Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 40

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 40
TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON cík (Atðfam núÉaúdC yiCcU&mat& Þegar tiltekiö menningarsamfélag stendur andspænis gnótt vanda- mála, sem ekki veröa leyst meö því aö brúka hefðbundnar skil- greiningar og vinnuaöferöir, er þörf nýrra leiða. Ef nýjar leiðir eru ekki valdar og þeim beitt til hlítar er hætt við aö skipulag- ið veröi sjúkt og líði undir lok. í stjórnar- formi iönaöarþjóöfélaga samtímans er stjórnmálamönnum falin sú ábyrgð að marka þá braut sem þróun þjóðfélagsins fylgir. Stjórnmálamenn eru þó aðeins full- trúar pólitískra flokka sem eru framveröir ákveðinna hagsmunahópa innan sam- félagsins og því bein afurö ríkjandi skipu- lags. Þó aö flokkarnir byggi sumpart á hugmyndafræöilegum grundvelli er ó- raunhæft aö áætla aö þjóðfélagið taki breytingum sem máli skipti, þó að hug- myndir eins flokks eöa hagsmunahóps veröi ráöandi innan stjórnkerfisins. Til þess eru hugmyndaheimar þeirra of líkir. Þessu til staöfestingar má líta á hug- myndakerfi þau sem borgaraflokkar og verkalýösflokkar samtímans hafa aö leið- arljósi, þaö er frjálshyggjuna og marx- ismann. Bæöi hugmyndakerfin spruttu úr þeim jarövegi sem myndaöist þegar miö- öldum lauk, iðnbyltingin hófst og raunvís- indi tóku aö blómgast. Hagrænar og stjórnmálalegar aðstæöur þeirra tíma mótuöu þá hugmynd aö sífelld þensla í hagkerfinu bæri vott um heilbrigða fram- þróun. Ef þörfum hins efnalega lífs erfull- nægt í samfélagi þar sem sérhæfing og afköst vinnunnar aukast í hlutfalli viö vax- andi neyslu þegnanna höfum við komist á þröskuld fyrirmyndaríkisins. FORSENDUR RÍKJANDI GILDISMATS Þetta er grunnfærnislegt viöhorf sem er til oröiö vegna þess aö mannleg tilvera er skoðuð einhliða í Ijósi efnislegra forsend- na. Maöurinn er framar öllu vitsmunaleg vera og efnahagslegir hagsmunir eru tald- ir ráöa atferli hans og lífsskoöun. Báðar kenningarnar eiga rót sína aö rekja til hugmyndaheims 19. aldar og hafa hlotið sín skagadægur á öld breyttra tíma. Þótt hvorug sé þannig lengur ímynd framsæki- nnar hugsunar mörkuöu þær, svo ekki verður um villst, það lífsmynstur efnishyggjunnar sem er einkennandi fyrir menningu okkar tíma. Sú afstaöa aö starfsemi mannsins ákvaröist öðru fremur af efnahagslegum skilyrðum leiðir af eöli máls til þess að menning þjóöa miðist í auknum mæli við fullnægingu líkamlegra þarfa. Hún verður jarðbundin, einkennist af hagkvæmis- og hagnýtissjónarmiöum. Rökhyggja er látin skipa háan sess en tilfinningar settar skör lægra. Veraldlegar eignir skipta menn miklu og einstaklingar eru metnir eftir þjóðfélagsstöðu fremur en manngildi. Á sama máta er forgangsröðun mannlegra þarfa og verðleiki fyrirbæra almennt met- inn í samræmi viö grundvallarhugmyndir efnishyggjunnar, sem er undirstaða þess- ara hugmyndakerfa. Á 20. öldinni - og þá sér í lagi á síðustu tveimur áratugum - hefur gætt vaxandi efasemda um hvort hiö efnahagslega gildismat og siðgæði, sem skiluðu okkur áleiöis aö þjóðfélagi nútímans, geti vísaö leiðina áfram. Komin eru í Ijós vandamál sem verða ekki leyst innan ríkjandi við- miðunarramma. Nú vaknar sú spurning hvar það afl liggi sem orðið geti drifkraftur þjóöfélagsbreytinga. Hvaö hefur úrslita- þýöingu þegar ráða þarf fram úr mannleg- um vandamálum og beina samfélaginu í þann farveg sem til heilla horfir? Ef viö viljum gera okkur vonir um mannúölega framtíð þarf að finna frækorn nýrra við- horfa sem