Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 15

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 15
Forréttur: Ferskur silungur. þunnt sneiddur. Lagður í lög urferskum appelsínu-og sítrónu- safa sem er kryddaður með svolitlu soja. Silungurinn látinn liggja i leginum í tvær til þrjár minútur, rétt til að ná mesta hráabragðinu úr honum. Forréttur: Fiskikæfa (paté) á piparrótarsósu, með sýrðum rjóma og þorskhrognum. ▲ Kon- íaksstofan er búin þeim sér- stöku hús- gögnum sem hæfa. Þjónustan hlýleg og örugg, gott kaffi og veigarnar við hæfi. Rúnar er áhugasamur sil- ungsveiömaður og veiðir því stundum sjálfur í soðið. „Ætli sjóbleikjan sé ekki best,“ segir hann þegar hann er spurður hvar besta hráefnið sé að fá. „Maður þarf samt ekki að fara langt til þess að veiða góðan silung, hann er til dæmis mjög góður úr vötnum hér í næsta nágrenni höfuðborgarinnar eins og Selvatni og Silunga- tjörn, i fjallavötnunum er líka að finna úrvals fisk. Ég fer tvisv- ar á sumri í veiðiferð meö félögum mínum norður á Skaga, þar sem vötnin eru full af gómsætum silungi." Þau Rúnar og Sigríður Auð- unsdóttir kona hans þurfa að hafa allar klær úti til þess að verða sér úti um hinar sjald- gæfari tegundir. Nefna má í því sambandi að þau gerðu sérstakan samning við áhöfn- ina á togaranum Klakki frá Vestmannaeyjum, sem stund- að hefur búraveiðar að undan- förnu. Hún útvegar veitinga- staðnum ákveðið magn í einu, sem sent er með flugi til Reykjavíkur, og leggur inn sem hlut. Fyrir skömmu tóku skipverjar hlutinn sinn út með því að halda árshátíð sína Við Tjörnina, þar sem gert var vel við þá í mat og drykk. „Þeir fengu tindabikkju, nautasteik og síðan blandaðan eftirrétt að hætti hússins.“ BEITUKÓNGUR OG ÍGULKERJAHROGN Rúnar hefur stundum boðið upp á tegundir eins og keilu og blálöngu. Keiluna segir hann erfitt að fá fólk til þess aö boröa en öðru máli gegni um blálöngu sem margir eru sólgnir í. Keilan er þétt í sér eins og búrinn til dæmis en langan er erfiðari matreiðslu fyrir það hversu gróf hún er, sérstaklega sú gula. „Blálang- an er aftur þéttari í sér og hvít- ari - mjög góður fiskur. Það er reyndar sama hvaða fiskur á í hlut, hver tegund er annarri betri en hefur bara sín ein- kenni.“ Á matseðlinum Við Tjörnina má stundum finna tegundir sem maður hefði haldið að væru ekkert sérstaklega lyst- ugar - til dæmis beitukóng og ígulkerjahrogn svo eitthvað sé nefnt. „Beitukóngurinn hefur mjög sérkennilegt og gott bragð. Hann þolir mjög litla eldun og hann má til dæmis alls ekki sjóða því að þá verð- ur hann ólseigur. Hann er vin- sæll þegar ég býð upp á hann en því miður er fyrirtækið í Sandgerði, sem verkaði hann og hafði komið sér upp sér- stakri vél til þess að losa fisk- inn úr skelinni, ekki starfrækt um þessar mundir." ígulkerjahrognin eru óskap- legt sælgæti að sögn Rúnars og best segir hann að sé að matreiða þau sem allra minnst. „Igulkerin eru opnuð á sama hátt og skurn er brotin ofan af eggi. Síðan hreinsar maður vel sullið frá hragnun- um, setur ofurlítinn sítrónu- Súkkulaöitertan hans Rúnars með tilheyrandi skrauti (upp- skriftina má finna í bókinni hans, Eftir kenjum kokksjns, sem út kom hjá Erni og Örlygi fyrir skömmu). „Þar eð bindiefn- ið í henni er bara smjör og egg verður að kæla hana í isskáp yfir nótt. Margir hafa fiaskað á þessu.“ -é Skyr- terta með ferskum jarðarberj um. safa yfir þau og snæðir siðan. Sítrónusafinn sér um að eyða mesta hráabragðinu. Maöur þarf að venjast þessu á sama hátt og ostrunum sem mörg- um finnast vondar i fyrsta skipti en eru orðnir sólgnir í þær í þriðja sinnið." ígulkerja- hrognin notar Rúnar líka með góðum árangri í paté, sósur eða súpur. Nokkrir kafarar stunda það aö sækja þetta góðgæti niður á hafsbotn, svo og öðuskel og bláskel. „Það virðist vera nóg til af þessu og þeir segja að Hvalfjörðurinn sé fullur af skelfiski - gómsætu en vannýttu hráefni." Lesendur góðir, reynið sjálf- ir og verði ykkur að góðu. 12. TBL. 1992 VIKAN 1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.