Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 50

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 50
JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR JÓNA RÚNA ingar sem áður hafa komið fram i svari mínu og reynst hafa ótal mörgum vel sem betur fer. VERNDARENGLAR Þau ráð sem væru líka athugandi eru að þú til dæm- is hættir að neyta áfengis. Það veldur þér bersýni- lega vandræðum sem er óæskilegt að kalla ótil- neyddur yfir sig, jafnvel þó í stuttan tíma sé. Við vit- um aldrei fyrir, þegar við erum að nota efni eða vín- anda sem sviptir okkur eðlilegum viljastyrk og dóm- greind, hvað getur hlotist af sliku sem veldur okkur annaðhvort skaða eða tímabundnum vanda vand- ræða og vesens. Eins eru bænir ákaflega mikilvægar okkur öllum og ekki síst þeim sem eru myrkfælnir. Þú getur beð- ið góðan Guð um að vernda þig fyrir öllu sem skelfir þig og þegar þú finnur fyrir fælninni getur þú sagt í þuganum: „Ég finn fyrir einhverju og það gerir mig óöruggan og þess vegna ætla ég að nota viljann og biðja um vernd fyrir mig. Ef einhver framliðinn er hugsanlega nálægur mér ætla ég líka að biðja fyrir honum og fara fram á að honum verði leitt fyrir sjón- ir að hann eigi ekki að hanga niðri við jörðina öðrum til angurs. Heldur á viðkomandi að finna sér staþ í ríki Guðs þar sem það hæfir betur þegar við erum komin yfir móðuna miklu og laus frá jarðvistinni fremur en að bindast jörðinni um of.“ Eins er að þó sumir eigi bágt með að trúa þvi þá er það staðreynd að hver manneskja á sér sinn verndarengil sem vakir yfir viðkomandi dag og nótt. Fyrir sínum verndarengli þurfa allir að finna. Við eig- um í bænahaldi okkar að tala meðal annars til þessa verndarengils og biðja hann að yfirskyggja okkur með kærleika sínum þannig að við finnum til öryggis og vellíðanar, en ekki annars. Kirkjufaðirinn Lúther trúði eins og ég á tilvist og mikilvægi vernd- arengla og hvatti reyndar alla foreldra til að benda börnum sínum á þennan dásamlega öryggismögu- leika sem við eigum öll nálægan okkur, ef við viljum bara sættast á að trúa því og gefa þessari stað- reynd gaum. MIKILVÆGI KERTALJÓSS OG BÆNAHALDS Eins er ágætt að fara með bænina Faðir vor þegar óttinn verður óþægilegur og hugsanlega kveikja á kerti til verndar. Það er sennilega engin tilviljun að i trúarlegum efnum hefur kertaljós býsna mikilvægu hlutverki að gegna og það er til dæmis notað ennþá til að vernda þá sem koma saman, til dæmis í kirkjum, fyrir myrkri og óæskilegum áhrifum þess sem er neikvætt og hefur óþægileg áhrif. Það loga alltaf kerti á altari í kirkjum þegar mess- að er og hefur gert frá aldaöðli. Þú skalt líka íhuga alvarlega að ganga með kristskross um hálsinn og reyna jafnframt að temja þér sem jákvæðasta og göfugasta lífssýn. Þannig verndar þú þig, auk alls sem ég hef þegar bent á að gæti komið að gagni til að losa myrkfælnina frá þér. JARÐBUNDNAR VERUR OG BEISKAR Hvað varðar það sem heyrist oftast þegar myrkfælni er rædd, að látnir séu að ónáða okkur, er rétt að benda á að mér hefur ekki fundist svo vera nema í algjörum undantekningartilvikum. Hitt er annað mál að það hafa alltaf verið til látnar jarðbundnar verur sem sækja ótæpilega niður til okkar sem vistuð erum á jörðinni. Sjaldan er það þó til að valda óskunda, fremur vegna þráar til að vera samvistum við ástvini sína þrátt fyrir líkamsdauðann. Hitt er líka til í dæminu að óþroskaðar verur, sem dáið hafa mjög beiskar eða undir áhrifum víns, eiga það til að vera ákaflega jarðbundnar. Þær geta aftur á móti ekki truflað líf neinna nema sér líkra vegna þess að til þess að geta komið sér fyrir í orkusviðinu eða árunni verður sá sem lifir og blikið á að vera i svipuðu ásigkomulagi og sá sem sækir á hinum megin frá. Annars missir heimsókn þess látna marks. Vonandi er í þessum svörum mínum eitt- hvað sem gæti gagnað þér ef betur er að gáð. Eða eins og unglingsstrákurinn óöryggi sagði eitt sinni í góðra vina hópi af eðlilega gefnu tilefni: „Elskurnar mínar, elns og þið sjáið er ég með ótrúlegan frið og ró innra með mér. Málið er nefniiega að ég fer alltaf með bænirnar mínar kvölds og morgna og bæðl þakka Guðl fyrir mig og bið um vernd fyrir mig og mína þann sólar- hringlnn. Eins veit ég aö ég á verndarengil sem er mér hliðhollur. Ef ég finn mig óöruggan og hræddan sest ég bara niður og bið um vernd og finn að ég er alltaf bænheyrður. Enda líður mér vel. Ef við nefnilega