Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 5

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 5
12. TBL. 1992 VIKAN 5 ■ í viðtali við Vikuna segir Michael Douglas frá leik sínum I kvikmynd- inni Ógnareðli, sem hann segir hafa tekið mikið á sig. ■ „Ekki hægt að segja að ég hafi fundið rétta hlut- verkið heldur fann ég réttu kvik- myndina ..I í viðtalinu viður- kennir þessi tvöfaldi óskarsverð- launahafi að hann fari helst ekki I kvikmyndahús. ■ Hefur hann komið til íslands? ■ Hvað um launamál leikarans? Michael Douglas vipp- aði sér léttilega niður í sætið við hlið mér, klæddur mittisjakka og í trá- hnepptri skyrtu innan undir. Hann var með sólgleraugu með rauðu gleri og hatði látið klippa hárið vel snöggt, miðað viö það sem maöur sér í kvik- myndinni Basic Instinct. Hann er bæöi mun minni og farinn að láta meira á sjá en ég hafði ímyndað mér, hárið orð- ið töluvert grátt og hrukkur nokkuð áberandi í sólbrúnni húðinni í kringum augun. Hann er mjög kvikur í hreyf- ingum svo helst minnir á tán- ingsstrák, sem er athyglisvert fyrir mann sem verður fjörutíu og fjögurra ára í september. Það vakti einnig athygli mína hversu vel hann er á sig kom- inn líkamlega og kraftalegur. Eftir að við höfðum tekist í hendur hallaði hann sér mak- indalega aftur i stólnum og kveikti sér í sígarettu. Skömmu síðar kom þjónn með kaffibolla handa okkur. Ég byrjaði á því að spyrja hann hvers vegna hann hefði valið að leika þetta hlutverk í Basic Instinct. „Mig langaði núna til að leika í kynþokka- fullu hlutverki og því sló ég til þegar ég sá handritið að Basic Instinct eftir Joe Ezterhas. Ég hef nýlega leikið í hasarmynd- inni Black Rain, síðan gaman- myndinni War of the Roses og gamaldags stríðsmynd, Shin- ing Through. Þau hlutverk eru hvert öðru ólík og því var til- valið að prófa enn eitthvað nýtt. Satt best að segja leitaði ég markvisst að hlutverki þar sem um grófar ástarsenur var að ræða því ég vildi láta reyna meira á þann þátt en áður hafði gerst í mínum myndurn," segir Michael Douglas við blaðamann Vikunnar i spila- vftisklúbbi á efstu hæð Hotel Carlton, eins virtasta hótelsins í Cannes, en þarna á suður- strönd Frakklands fór fram hin árlega alþjóölega kvikmynda- hátíð í byrjun maí. Opnunarmyndin að þessu sinni var hin umtalaða og um- deilda mynd Basic Instinct sem Regnboginn hefur nú tek- ið til sýninga við fádæma að- sókn eins og raunin hefur einnig orðið annars staðar í heiminum. Blaðamaður fór að sjá myndina þar sem hún var frumsýnd í sýningarhöllinni í Cannes áöur en viðtalið við Michael Douglas fór fram. Gífurlegur fjöldi fólks var saman kominn til að reyna að berja stjörnurnar augum, þó ekki væri um annað að ræða en sekúndubrot og það jafnvel með öðru auganu, þar sem þær mættu uppábúnar, karl- mennirnir í smóking og kven- fólkið í dragsíðum, flegnum kjólum. Mjög strangar reglur gilda um klæðaburð á frum- sýningum og kvöldsýningum og hafði blaðamaður fjárfest í þverslaufu áður en hann mætti á svæðið. Þeim sem mættu á þessar sýningar án slíks háls- taus var þegar inn var komið umsvifalaust bent á að ganga inn um ákveðnar dyr þar sem nokkrar konur stóðu í röð og þrifu af mönnum bindið eða annað það sem þeir höföu um hálsinn og skelltu á þá svartri þverslaufu sem kostaði um sjö hundruð krónur. Engu máli virtist skipta hversu frægur viðkomandi var, þverslaufu skyldi hann hafa! Röð lögreglumanna á mót- orhjólum varðaði innganginn ásamt standandi heiðursverði. Ekki veitti af gæslunni því þeg- ar þeir allra frægustu og vinsælustu stigu út úr glæsi- vögnum sínum ætlaði allt um koll að keyra og lögreglan réð varla við neitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.