Vikan


Vikan - 14.05.1992, Síða 64

Vikan - 14.05.1992, Síða 64
HJONASKILNAÐUR SIGTRVGGUR JONSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Kæri sálfræðingur. Ég ætla ekki að lýsa í mörgum orðum aðstæðum mínum heldur koma beint að efninu. Ég og konan mín erum að skilja eftir tólf ára sambúð og eigum þrjú börn, tíu ára, sjö ára og fjögurra ára. Við erum alveg nýbúin að taka ákvörðun um skilnað og höfum verið að ræða það hvernig við getum staðið aó honum þannig að hann verði börnunum ekki allt- of erfiður. Mér datt í hug hvort þú gætir rætt almennt um þetta atriði, þar sem ég er viss um að mjög margir eru í svip- uðum sporum og við. Ég held að við séum nokkuð meðvituð um að hjálpa börnunum eins mikið og við getum en samt væri gott að fá góðar ábend- ingar. Kær kveðja, faðir. Kæri faðir. Það er ágætt að tá svona bréf sem sýnir sameiginlegan áhuga og áhyggjur foreldra af börnum sínum við skilnað. Þegar foreldrar skilja eru börn- in ætíð þolendur, þar sem for- eldrar eru gerendur og það er undir þeim komið að létta börnunum skilnaðinn eins mik- ið og hægt er. Þess vegna er það börnunum mikilvægt að foreldrarnir séu meðvitaðir um stöðu þeirra og taki á málum barnanna í stað þess að leiða vanda þeirra hjá sér. Slíkt er þó æði algengt. Það verður að viðurkennast að venjulegast er skilnaðurinn sjálfur það erf- iöur fyrir foreldrana að þeir eiga fullt í fangi með að takast á við hann og því vilja börnin oft gleymast. Oft er hægt að leita til vina og ættingja eftir aðstoð við að muna eftir börn- unum og einnig aðstoð við að hjálpa þeim beint. BÖRNIN ÞOLENDUR Það er vissulega háð aldri og persónuleika barnanna hversu sterkt þau upþlifa skilnaöinn eða eru meðvituð um hann. Fyrr eða síðar verða þau þó á einhvern hátt að gera ugp við þá staðreynd að foreldrarnir munu ekki búa saman aftur. Oft virðist þetta erfiðara fyrir börn sem ekki eiga systkini. Það er eins og það að eiga alsystkini geti bætt skaðann á einhvern hátt. Einbirni vona oft, bæði upphátt og í hljóði, að mamma og pabbi nái sam- an aftur til þess eins að geta átt annað barn, alsystkini ein- birnisins. Svo mega þau skilja. Oft verður þetta til þess að ein- birni leggjast gegn skilnaöi þó þau samþykki nauðsyn hans á skynsamlegum grundvelli eins og þeim að mamma og pabþi geti ekki búið saman af því að þau rifist svo mikið. Aðrar hugsanir, sem leita á huga barna við skilnað, eru oft tengdar ábyrgðarkennd gagn- vart foreldrunum. Oft verða foreldrar óábyrgir gagnvart sjálfum sér og öðrum við skilnað, hegða sér og fála á óábyrgan hátt og gera sjálfa sig veika í augum barnanna. Mikil rifrildi og heift, alhæfingar og stífni eru sjaldnast til þess fallin að skapa virðingu ann- Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, samskipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annað það sem lýtur að sálfræði og sálfræðilegum vandamálum. Bréfin mega vera nafnlaus eða undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, Álftamýri 3, 108 Reykjavík. arra heldur þveröfugt. Börnin geta illa samþykkt slíkt virð- ingartap foreldris og fara þá gjarnan að afsaka foreldrið í huganum og taka þannig ábyrgð á vanlíðan þess. Hitt getur líka hent sig, að barnið bregðist þveröfugt við, með hatri og heift. Langalgengast er að börn loki sig af með þessar og aðrar hugsanir sínar og þá getur margt gerst. Þau geta uþþlifað sig sem tapara, lokast alveg og sjálfstraust og sjálfsvirðing þeirra hrapað niður úr öllu valdi. Þessum börnum er hættast vegna þess að þau sýna mikla stillingu og geta gleymst. Hitt getur líka gerst, að þörnin bregðist ókvæða við og verði óviðráðanleg, ófyrir- leitin, frek og yfirgangssöm. Þessi börn kalla svo sterkt á athygli að þau fá hana og fá því oft miklu betri þjónustu við vanlíðan sinni en hin börnin. Hér hef ég nefnt dæmi um öfgarnar í viðbrögðunum en allt þar á milli er til. Skilnaður foreldranna er þeim sjálfum yfirleitt svo erfiður að þeir verða meira eða minna upp- teknir af honum og afleiðing- um hans fyrir sjálfa sig. Börnin eru ekki beinir þátttakendur í skilnaðinum en verða samt að þola afleiðingar hans. Þetta hvort tveggja leiðir alloft til þess að börnin sitja ein með hugsanir sínar og lenda jafn- vel í þvi að verða bitbein milli foreldranna. Þau finna vanlíð- an beggja foreldranna, öryggi þeirra og skjól er frá þeim tekiö og þau verða að bregðast á einhvern hátt við öryggisleys- inu. Mjög algengt er að slíkar aðstæður leiði til þess að börnin hætta að treysta á full- orðna, að minnsta kosti í bili og telji sig aðeins geta treyst á sjálf sig. Þau leita því ekki lengur til mömmu og pabba með vanlíðanina og enn síður til annarra fullorðinna. Við- brögð þeirra einkennast svo af einhverju milli öfganna sem ég nefndi hér að framan. BÖRN ÞURFA ÖRYGGI Fyrirsögnin, sem ég nota hér, er oft notuö við hátíðleg tæki- færi þegar rætt er um börn og þarfir þeirra. En hvaö felst í þessum orðum? Að hluta til fela þau í sér að börn þurfa að eiga heima einhvers staðar, eiga fastan samastað sem þau vita að er heimili þeirra, fasta leikfélaga sem þau ganga að á hverjum degi, fasta og ákveöna tíma á deg- inum sem þau vita að eru mat- málstímar, svefntímar, hátta- tímar og svo framvegis. í kringum þetta þurfa að skap- ast ákveðnar venjur, sem börnin geta reitt sig á, því slfkt veitir þeim þá vissu að munað sé eftir þeim og haldið utan um þau. Þá felast einnig í örygg- inu fastar og ákveðnar reglur um hvað þau megi og ekki megi og við hvaða tækifæri eru gerðar undantekningar. Hér er ég að ræða um ramma utan um líf þeirra, ramma sem er eins stöðugur og mögulegt er þó hann breytist meö aukn- um þroska þeirra. Síðast en ekki síst þurfa börnin foreldra til þess að finna til öryggis, foreldra sem þau geta leitað til, sem veita þeim ramma, stöðva þau þeg- ar þau ganga of langt, veita þeim hlýju og ástúð og örva þau til dáða á öllum sviðum en taka jafnframt þátt í ósigrum með skilningi og uppörvun. Þetta er vissulega ekki tæm- andi umræða um þörn og skilnað. Slík umræða er í raun endalaus og alltaf hægt aö taka á nýjum og nýjum þáttum í þeim efnum. Ég vona þó að þetta auki innsýn þína í þessi mál. Aðalatriðið er að rækta samþandið við þörnin, vera til staðar, ræða við þau og elska þau. Góðar kveðjur, Sigtryggur. 64 VIKAN 10. TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.