Vikan - 14.05.1992, Page 76
TEXTI OG LJÓSM,: EGILL EGILSSON
ei, ekki ein útvarps-
stöðin í viðbót. Þetta
er bara skipulagt
kaos.“ Þessar og aðrar álíka
slæmar hugsanir flugu í gegn-
um huga blaðamanns Vikunn-
ar þegar hann frétti fyrir all-
nokkru að til stæði að stofna
enn eina útvarpsstöðina.
Hann ákvað að fara á stúfana
og kanna máliö frekar.
Tekið var hús á fimmtán
manna forsvarshópi nýju út-
varpsstöðvarinnar, sem er í
litlu húsnæði á ótilteknum stað
við Smiðjuveginn í Kópavogi.
Það var létt yfir mannskapnum
í tómlegum salarkynnunum
sem voru þó farin að taka á sig
mynd þeirrar starfsemi sem nú
er þar hafin. Kominn var upp-
seltur tækjabúnaður, nýr af
nálinni. Einnig var slatti af
geisladiskum fyrir hendi þann-
ig að fólk þarf ekki að óttast að
þurfa að hlusta öllum stundum
á óskalagið eina og sanna.
Hópurinn var sem einn maður,
reiðubúinn að svara spurning-
um blaðamanns en allir vörð-
ust þó allra frétta hvað varðaði
nafn á stöðinni. Þeir kváðust
leggja áherslu á að tónlistar-
stefnan yrði hugsuð með það
fyrir augum að rúm yrði fyrir
alla aldurshópa og kappkost-
að yrði að hafa tónlistina
ferska, nýja og skemmtilega í
bland við gamla toppsmelli.
Einnig vildu þeir undirstrika
að tilgangurinn. með stofnun
stöðvarinnar væri sá að hún
ætti aö vera jákvæð og bjart-
sýn fyrir ungt fólk á öllum aldri.
( þessum fimmtán manna
forsvarshópi eru menn á öllum
aldri þannig að breiddin til
dæmis í lagavali ætti að vera
töluverð. Allt eru þetta þraut-
reyndir kappar frá öðrum
stöðvum. Að þeirra sögn er
meira fjármagn lagt í nýju
stöðina en tíðkast hefur. Þeir
voru inntir eftir því hvað gera
myndi nýju stöðina frábrugðna
þeim sem fyrir væru. Þeir
kváðust myndu bjóða upp á
ýmsar nýjungar án þess að
þeir ætluðu að boða byltingu á
öldum Ijósvakans.
Eins og fyrr segir veitti
blaðamaður því athygli hversu
létt var yfir mannskapnum,
ungum og framsæknum
mönnum, sínum úr hverri átt-
inni. „Þetta á að vera útvarps-
stöð sem maður hlakkar til að
vakna við á morgnana og
hlusta á á leiðinni í vinnuna
eða skólann."
Útsendingarnar er á tíðninni
FM 96,6 og fór hún í loftið dag-
inn sem þetta tölublað Vikunn-
ar kemur út, 14. maí klukkan
14. Áætlað er að útsending-
arnar nái til Faxaflóasvæðis-'
ins. Skilaboð aðstandenda til
væntanlegra hlustenda eru
þau að þeir verði með frá
byrjun. □
▲ Tíu kátir
sveinar
sem ætla
meðal ann-
arra að sjá
um að nýja
útvarps-
stöðin
verði svo-
lítið öðru-
vísi en allar
hinar.
Skyldi þeim
takast það?
NY UTVARPSSTOD
76 VIKAN 10.TBL. 1992