Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 13
TEXTl: HJALTIJÓN SVEINSSON / MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
aö
staöu
r sem somi er
VEITINGAHÚS MÁNAÐARINS: #
Smjörsteiktur búri á portvínssósu. „Einhver
mesti happafundur seinni ára i hafinu. Sérstak-
lega góöur f iskur, þéttur i sér eins og skötusel-
ur og humar. Hvítur og fallegur."
Hvitvínssoðinn langhali á kjörvilssósu (illgresi
úr garðinum). „Langhalinn er mjög góður
fiskur, einn af þeim betri. Hann er vandmeðfarn-
ari en búrl til dæmis því að hann er lausari í sér.
Hann er náfrændi þorsksins og líkist honum að
ýmsu leyti.“ Rúnar sýður fisk þannig að hann
hefur tilbúið fisksoð sem hann hitar upp og
sýður með kryddi. Hann lætur siðan fiskinn
ofan í sjóðandi vatnið, tekur pottinn um leið af
hellunni og lætur standa í fimm mfnútur.
Rúnar Marvinsson veit-
ingamaður hefur ekki
farið troðnar slóðir á
því sviði þar sem hann hefur
haslað sér völl - í frumskógi
veitingahúsanna. Því ráku
margir upp stór augu þegar
hann opnaði veitingahúsið sitt
Við Tjörnina fyrir sex árum
ásamt eiginkonu sinni, Sigríði
Auðunsdóttur. Frá upphafi var
það bjargföst ákvörðun hans
að bjóða fyrst og síðast upp á
fiskrétti en slíkt hafði ekki tíðk-
ast áður í þessum mæli.
Húsnæðið þótti heldur ekkert
sérstaklega spennandi, í
gömlu og frekar hrörlegu húsi
við Kirkjustræti í Fteykjavík,
uppi á annarri hæð.
Rúnar vissi hvað hann var
að gera. Hann bauö í fyrsta
lagi upp á fiskrétti sem ekki
áttu sína líka í borginni og í
annan stað valdi hann þann
kost að láta húsnæðið halda
sinni upprunalegu mynd.
Húsakynnin buðu upp á það
að vera svolítið öðruvísi en
nútímafólk á að venjast. Þetta
er gamalt hús og því hæfa
húsmunir sem heyra til liðnum
tíma, húsgögn frá því á fjórða
og fimmta áratugnum og ýmis
húsbúnaður frá fyrstu árum
aldarinnar, jafnvel eldri. Hefur
Sigríður séð um þá hlið máls-
ins að sögn Rúnars. Meira að
segja ómar um sali tónlist frá
fimmta og sjötta áratugnum,
tónlist sem gæti allt eins komiö
úr fyrrum bækistöð Ríkisút-
varpsins, „gömlu gufunni" í
Landsímahúsinu, í gegnum
ævagamalt viðtækið sem
stendur úti í einu horninu.
Taktar af vinsældalistum líð-
andi stundar myndu ekki hæfa
þessum stað, þeir spilltu ein-
► Þau
gerðu Hótel
Búðirfeikn-
avinsælar
en opnuðu
Við Tjörn-
ina fyrir 6
árum. F.v.
Rúnar Mar-
vinsson,
Gunnar
Rúnarsson
og Sigríður
Auðuns-
dóttir.
faldlega því sérstaka and-
rúmslofti sem þarna ríkir.
ÓVENJULEGUR
MATSEÐILL
Við Tjörnina hefur nú fest sig
rækilega i sessi og þar er jafn-
an setið við hvert borð i há-
deginu og á kvöldin, virka
daga sem um helgar. Reyk-
víkingar og gestir þeirra kunna
vel að meta þessa tilbreytni
við hversdagsleikann og
maturinn svíkur engan þó að
margir kunni að reka upp stór
augu þegar þeir renna þeim í
fyrsta skipti yfir matseðilinn og
rekast á uppástungur um for-
rétti eins og ristuð þorskhrogn
og fisktartar og aðalrétti á borð
við tindabikkju, kryddlegnar
gellur að hætti hússins, kola
með gráðaosti og glóðaða
lúðu meö camenbert og skel-
fisksósu. Verðið er yfirleitt á
milli 700 og 800 krónur á for-
réttum, 1400-1700 á aðalrétt-
um og 600-700 á eftirréttum.
Rétt dagsins er hægt að fá i
hádeginu ásamt súpu. Verðið
hefur verið það sama í nokkur
12.TBL.1992 VIKAN 13