eigum að rækta líkamann þá liggur í augum uppi að við verðum að rækta sálina jafnframt, annars er eitt og annað sem getur valdið okkur vandræðum. Finnst ykkur ég ekki vera svolítill spekingur eöa þannig?" Guð gefi að þú verði sem fyrst öruggur með þig og myrkfælnin hverfi þér með auknum skilningi á eðli vandans. Með vinsemd, Jóna Rúna. LAUSN SlÐUSTU GÁTU + + + + + + + + Æ + + H + s F + + L + + + + + + P A Ð + K E M u R + E I + + + + + + 0 F U R + K A M E S I Ð + + + + + + L t R A + L i T R I N N + + + + + + A S + F L A S + A T L A + '+ + + + + N A F L I + + A + T E + + 0 T F A L L + L ö D R u N G H I N + R A N G L E G A G L Æ s T + V K A + + F Y L + G A G N E L L I L A U N + V A K I + U S A + G E I G A Ð R A + E R + + K R + R A U Ð + N L + + + A R L E G A + F I R R A s I L U N G + S A L E R N I + D + + I + A P A R F L U S + S Ý S L U M A N N + P + t G U S T U K + K A n A + N 0 A + S S + N T + N U S A R + L 0 T + P o K K + A + P A R I + F A T T + F I R R A + R Ý R Ð + T R A F A L I + + + A + + F L A U S T U R + + A + + ó T T A + E I G R A + S + 0 L G A + F ö T T + R R + + F A L A + I I + M A S I R E Ð + E G I L + F 0 N + F L A K + I + + T I L + 0 T L A N D A + B U R Ð S K A Ð A S T + A D I + T j ó N •+ I + S K I S S A + T I R i A + A N i S P R A U T A T E N D I N G 1 + S I Ð A INNS/E ISNEISTAR Biturð Hvers kyns sammannleg reynsla getur um tíma valdiö okkur sárindum sem auðveldlega geta, ef við gaetum ekki að okkur, vaxið og dafnað og orðið að neikvæðu umfangi sem verður plássfrekt í huga okkar. Við getum að lokum orðið hvöss og beisk þannig að við verðum bæði viðskotaill og ókurteis við okk- ar nánustu og aðra. Það er einhvern veginn svo að hver manneskja verður að takast einhvern tíma tilvistar sinnar á við tilfinningar og að- stæður sem bjóða upp á óþægindi. Eins er að sum okk- ar tapa vinnu eða verða um tíma veik og þannig ástand hentar fröken biturð vel til að dafna. Hún þrífst og nærist á hvers kyns vonbrigðum og skekkjum í daglegu lífi okkar. Það að vera til dæmis hvað eftir annað hafnað eða særður gróflega og þá oftast af engu tilefni er afleitt og við megum vera í meira en meðallagi ör- ugg með okkur ef við eigum ekki að fyllast biturð við þannig kenndir. Við sem höfum kynnst sjálf- um okkur römmum viljum sjaldnast upplifa okkur þannig aftur vegna þess að slík tilfinn- ing hefur mjög óþægilegar af- leiðingar. Auðvitað erum við ekki fullkomin og lífsbaráttan getur á stundum orðið þaö þrautafull og örðug að það er kannski ekkert skrýtið þó við verðum af og til verulega stúr- in og okkur finnist að öll sund séu okkur lokuð og að allar verstu og sársaukafyllstu af- laganir veraldarinnar eins og settar í fang okkar til að vinna úr eða takast á við. Málið er bara að enginn verður óbarinn biskup og mótdrægir þættir til- vistar okkar geta, þegar betur er að gáð og víðar er skoðað eftir á séð, orðið okkur til auk- A Það er einhvern veginn svo að hver manneskja ve'rður að takast ein- hvern tíma tilvistar sinnar á við tilfinningar og aðstæð- ur sem bjóða upp á óþægindi. ins andlegs þroska þó fátt eða nánast ekkert gefi von um slíkt á meðan á stormi vandamála og vesens stendur. Það er kannski óvitlaust að íhuga meðlæti líka því það má segja að þegar þannig sólskin er í gangi í kringum okkur sé nauðsynlegt að við séum býsna burðug í almennum kostum til að við verðum betri en ekki verri manneskjur af skjótfengnu og kannski tiltölu- lega miklum almennum ávinn- ingi. Það er nokkuð algengt að þau okkar sem telja sig vera lukkunnar pamfíla eigi því miður til að fyllast oflæti vegna velgengni. Við getum með þannig framkomu orðið til að gera aðra og óverulegri i okk- ar augum að beiskum, bros- lausum og vonlitlum sálum. Ekki er verið með þessari hug- mynd að taka ábyrgðina af þeim beiska og skella skuld á aðra heldur benda á að af öllu má of mikið gera. Það er því mikil og góð ástæða til að haga háttum sín- um og hegðun þannig gagn- vart samferðarfólki sínu aö við séum í sem flestum tilvikum meðvituö um að mögulega má særa og skapa líkur á óþægi- legum viðbrögðum annarra með kuldalegri framkomu og röngum athöfnum. Byggjum því upp betri líðan hið innra hvert með öðru og njótum þess. Látum aftur á móti alla hegðun sem aflagar lönd og leið. Þannig drögum við bæði úr sjálfs okkar líkum á biturð og annarra og hana nú. □ 50 VIKAN 12. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.