Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 62

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 62
PARAMOUNT KVIK- MYNDAFYRIRTÆKIÐ SKILAR HAGNAÐI Hver ætli ástæöan sé? Aöal- lega er um að ræða þrjár kvik- myndir sem hafa gert þaö gott fyrir félagið. Eru það myndirn- ar The Addams Family, Star Trek VI: The Undiscovered Country og Waynes World. Fyrstu tvær myndirnar skiluðu 180 milljónum Bandaríkja- dala. Waynes World skilaði hins vegar í mars síðastliðn- um alls 57 milljónum Banda- ríkjadala. Þetta ætlar að verða gott kvikmyndaár fyrir Paramount. Þó má það passa sig því Time Warner Bros kvikmyndafyr- irtækið treystir á Lethal Weapon 3 og Batman Ret- urns í sumar og Twentieth Century Fox fyrirtækið treystir á Alien 3. Bókhaldiö er síöan hægt að skoða í lok ársins. Paramount kvikmyndafyrir- tækið hefur þó tvær myndir í viðbót til að státa af í sumar en það eru myndirnar Patriot Games og Naked Gun 33 og 1/i. OnO HINN FRÍSNESKI ÁSTFANGINN Þýski grínistinn Otto Waalkes hefur lagt drög að mynd núm- er fjögur um frísneska grínist- ann Otto og mun myndin heita Otto: The Love Story eða Otto: Der Liebesfilm á frum- málinu. Myndin verður frum- sýnd í júlí. Hver skyldi svo vera hin heppna eða ó- heppna? Það er stóra spurn- ingin. syninum, fer í byssuverslun og sér byssu sem hana langar til að gefa honum. Afgreiðslu- maðurinn tjáir henni að hún þurfi að bfða f tvær vikur eftir að fá byssuleyfi og svo þurfi líka að prófa byssuna. Ekki er mamma gamla ánægð með málavexti og hættir því við. Hún er ekki fyrr komin úr búð- inni en hún hittir laglegan og vingjarnlegan ungan mann sem selur henni vopn úr sendiferðabílnum sínum. Mamma er þó varla búin að Ijúka erindi sínu þegar mikið kúlnaregn dynur á sendiferða- bíl unga mannsins. Hún ákveður því að rannsaka mál- ið ásamt syni sínum í Los Angeles. Þessi mynd hefur gert það gott vestra. Sly Stallone þykir líka standa sig með prýði en þetta er annað gamanmynda- hlutverk hans. í fyrra lék hann í John Landis myndinni Oscar. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói. FALIÐ FÉ Falið fé eða Pay Dirt er ærslafengin gamanmynd frá Rank Organization og Kings Road Entertainment kvik- myndafyrirtækjunum. í henni leika eftirtaldir leikarar: Jeff Daniels (Arachnophopia), Catherine O’Hara, Hector El- izondo (Frankie & Jonny), Rhea Perlman og Dabney Coleman (Cloak and Dagger, Short Time). Greint er frá ærslafenginni leit að pening- um í rólegu úthverfi Los Ange- les. Myndin fjallar um sálfræð- ing sem Jeff Daniels túlkar og hvernig hann fær vitneskju um falið fé frá deyjandi samfanga sínum. Féð er falið í bakgarði ekkju nokkurrar sem hefur hina mestu óbeit á karlmönn- um. Sálfræðingurinn reynir að gera hosur sínar grænar fyrir konunni en það gengur hvorki slysa- né áfallalaust að skjalla konu sem hatar karlmenn eins og pestina. Fleiri persónur birt- ast og gerast málin þá flóknari. M\/nriin hwl/ir frnmipn nn nam- Shelly Long hlekkjuð við sæðis- bankann. Svipmynd úr Frozen Assets. Vonandi verður engu skoti hleypt af því það gæti haft hræðilegar afleiðingar. Svipmynd ansöm og verður sýnd í Há- skólabíói. SÆÐISBANKINN í myndinni Frozen Assets leika þau Shelly Long (Hello Again, Outragious Fortune) og Corbin Bernsen (LA sjón- varpsþættirnir, Shattered). Leikstjóri er Ástralinn George Miller en meöal fyrri verka hans eru Mad Max 1, 2 og 3, Neverending Story 2 og The Witches of Eastwick. Frozen Assets fjallar um bankamann sem Corbin Bern- sen leikur. Sá ætlar að gera það gott í sveitinni vegna þess að honum hefur gengið erfið- lega að fóta sig í stórborginni. Hann ákveður að fara og vinna í banka í litlu sveitasam- félagi. Það flækir þó málið þegar í Ijós kemur að þetta er enginn venjulegur banki held- ur sæðisbanki. Auk þess verð- ur nýi bankastarfsmaðurinn yfir sig ástfanginn af dr. Grace Murdock sem leikin er af Shelly Long. Myndin er full af skemmtilegum uppátækjum. Frozen Assets verður sýnd í NÝ KVIKMYND UM PRÚÐULEIKARANA Kvikmyndafyrirtæki Jims heit- ins Henson hefur þau áform að gera myndina A Muppet Christmas Carol í júní og sýna hana síðan í desember. Nýja tuskubrúðukvikmyndin mun vera byggð á jólaævintýri Charles Dickens, A CHRIST- MAS CAROL. Walt Disney kvikmyndafyr- irtækið hefur þó fengið al- heimsrétt á kvikmyndinni og annast dreifingu hennar. Auk þess ætlar kvikmyndafyrirtæk- ið Jim Henson Productions að framleiða mynd um Pinn- ochio eða Gosa eins og hann kallast á íslensku. Um er að ræða lifandi mynd þessarar persónu og leikstjórinn Franc- is Ford Coppola á heiöurinn af þeirri mynd og verður hún meðal annars tekin í hljóðver- inu hans, Zoetrope Studios. Á HVERS KONAR FRAMHALDSMYNDUM EIGUM VIÐ VON? Það verður framhaldsmynda- fár þetta árið líka. Væntanleg er framhaldsmynd um Silence of the Lambs og heitir hún Silence of the Lambs-Part II. Frumlegt, ekki satt! Anthony Hopkins mun leika sem áður en Jodie Foster verður ekki með í spilinu í þetta skiptið. Þess má geta að tvö kvik- myndafyrirtæki hafa deilt um kvikmyndaréttinn að framhald- inu. Eru það kvikmyndarisarnir Dino De Laurentis (sem framleiddi báðar King Kong myndirnar, Conan - The Bar- barian og Blue Velvet) og Un- iversal Pictures. Málið var tekið fyrir í rétti í Los Angeles og vann Dino De Laurentis málið. Það sem sagt verður framhald og Lector verður aft- ur í essinu sínu. Nú er bara að bíða og sjá. Auk þess fáum við að sjá Highlander 3 sem verður með þeim Christopher Lambert og Sean Connery. Við skulum vona að þetta þriðja framhald verði betra en númertvö. Síð- an má búast við Look Who’s Talking 3 og Rocky Horor Picture Show 2. Revenge of the Old Queen. Við fáum líka að sjá Christopher Reeve fljúga um loftin blá í Super- man V. Þar að auki verður gerð framhaldsmyndin Hell- raiser III: Hell on Earth. Hinar tvær voru sýndar í Regnbog- anum fyrir nokkrum árum en Hellraiser er byggð á smásögu breska hrollvekjumeistarans Clive Barkers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.