vaxið geti í staö hagvaxt- arhugsjóna iöntímans. MIKILVÆGI RÍKJANDI MANNÍMYNDAR Á sviöi félagsfræöinnar benda rannsóknir í þá átt aö hugmyndir þær sem þjóðfélag- iö gerir sér um mannfólkið, sjálft sig og framtíð sína geti skipt sköpum. Hér er átt viö heilsteypt kerfi hugmynda sem hafa skipuleggjandi og mótandi áhrif á fram- þróun þjóðfélagsins. Bandaríski félags- fræöingurinn O.W. Markley notar í þessu sambandiö hugtakið „mannímynd" eða „ímynd um manninn“. Mannímyndin felur í sér heildarskynjun á mannkyninu, jafnt einstaklingum sem hópum, afstöðu manna til sjálfra sín, annarra, samfélags- ins í heild og alheimsins. Enginn veit um allt þaö sem í mannkyninu býr og hug- myndir okkar um manneðlið eru orðnar til vegna ákveðins vals sem breytist í sam- ræmi við breytingar á skynjun einstaklinga á sjálfum sér og umhverfinu. Markley telur aö á sérhverju tímabili mannkynsins drottni ákveöin ímynd um manninn sem ráöi úrslitum um heimsmynd manna og þær ákvaröanir sem þeir taki. Meö frekari þróun samfélagsins gerist mannímyndin síöan úrelt og þörf veröur á nýrri heildar- mynd. O.W. Markley telur aö fjöldi forsendna, sem þóttu góðar og gildar á veltiárum iðn- byltingarinnar, sé nú farinn aö úreldast. Á meöal þeirra eru einkum þrjár sem svara ekki lengur kröfum timans: 1. Mannleg framþróun er sammerkt hagvexti og aukinni neyslu - skoöun sem bornar eru brigöur á vegna minnkandi hráefna og vaxandi mengunar. 2. Mannkynið er aðgreint frá náttúrunni og örlögin kveöa á um aö sigra beri hana og hagnýta manninum til framdráttar - afstaða sem er í geipilegri mótsögn viö náttúruverndarsjónarmið samtímans. 3. Efnahagsleg hagkvæmni, sérhæfing og vísindaleg smættunarhyggja eru heppilegustu leiðirnar til aö fullnægja markmiðum mannkynsins - viöhorf sem hafa miðað að því aö uppfylla undirstööu- þarfir mannsins en gert lif hans aö sama skapi ómanneskjulegt. TÆKNIFRÆÐILEGUR FASISMI Willis W. Harman hefur komist aö mjög svipaðri niöurstööu um mikilvægi sjálfs- hugmynda. Hann skrifar: „Svo virðist sem hin meira eöa minna augljósu vandamál séu sjúkdómseinkenni víðtækra, raun- verulegra meinsemda sem liggja dýpra, eru útbreiddari og við fyrstu sýn erfiðara aö henda reiður á. Aö nokkru leyti er orsakanna aö leita í stofnunum þjóð- félagsins, í dreifingu valdsins, í hinum hefðbundnu hlutverkum sem einstakling- arnir eru þjálfaðir í og í uppbyggingu og gerð þjóðfélagsins sem helgast af aldri og venju. Þegar dýpra er leitað finnum við samt aö þaö sem mestu ræöur hér um eru grundvallarskoðanir einstaklingsins, þaö sem hann heldur aö hafi raunverulegt ' gildi, skoðanir sem studdar eru af menn- ingarumhverfi því sem við búum í.“ Harman er þeirrar skoðunar að ef ríkj- andi gildismat er látið ráöa feröinni - og þar meö ýtt undir þaö sem nefnt hefur ver- ið „samsett, langvarandi grundvallartil- hneiging vestrænnar menningar" - muni þróunin leiöa okkur aö „tæknifræöilegum fasisma" eöa miöstýrðu heimsauðvaldi sem stjórnaö er af alþjóðlegum einokun- arhringum. Skiptir þá litlu hvort slíkt kerfi yröi af kapitalískri, sósíaldemókratískri eða sósíalískri gerð. LEITIN AÐ NÝJU GILDISMATI Ef samfélög eiga hins vegar aö taka nýja stefnu í öörum farvegi þarf ekki aðeins víötækar þjóöfélagsbreytingar heldur djúptæka breytingu á þeim hugmyndum sem liggja siömenningu okkar til grund- vallar, nýja leiðandi hugmynd sem veldur straumhvörfum hvað varðar atferli og lífs- skoöun einstaklinga og menningarinnar í heild. 40 VIKAN 12.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.