Vikan - 14.05.1992, Qupperneq 83
aldrei sama staðinn á nótnaborðinu tvisvar,"
segir Árni og hlær. „Þannig gerðum við fyrstu
plötuna hans, þetta var allt improviserað. í
kvikmyndunum eru verkin skrifuð og í gær var
ég til dæmis að vinna við mynd sem heitir Alien
3. Það er svona „avant gard nútíma klassísk
músík“ með alls konar hljóðeffectum.'ekki ólíkt
tónlist Johns Cage. Skömmu áður var ég að
spila við óskarsverðlaunaafhendinguna og þá
allt öðruvisi hljómlist eftir John Williams í
myndinni Far and Away með Tom Cruise.
Þetta er ekki ósvipað því og að vera í sinfóníu-
hljómsveit nema hvað tónlistin er fjölbreyttari
og það eru engar æfingar heldur spilað beint
inn á upptöku.
Þessi bransi hefur breyst töluvert á undan-
förnum árum því áður fyrr var mikil vinna fyrir
sjónvarp. Þegar hljómsveitirnar eru eins stórar
og þær eru við kvikmyndir um þessar mundir
ræður hljómsveitarstjórinn aðeins leiðandi
hljóðfæraleikara á hverju hljóðfæri, þann sem
mestu ábyrgðina hefur og þetta verður meira
eins og stór og óþersónulegur vinnustaður. Við
gerðum nýja músík fyrir Dallas og Dinasty í
hverri viku í meira en tíu ár og það var smærri
og samhentari hópur sem gerði það efni. Tón-
listin var skrifuð með það í huga hverjir voru í
hljómsveitinni og það var tekið tillit til hæfileika
og getu þeirra sem tónlistarmanna. Þá var oft
hringt í mann og maður spurður um hugsan-
lega möguleika fyrir ákvðiö hljóðfæri og
þannig var um að ræða meiri beina þátttöku í
sköpuninni. Nú er sama sem engin hljómsveit-
artónlist gerð fyrir sjónvarp. Vinsælustu þætt-
irnir eru stuttir grínþættir og sú litla tónlist sem
notuð er er spiluð á synthesizer. Mér sýnist
efnisvalið ganga I bylgjum en svona er staðan.
Myndbönd hafa breytt upptökuháttum tón-
listar fyrir kvikmyndir. Áður fyrr horfði hljóm-
sveitin á myndina á tjaldi og spilaði undir en nú
er það aðeins hljómsveitarstjórinn sem sér
myndina á sjónvarpsskermi. Stundum er ég
þakklátur fyrir að þurfa ekki að horfa á mynd-
irnar en yfirleitt þykir mér ekki nærri því eins
gaman að spila og ella. Sum tónskáldanna eru
Glefsur úr gagnrýni vegna útkomu
geisladisksins Fascinating Voyage í
bandarískum tónlistartímaritum:
„Fascinating Voyage sameinar tvo
menn sem báðir eru fullkomnir lista-
menn, fullkomnir tónlistarmenn og
fullkomnir bassaleikarar ... Sam-
eining Egilssonar á frábærri
klassískri bassatækni og frjálsu
flugi sjálfvakinnar listar, að spila af
fingrum fram, er aðeins á færi frá-
bærs djasslistamanns og er um leið
eitthvað nýtt.“
(John Bany: International Society of Bassists, Magazine)
„Bassi Árna er sífellt skínandi. Hann
spilar í undursamlega nánu og fjað-
urmögnuðu samspili við félaga sína,
Pete Jolly, Jimmy Smith og Ray
Brown . . . “
sammála mér í því að svo einkennilegt sem
þaö kann að viröast þá spilar hljómsveitin bet-
ur ef hún sér myndina um leið og hún spilar.
John Williams og Jerry Goldsmith taka af
þessum sökum upp alla sína músík á gamla
mátann. I fyrra vann ég að um það bil 45
myndum," segir Árni og lætur mig fá lista yfir
þær. Þar gefur að líta flestar af stærri kvik-
myndum síðasta árs eins og JFK, Hook, Robin
Hood, Addams fjölskylduna, Freejack, Americ-
an-Tale 2, City Slickers og Prince of Tides svo
fáeinar séu nefndar.
Hver eru afskipti þín af tónlist fyrir utan
stúdíóvinnuna og hvað er á döfinni hjá þér á
þeim vettvangi?
„Ég sem þó ég haldi því mest prívat. Ég sem
fyrir kvikmyndir og leikrit. Konan mín er leik-
stjóri og ég hef samið fyrir nokkur af þeim verk-
um sem hún hefur verið að setja upp. Ég er
með verk sem verður flutt af Sinfóníuhljóm-
sveit íslands í nóvember. Þetta er 11 mínútna
verk í einum þætti og heitir Reflections eöa
Ihugun. Síðan er ég með tvö ný djasslög sem
verða frumflutt á djasshátíð ríkisútvarpsins um
miðjan maí.
Valdimar Leifsson er að gera kvikmynd um
Nínu Sæmundsson en ég samdi músíkina við
hana og það er mér mjög kært verkefni. Því
miður gefst lítill tími frá vinnunni til að spila
djass en ég fór þó í fyrra og spilaöi aðeins í
Þýskalandi. Mér var boðið þangað til fyrir-
lestrahalds og kennslu og það var mjög
skemmtilegt.
Ég ætla að fara að hægja á mér innan kvik-
myndaveranna á næstu árum og sinna meira
kennslu og persónulegri viðfangsefnum. Ég
hlakka mikið til að koma heim og spila á djass-
hátíðinni í maí en þá verður djammað með
gömlum félögum sem ég hef ekki spilað með
lengi, Pétri Östlund og fleirum. Eins vona ég
að mér gefist tækifæri til að skoða landið betur
en það á alltaf ótrúlega mikið í manni þó ég
hafi verið í burtu svona lengi."
Árni leysir mig út með gjöfum og ég flýti mér
til borgarinnar því hann hvíslaði að mér að á
heimaslóöum sínum væru ekki bara litlar sæt-
ar eðlur heldur krökkt af skröltormum villta
vestursins. □
UMBOÐSMENN
UM LAND ALLT
HF
NÝBÝLAVEGI 2,KÓPAV0GI,
SÍMI (91)42600
HJ#LV4L HF
SÍMI 91-642605
SMUR', BÓN- OG DEKKJAÞJÓNUSTAN HÓLDUR SF. HJÓLBARÐAVERKSTÆDI
TRYGGVAGÖTU 15 • REYKJAVÍK TRYGGVABRAUT 12 • AKUREYRI
S(MI 91-626066 SÍMI 96-21715
HJÓLBARDAVERKSTÆÐIGRINDAVÍKUR
VÍKURBRAUT 17 • GRINDAVÍK
SlMI 92-68397
10. TBL. 1992 VIKAN 83