Vikan


Vikan - 14.05.1992, Page 79

Vikan - 14.05.1992, Page 79
INNSÆ ISNEISTAR Hugrekki Flest sem viðkemur hug- rekki er okkur hugleikið og kannski ekki að á- stæðulausu, ekki síst vegna þess að huglaus einstaklingur gengur tæplega upp nema með alvarlegum annmörkum í nútímaþjóðfélagi. Kröfur þær sem bara samfélagið eitt og sér gerir til þegna sinna um áræði og hvers kyns einurð eru þess eðlis að ekki veitir af fyrir hinn venjulega meðaljón að vera hugrakkur og fram- sýnn sé tekið mið af þeim skyldum sem honum ber að axla og vinna úr. Vissulega þarf ákveðið hug- rekki fil að komast í gegnum amstur hins venjulega dags f lifi okkar. Hugprýði er ákaflega heillandi eiginleiki og sér í lagi ef hann er okkur eiginleg- ur og hefur áhrif á lausnir flestra þeirra mála sem við þurfum aö kljást við og leysa úr. Það þarf til dæmis mikinn dug til að takast á við hvers kyns veikindi, ekki síst þau sem eru þess eðlis að þau fjötra alvarlega líkamlega þann sem við þau á að kljást. Þróttdjarfur einstaklingur, sem lætur ekki líkamlega fjötra hamla framgangi sínum, er ákaflega athyglisverð og hentug fyrirmynd öllum þeim sem ástunda píslarvættissjón- armið hvers konar þrátt fyrir góða heilsu og þægilegar ytri aðstæður. Það er nú einu sinni svo að ef allir þættir sammannlegrar reynslu reynast okkur fremur þægilegir má kannski segja sem svo að heldur lítið reyni á hvort við erum djörf eða ekki. Til hafa verið menn og konur frá ómunatíð sem búið hafa yfir hugsjónaeldi og dirfsku sem þeir hafa deilt með sam- ferðamönnum sínum með þeim hætti að ótal margir hafa öðlast bæði betri aðstæður og mun meiri lífslíkur en þeir hefðu haft ef ekki hefði verið til einmitt fólk sem þorði og átti til meira en í meðallagi af karl- mennsku og hugprýði, tengt göfugum markmiðum þeirra. Oft ber á kjarkleysi bæði hjá börnum og fullorðnum. Hug- leysi kemur oftast í veg fyrir að við tökumst á við fólk og að- stæður sem við getum ekki séð fyrir hvernig mál þróast í. Vissulega verður að vera til staðar lágmarkshugrekki innra með okkur þegar við þurfum Hugprýði er ákaflega heillandi eiginleiki og hefur áhrif á lausnir flestra þeirra mála sem við þurfum að kljást við og leysa úr. að takast á við það sem ber- sýnilega er áhættusamt og virðist jafnvel óyfirstíganlegt fyrir venjulegan mann. Hreysti og þor í fari og fram- komu stjórnmálamanna er mikilvægur hvati á flestar áætlanir þeirra. Þeir eru sífellt í öllum sínum framkvæmdum undir einhvers konar smásjá þegnanna og komast vart upp með að sýna af sér átakanlegt hugleysi í málum sem við- koma velferð fólks og hugsan- legum samfélagslegum ávinn- ingi í þágu heildarinnar. Það þarf ansi litla skammta af sæmilega góðu þori eða öðru áræði til að klúðra öllu sér viðkomandi. Aftur á móti þarf hugprýði og eldmóð þess hugrakka til að vinna vel og djarflega úr veikluðum að- stæðum og hæpnum mögu- leikum sinum, sem jafnframt því eru í eðli sínu bágbornirog hugsanlega þrautafullir. Eflum heiibrigt og raunsætt þor innra með okkur en látum hvers kyns bleyðugang lönd og leið og þá saknaðarlaust og hana nú. □ Lausnarorð í síðasta blaði 1-7: SKÁLKAR 10. TBL. 1992 VIKAN 79 JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.