Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 60
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER
ALÞJÓÐLEGAR FRÉTTIR
A F KVIKMYNDAIÐNAÐINUM
legt aö vera lesbíur. Myndin
þykir svæsin og hörkuleg, mik-
iö um heit ástaratriöi, sérstak-
lega þegar Michael Douglas
og Sharon Stone eru að njót-
ast af miklum hita og æsingi. í
Bandaríkjunum er myndin
bönnuð innan 17.
Bandaríkjamenn hafa búið
til tvær útgáfur af Basic
Instinct, evróþska útgáfu sem
þykir djarfari og svo amerísku
útgáfuna sem er meira klippt.
Myndin þykir frökk, æsandi og
æsispennandi. Michael Dougl-
as segir sjálfur að þetta sé
safaríkasta hlutverk sitt og láir
það honum enginn. Myndin er
sýnd í Regnboganum.
ALLT GETUR GERST
ÞEGAR VERIÐ ER AÐ
GERA KVIKMYND
I myndinni Batman Returns,
sem verður án efa geysivinsæl
og eftirsótt í sumar, leikur
kynngimagnað leikaralið. Má
nefna Michelle Pfeiffer sem
átti eftirminnilegan leik í
Frankie & Johnny, Christoph-
er Walken (King of New York,
Dead Zone), Pee Wee Her-
man og Danny DeVito. Svo
er þar auðvitað leðurblöku-
maðurinn sjálfur, Michael
Keaton.
◄ Sam-
kynhneigð-
ir morðingj-
ar í
myndinni
Basic
Instinct.
V Leður-
blökumað-
urinn er
kominn
aftur i
Batman
Returns.
Við gerö myndarinnar urðu
Michelle Pfeiffer og Michael
Keaton rómantíkinni að bráð.
Slíkt er raunar ekkert einstakt
dæmi og þannig fór fyrir Ann-
ette Bening og Warren Beatty
þegar þau unnu við tökur á
myndinni Bugsy árið 1990.
Þau létu líka gefa sig saman á
tökustaðnum sjálfum í Las
Vegas.
í myndinni Batman Returns
leikur Michelle Pfeiffer Kattar-
konuna og er hún því fjand-
maður Batmans. Danny De-
Vito leikur Mörgæsina og
Christopher Walken leikur
ósvífinn glæpaforingja. Mynd-
in verður sýnd í SAM-bíóun-
um í sumar.
ANTHONY HOPKINS í
RÓLEGU HLUTVERKl
Nýjasta kvikmynd Anthony
Hopkins heitir Howards End
og er framleidd af Merchant
Ivory teyminu. í myndinni
leika auk hans Emma
Thompson (Dead Again,
Henry V), Helena Bonham
Carter (Hamlet, A Room with
a View) og Vanessa Red-
grave. Myndin gerist í byrjun
20. aldar og fjallar um íhalds-
sama fjölskyldu sem síðan
splundrast þegar ein dóttirin
lendir í leynilegu ástarsam-
bandi. Myndin þykir snilldar-
lega vel tekin og leikin. Þetta
er dramatísk mynd eins og
þær gerast bestar.
NÝTT OG SJÁLFSTÆTT
KVIKMYNDAFYRIRTÆ Kl
SEM HEITIR
CONTINENTAL
Continental Film Group heit-
ir þetta sjálfstæða kvikmynda-
fyrirtæki fullu nafni og er í
Cleveland í Ohio en ekki í
New York né Hollywood.
Furðuleg staðsetning, ekki
satt? Áform þessa fyrirtækis
þetta árið eru mikil. Til stendur
að framleiða myndina Gunga
Din sem byggð er á skáldsögu
Rudyard Kipling. Þess má
geta að fyrsta myndin um
ævintýri Gunga Din var gerð
árið 1939 og var með sígildum
leikurum eins og Cary Grant,
Douglas Fairbanks Jr og
Joan Fontaine. Nýja myndin
um Gunga Din mun aðeins
kosta 50 milljónir Bandaríkja-
dala og meðal leikara eru Ben
Kingsley (Bugsy, Gandhi),
Art Malik (Living Daylights),
Charles Dance (Golden
Child) og John Malkovich
(Object of Beauty, Sheltering
Sky).
Myndin um Gunga Din ger-
ist á nýlendutímabilinu á Ind-
landi á 19. öld. Tökur munu
hefjast í september í Kákas-
usfjöllum, nálægt lýðveldinu
Georgíu.
Fyrir utan þessa stórmynd
ætlar Continental fyrirtækið að
framleiða aðrar myndir en
ódýrari. Ein þeirra er Golden
Anthony Hopkins í rólegri mynd sem heitir
Howards End.
Þessi kvikmyndaþáttur
veröur með öðruvísi
sniði en oft áður. Hér á
eftir verður ekki eingöngu fjall-
að um væntanlegar kvikmynd-
ir heldur verður líka fjallað um
ýmsa þætti hins alþjóðlega
kvikmyndaiðnaðar, svo sem
hvernig kvikmyndafyrirtækjum
reiðir af um þessar mundir,
tíðindi af leikurum og svo auð-
vitað kvikmyndum. Þetta verð-
ur sterkblandaður kvikmynda-
þáttur með krassandi fréttum
úr kvikmyndaiðnaðinum. Við
skulum hefjast handa.
HEITASTA OG DJARF-
ASTA MYND ÁRSINS
Hollendinginn Paul Verho-
even þarf varla að kynna.
Hann gerði meðal annars
myndirnar Robocop 1 og Tot-
al Recall sem þóttu kraftmikl-
ar, með ívafi af kynlífi og of-
beldi. Nú bætir hann um betur
með mjög umtalaðri mynd,
Basic Instinct. í henni leika
Michael Douglas (Black
Rain, Shining Through, Wall
Street) og Sharon Stone
(Year of the Gun, Total
Recall). Michael Douglas leik-
ur skotglaðan lögregluforingja
í San Francisco sem tekur að
sér að rannsaka dularfullt
morðmál. Myndin hefst á
morði á vinsælli rokkstjörnu og
þrjár konur liggja undir grun.
Allar þrjár eiga það sameigin-
60 VIKAN 12. TBL.1992