeir eru líka spennuvaldandi og niöurbrjótandi og eiga sér alfarið rætur í alröngu samskiptamynstri vand- ræða og vesens. 60 VIKAN 10. TBL.1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.