Vikan


Vikan - 14.05.1992, Síða 82

Vikan - 14.05.1992, Síða 82
Þessa mynd teiknaði Steven Spielberg af Árna Egilssyni og félögum þegar þeir voru að leika tónlistina í mynd hans „Hook“. Stjórnandinn er John Williams. ( | / í / ÁRNI EGILS ■ L.A. hefur alltaf verið Mekka hljóðfæraleikara og ég var ungur og vit- laus og langaði til að sjá hvernig ég stæði mig í samkeppni við þá bestu af kollegum mínum ... Mér tókst þó að fá vinnu við kvikmynd mánuði eft- ir að ég kom hingað en fyrsta myndin var Airport. Frh. af bls. 8 marga möguleika hafa þau lika ýmsa galla sem er ekkí fyrirsjaanlegt aö verði unnið úr í bráð. Ég sem við píanóið en nota tölvu við Glefsur úr gagnrýni vegna útkomu geisla- disksins Niður: „Árni Egilsson er einn af fremstu djasslistamönnum veraldar.. . Þetta er óviðjafnanlegur geisladiskur.“ (Jack Burke: Burlington Standard Press o.fl.) „Hvert einstakt verk færir sönnur á úrvals spilamennsku og um leið hæfileika Árna Egilssonar til tónsmíða." (David Neubert: Int. Society Of Bassists, Magazine) „Herra Egilsson er óhemju mikill og ógnvekjandi tónlistarmaður.“ (Bauman: American Record Guide) „Árni Egilsson er frábær einleikari sem sannarlega á skilda athygli okkar. Konsertinn, sem Þorkel Sig- urbjörnsson samdi fyrir hann, laðar fram hæfileika Árna svo um munar." (John Ditsky: Fanfare) „Árni Egilsson er meiri háttar kontrabassaleikari svo enginn ætti að láta upptökur hans fram hjá sér fara.“ (Aöalsteinn Ingólfsson: DV) „Þetta er frábær diskur mikils listamanns.“ (Sigurður Pór Guðjónsson: Þjoðviljinn) samsetninguna tónlistarinnar. Ég á hljómborð en mér finnst ég ekki heyra nógu vel hvernig það hljómar þegar ég spila tvo tóna saman. Þetta væri kannski öðruvísi ef maður væri al- inn upp innan um tölvur. Ef skrifað er fyrir sinfóniuhljómsveit þá hljómar ekkert apparat eins og svoleiðis hljómsveit. Eitt af því fáa góða sem maður getur fengið út úr hljóðgervli er rafmagnsbassi og þegar ég er að gera „demo-tape“ nota ég miklu frekar hljómborðið en að spila á bassann sjálfan." Hvernig atvikaðist aö þú fórst til Los Angeles og hver er helsti munurinn á að spila kvik- myndatónlist og aðra stúdíótónlist? „L.A. hefur alltaf verið Mekka hljóðfæra- leikara og ég var ungur og vitlaus og langaði til að sjá hvernig ég stæði mig í samkeppni við þá bestu af kollegum mínum. Previn vildi endi- lega fá mig með sér til Englands og sagði að það væri alveg vonlaust að reyna að komast inn í þá klíku hljóðfæraleikara sem starfar við kvikmyndaiðnaðinn. Mér tókst þó að fá vinnu við kvikmynd mánuði eftir að ég kom hingað en fyrsta myndin var Airport. Ég var ráðinn af manni sem hafði áður verið ráðningarstjóri hjá Previn og ég kynnti mig fyrir honum sem kontrabassaleikara. Hann sagði við mig að frá og með deginum í dag spilaöi ég á rafbassa en það var það eina sem gilti þá. Ég varð náttúr- lega að fara að æfa mig og tók alla þá vinnu sem bauðst, spilaði í fermingarveislum jafnt sem giftingum, þeim klúbbum sem um var að ræða og við önnur tækifæri sem gáfust. Af- skipti mín af kvikmyndum fóru hægt af stað því að tónskáldin, sem semja tónlistina við mynd- irnar, ráða sinn mannskap sjálf. Það er mikið i húfi fyrir þau og menn eru skiljanlega ragir við að taka séns á nýjum mönnum því það þart bara einn bjálfa til að allt fari úrskeiðis. Það hefur sennilega tekið mig svona fimm ár að komast á toppinn hér og núna spila ég í flest- um stærstu kvikmyndunum og fyrir helstu tón- skáldin. Það var algengt áöur fyrr að þaö fræga tón- listarfólk sem kom til Los Angeles til að taka upp réði sér sérstakar rytmasveitir til aö spila með sér inn á plöturnar en síðan var það ann- að lið sem fór með i tónleikaferðalögin. Ég spilaði meðal annars inn á plötu með Tom Waits en þaö fór þannig fram að ég horföi yfir öxlina á honum við píanóið og fylgdist með vinstri hendinni á honum þvi ekkert af efninu var á nótum. Hann var eins og eldingin; hitti 82 VIKAN 10. TBL.1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.