Vikan


Vikan - 14.05.1992, Side 88

Vikan - 14.05.1992, Side 88
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER FJORÐIHLUTI FORSKOT A SÆLUNA SKYGGNST BAK VIÐ TJOLDIN Þá er komið að síðasta hluta þessarar kynning- ar. Meira verður síðan farið út í söguþráð eftirtalinna kvikmynda. Sem fyrr segir er þessi upptalning aðeins til að gera kvikmyndaáhugamenn forvitna. Nú skulum við hefjast handa við að nefna fáeinar kvikmyndir sem birtast á hvíta tjaldinu á þessu ári. ÆVINTÝRAVERÖLD TVEGGJA BRÆÐRA Kvikmyndin Radio Flyer greinir frá tveimur bræðrum sem eru hart leiknir af hinum nýja stjúpa sínum. Til að flýja ofbeldið skapa þeir sína eigin ævintýraveröld en auk þess reyna þeir að losna við stjúpa sinn og bjarga móður sinni úr klóm hans. Leikstjóri er Richard Donn- er sem hefur gert myndirnar Lethal Weapon 1, 2 og 3. í Radio Flyer leika þau Lorr- aine Bracco (The Medicine Man, Goodfellas) og John Heard. INNSTI HRINGURINN Rússneski leikstjórínn Andrei Konchlovsky (Runaway Train, Marias Lovers, Tango & Cash) hefur nú gert mynd sem heitir The Inner Circle og fjall- ar um Stalínstímann. Rúss- neskur fyrirmyndarborgari er gerður að sérstökum sýning- arstjóra sem á að þjóna sjálf- um Jósef Stalín. Skothelt leikaralið er í myndinni. Má nefna Tom Hulce (Amadeus, Slamdance), Lolita Davido- vich (Blaze, Object of Beauty) og Bob Hoskins (Mermaids). SVINDLARINN Damon Wayans, sem við sáum síðast í hasarmyndinni The Last Boy Scout, hefur nú leikstýrt sinni fyrstu mynd sem heitir Mo Money. Fjallar hún um ungan mann sem vill hefja nýtt lif, snúa baki við fyrra líf- erni sem eingöngu byggðist á svikum og prettum. Ekki líður þó á löngu þar til hann lendir aftur á glapstigum. ▲ Leikar- inn Damon Wayans, sem við sáum síð- ast í The Last Boy Scout, er nýbúinn að gera sina eigin mynd sem heitir Mo Money. < Tom Hulce og Lolita Davidovich í Inner Circle. ◄ Lorraine Bracco og James Belushi í spennu- myndinni Traces ot Red. SKUGGAR OG ÞOKA Það er aftur komið að Woody Allen. í nýjustu myndinni, Shadows and Fog leikstýrir hann sjálfum sér og eiginkonu sinni Miu Farrow. Auk þeirra leika í myndinni John Malk- ovich (Object of Beauty, Sheltering Sky, poppgyðjan Madonna, Jodie Foster (Sil- ence of the Lambs, Little Man Tate), Lily Tomlin, Kathy Bates (Misery), Donald Ple- asance, Fred Gwynne, Kate Nelligan (Prince of Tides) og Kenneth Mans. Hvilikt leikaralið. Gaman verður að sjá útkomuna. Myndin gerist í ónafn- greindri evrópskri borg á þriðja áratugnum á tímum Weimar- lýðveldisins sem var við lýði í Þýskalandi þar til nasistar tóku við völdum. Woody Allen leik- ur Max Kleinman sem er skrifstofublók. Er hann síðan grunaður um ódæði sem hann þó ekki framdi. Þessi sögu- þráður sver sig kannski eilítið í ætt við myndina um Kafka sem er með Jeremy Irons. Þess má geta að myndin er svarthvít og það gefur henni þann blæ sem einkenndi ein- mitt bíómyndir á þeim tíma. Auk þess bregður Madonnu fyrlr í myndinni en hún leikur einhvers konar eftirlíkingu af Marlene Dietrich. Verður forvitnilegt að sjá útkomuna. Woody Allen bregst sjaldan. Auk þess má bæta því við að þetta verður að likindum síðasta kvikmynd sem Woody gerir fyrir Orion kvikmyndafyrirtækið þar sem það á í fjárhagskröggum. Woody Allen er þegar byrjaður á nýrri mynd. Sú verður fram- leidd af Tri Star kvikmynda- fyrirtækinu og hefur á að skipa Judy Davis, Miu Farrow, Juliette Lennis, Liam Neeson (Big Man) og leikstjóranum Sidney Pollack. HALDIÐ í VESTURÁTT Into the West er hugljúf ástar- og ævintýramynd sem gerist á írlandi. Aðalleikarar myndar- innar eru Gabriel Byrne og Ellen Barkin (Sea of Love). CLIFFORD Clifford er hlýleg gamanmynd sem greinir frá tíu ára stráklingi sem gerir frænda sínum í Los Angeles lífið leitt. Martin Short (Father of the Bride), Mary Steenburgen (Parent- hood, Back to the Future 3), Charles Grodin (Beethoven, Taking Care of Business) og Dabney Coleman leika í myndinni. BLÁR HIMINN Jessica Lange (Frances, Co- untry, Steel Magnolians) og Tommy Lee Jones (JFK) leika í myndinni Blue Sky sem gerist árið 1962. Bandaríska ríkisstjórnin reynir að halda leyndri kjarnorkutilrauna- sprengingu sem hafði áhrif á heilsu fólks sem bjó í litlu bæjarsamfélagi. Jessica Lange leikur sak- laust fórnarlamb sem leitar sannleikans og heldur í því skyni til Washington. Myndin er byggö á sannsögulegum at- burðum. ▼ Gabriel Byrne og Ellen Bark- in i ástar- myndinni Into the West. 88 VIKAN 10. TBL.1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.