Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 49

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 49
Hver kannast til dæmis ekki viö að hafa orðið hræddur og talið sig nánast hafa draug í fangi sér en svo uppgötvað skömmu seinna aö tiltekin hljóð eða áhrif voru tengd til dæmis hitabreytingum í hús- inu með tilheyrandi braki í ofni. Eins er að timbur sem mishitnar gefur frá sér hljóð og hár þess sem hljóðin heyrir bókstaflega standa beint í loft upp meðan verið er að átta sig á hvers kyns er i raun. Þau okkar sem hafa tilhneigingu til myrkfælni verð- um að átta okkur á því að þegar við erum á valdi einhvers konar óttatilfinningar erum við oftast órök- ræn og óraunsæ í mati okkar á raunverulegum staðreyndum, ásamt því að ímyndunarafl okkar fær sjaldan annað eins frelsi, ófjötrað af dómgreind og skynsemi. JAKVÆÐUR HUGUR Sjálf hef ég átt þátt í því að losa margan manninn við svokallaða myrkfælni á síðustu rúmum tveim áratugunum. Ég hef komist að furðulegustu niður- stöðum sem um margt eru líkar í hegðunarmynstri og jafnvel persónu þeirra sem af þannig áþján eru plagaðir. Oftast er um að ræða frekar næmt fólk sem eðlilegt er. Eins eru þessir einstaklingar oftar en ekki meö annars konar óttatilhneigingar, jafnvel taugaveiklunarkenndar. Þetta eru oft ansi stjórn- samir einstaklingar og viljafastir, með ögn af full- komnunaráráttu, sem vilja flest vita og skilja og treysta fáum en sjálfum sér best. Þetta fólk óttast flest það sem það getur ekki reiknað út fyrir og mögulega séð afleiðingar af nánast i hendi sér. Eins er að ekki er óalgengt að þetta séu vinnuþjark- ar sem hættir til að þreyta sig um og of. Það þýðir að andlegt orkusvið þessara einstaklinga er venjulega undir aukaálagi sem veikir þá nokkuð stöðugt. Þá um leið verður flest utanaðkomandi andlegt áreiti mun meira og erfiðara, hvort sem þaö er andlegt eða efnislegt, auk þess sem það er óþægilegra að verjast þvi sé það á annað borð til trafala. VÍNDRYKKJA NÆMRA ÓÆSKILEG Þú talar um að þú sért hræddur um miðjan dag, til dæmis ef þú ert einn heima og jafnframt að þú finnir meira til þessarar tilhneigingar eða kenndar eftir að hafa notað vín. Þú átt sennilega einhvern vanda til hefðbundins óöryggis. Það er eitthvað sem blundar innra með fólki og getur auðveldlega ýtt undir aðrar og öðruvísi kenndir ef verkast vill. Því er sennilegt í þínu tilviki að um sé að ræða dálítið næmi en ekki beint á því stigi að um sé að ræða eitthvað sem þú þarft að hafa neinar sérstakar áhyggjur af. Það er nefnilega burtséð frá myrkfælninni töluvert heppi- legt að vera aðeins næmur á sitthvað fleira en það sem nefi okkar nemur, þrátt fyrir allt. Við verðum við það á flestum sviðum ögn ríkari sem betur fer. ÁRAN OG ANDLEG TIMBURMENNI Það er engin spurning að víndrykkja hentar þér ekki með þessa viðkvæmu og óþægilegu tilhneigingu til myrkfælni. Þú talar um að þú sért daginn eftir drykkju verri af þessu en meðan á drykkju stendur. Sannleikurinn er sennilega sá að á meðan þú ert að drekka, þó þú skynjaðir eitthvað leyndardómsfullt, er fremur sennilegt að þú með gervistyrk þeim sem oftast grípur þann sem er hálfur takir vart eftir því. Þér getur fundist þú geta stjórnað öllu og öllum, sem þýðir reyndar að þú hreinlega notir viljann við þess- ar aðstæður til varnar og ýtir þessum óæskilegu á- hrifum hreinlega glaðbeittur frá þér. Eins ert þú ein- faldlega í góðra vina hóþi að hugsa um allt annað en að eyðileggja skemmtunina með einhvers konar ótta eða öðru álíka óskemmtilegu. Daginn eftir ert þú aftur á móti að kljást við þá staðreynd að eftir víndrykkju sértu mjög plagaður af myrkfælninni og það gæti verið ákaflega rétt ályktað hjá þér. Eftir því sem mér hefur sýnst, eftir að hafa skoðað orkusvið manna eða áru eins og það kallast - á ýmsum stigum drykkju, er þessi andlegi hjúpur okkar oftast mjög veiklaður og af sér genginn vegna drykkjunnar, ekkert síður en þegar menn finna lík- amlega til timburmannanna svokölluðu daginn eftir. Nokkuð sem öllum þykir eðlilegt en auðvitað óþægi- legt. Ef þetta reynist rétt ályktað hjá mér má að sjálf- sögðu segja sér að allt utanaðkomandi áreiti hafi margfalt sterkari áhrif á okkur en ef við værum með óskerta orku í árunni og hreyfingu hennar þann daginn en það erum við náttúrlega alls ekki af alvar- lega gefnu tilefni. ANDLEGIR VARNARVEGGIR Hvort sem um er að ræða ótæpilega víndrykkju eða neikvæðar hugsanir, sem við ástundum almennt, er sjálfsagt að átta sig á þeirri staðreynd að með þann- ig hegðun og hugsunum erum við að skapa skilyrði fyrir að andlegir varnarveggir sjálfra okkar hrynji. Þar með getur slikt ástand auðveldlega gert okkur óþarflega næm, einmitt fyrir þeim tilfinningum ótta sem við öllu jöfnu köllum myrkfælni. Hvort sem okkur líkar eða ekki þá erum við meira og miklu meira reyndar en bara líkaminn og þess vegna ber að gæta að því sem við hugsum. Það er ekki einungis að hugsanir okkar hafi áhrif á andlega möguleika okkar og varnir, heldur og alveg eins á líffærastarfsemina ef betur er að gáð. Mjög erfitt er að átta sig á hvað hefur áhrif á hvað og þá áhrif sem vart verða bætt séu þau i eðli sinu óæskileg og af- löguð. Svo ef þú, elskulegur, vilt losna við myrkfælnina í eitt skiþti fyrir öll er ekki úr vegi fyrir þig að íhuga þessar fátæklegu en mögulegu gagnlegu upplýs- 12. TBL.1992 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.