Vikan - 14.05.1992, Page 69
Á bak við myndavélarnar standa mennirnir sem skila þvi sem við sjáum til okkar heim í stofu. Þetta er
Þorvarður Björgúlfsson, „kamerumaður" eins og það er kallað.
ekki gengiö hrakfallalaust fyrir
sig og gildir það einna helst
um flókin tól tækni og vísinda
sem hafa víst verið með af-
brigðum stríðin. Ljósaborðið
fór ( óvænt veikindafrí og kap-
all í eina myndavélina sagði
skilið við hlutverk sitt. Þetta
hefur að vonum vakið upp
töluverða spennu meðal
tæknimanna stöðvarinnar,
spennu og stress sem ef til vill
hefur verið svo bráðsmitandi
að meira að segja líflaus raf-
magnstækin gáfu upp öndina í
hita leiksins. En nokkrum mln-
útum áður en útsending hefst
hefur öllu verið kippt I liðfnn,
að því er virðist, og Sigurður
Jakobsson, stjórnandi útsend-
ingar, skipar öllum á sinn staö.
Þá leggur sminkan lokahönd á
hendur og varir Eddu og ein-
mitt meðan varirnar eru í með-
ferð birtist Pétur Kristjánsson
tónlistarmaður. Edda heilsar
honum og vegna þess að hún
má ekki hreyfa varirnar verður
það sem á eftir hæ-inu kemur
illskiljanlegt, nema þá helst ef
vera skyldi að tannlæknar
greindu orðaskil. Pétur virðist
þó öllu vanur, hann jánkar og
neitar og virðist í það minnsta
hafa skilið nóg.
Gestir kvöldsins taka að
streyma I salinn og Edda tekur
sér stöðu við innganginn
baksviðs. Töluverður kliður í
salnum kemur í veg fyrir að
greina megi orðaskil en varir
Eddu bærast ákveðið þegar
hún fer yfir upphafskynning-
una í síðasta skipti. Eitthvert
ósýnilegt merki verður til þess
að gera allt vitlaust. Edda
gengur í salinn, hún nýtur
greinilega hylli þeirra sem eru
gestir hennar þetta síðasta
kvöld hennar í stúdiói þennan
vetur og það er engu líkara
en að hún hafi gert úrslita-.,
mark í landsleik beint úr auka-
kasti þegar tíminn var runn-
inn út.
LJÓSAMAÐUR Á
NÁLAPÚÐA
Á bak við sviðið situr Ijósa-
maðurinn eins og á nálapúða.
Skyndilega gellur við orð sem
varla er hafandi eftir og á
tölvuskjá stjórntækisins blikka
einhver tækniorð á útlensku.
Þetta er greinilega ekkert of
velkomið á þessari stundu en
Ijósamaðurinn bíður átekta
þangað til sýnishorn af segul-
bandi kemur í stað beinu út-
sendingarinnar úr myndverinu
og þegar það gerist fer allt á
fullt í örfáar sekúndur.
Einhver er greinilega ekkert
allt of ánægður með framvind-
una, það má heyra langar leið-
ir í gegnum heyrnartól Ijósa-
mannsins og með rólyndistón
svarar hann þeim sem fyrr
hafði hrópað, með orðunum:
„Borðiö fraus svo ég varð að
rísetta það ... “ Þannig varð
málunum bjargað og greinilegt
hve mikilvægt er í útsending-
um sem þessum að menn viti
upp á hár hvað þeir eru að
gera, hvað þeir þurfa að gera
og hvenær og framkvæmi sið-
an á hárréttu augnabliki allt
sem gera þarf til að flókinn
oáttur i beinni útsendingu fari
hreinlega ekki i vaskinn, af
tæknilegum orsökum. Eftir
Detta varð enginn var við neitt
vesen af neinu tagi svo merkj-
anlegt væri, að minnsta kosti
hefur enginn látið sér bregða
svo neinu hafi numið.
ÁLÚTUR ÆÐIR UM ALLT
Fjölmargir skemmtikraftar,
sumir löngu landsfrægir en
aðrir nýfrægir eftir skemmtileg
tilþrif í fyrri Óskastundum,
bíða inni á fréttastofu eftir því
að röðin komi að þeim. Sumir
sitja í rólegheitum og horfa á
sjónvarpið, flestir reyndar
nema einn sem æðir um alla
ganga, álútur í lillabláum
jakka, prýddur gleraugum og
sjónvarpsfarða. Hann á greini-
lega að koma fram í beinni út-
sendingu og virðist ekki lítast
neitt alltof vel á það. Þetta er
munnhörpuleikarinn frá Húsa-
vík, Stefán Helgason. Ungu
söngkonurnar þrjár, Hafnfirð-
ingurinn Gyða Pálsdóttir,
Bryndís Ólafsdóttir frá Vest-
mannaeyjum og Margrét Sig-
urðardóttir úr Garðabæ, virð-
ast rólegri yfirbragðs en undir
niðri kraumar spennan, lítt
bærileg að öllum líkindum.
Spaugararnir þrír frá ísafirði
eru þögulir í kjólfötunum sín-
um og nú er sennilega gott að
hafa bangsann til að halda
utan um.
Og meðan kvöldið rennur
að því er virðist átakalítið í
gegnum myndavélarnar, kapl-
ana, sjónvarpsbílinn og endur-
varpsstöðvarnar allttil sjáaldra
þorra þjóðarinnar standa
þessir þátttakendur í krafta-
keppni Stöðvar 2 á sviðinu og
sýna það og sanna hve við fs-
lendingar erum ríkir af hæfi-
leikafólki sem alltof lítið ber á í
hversdagslífinu, svo ekki sé
nú talað um helgarnar.
Braggablúsinn, Black
Velvet, Vetrarsól, Bluesette og
Manamanamm að hætti
Prúðuleikaranna eru lög sem í
náinni framtíð eiga eftir að
tengjast upprennandi listafólki
og ef til vill ekki síður tæki-
færagefendunum Eddu og
Óskastund. Dómnefndin var
skipuð Svavari Gests, Pétri
Kristjáns og Andreu Gylfadótt-
ur en þeim var sett það erfiða
verkefni fyrir aö velja eitt af
þessum fimm skemmtiatriðum
I sem eiginlega spönnuðu þrjú
10. TBL. 1992 VIKAN 69
TEXTI: JÓHANN GUONI REYNISSON / LJÓSM.: BINNI