Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 67
MEÐ
KAFFINU
GÓMSÆTIR EPLARÉTTIR
EPLAGRATÍN
Epli eru góö ein og sér, en
hvernig væri nú aö prófa að
elda þau á nokkra mismun-
andi vegu? Uppskriftirnar hér
á eftir eru allar góðar en þaö
tekur dálítinn tíma að búa
sumar þeirra til.
FRÖNSK LÚXUS
EPLATERTA
▼ Úrepl-
um má gera
gómsætar
tertur sem
eftirrétti.
Deig:
200 grömm hveiti
150 grömm smjör
50 grömm sykur
2-3 msk. rjómi
Fylling:
1 kg gul epli
150 grömm sykur
4-5 msk. hunang
1 hálfdós niðursoönar aprík-
ósur eða ferskjur.
Hnoðað deig, geymt í kæli-
skáp í minnst hálfa klst. Breið-
ið deigið þunnt út, klæðið
smurt tertuform með deiginu,
pikkið botninn með gaffli svo
að hann blási ekki upp þegar
bakað er. Bakið botninn við
175 gráða hita í 15 mín.
Afhýðið eplin og skerið í
báta, sjóðið helminginn af
þeim í mauk ásamt sykrinum
(100 grömm). Geymið restina
af eplunum í skál með köldu
vatni. Eplamaukið er sett
neðst á bakaðan botninn, látið
renna vel vatnið af eplabátun-
um og raðið þeim fallega yfir,
stráið afganginum af sykrinum
yfir (50 grömm). Smyrjið eplin
með hunangi, ef hunangið er
of stíft þá má hita það þar til
það nær æskilegri þykkt. Kak-
an er sett aftur inn í ofninn og
fullbökuð við 175 gráða hita í
ca 20 mín. Á meðan skuluð
þið merja apríkósurnar gegn-
um sigti, þar til þær verða að
mauki. Smyrjið tertuna með
maukinu meðan hún er heit.
Berið fram volgt með þeyttum
rjóma.
6-7 epli
sulta og sykur eftir smekk
Deig:
50 grömm smjör(líki)
1 dl hveiti eða 50 grömm
2tedl mjólk
3 egg
2 msk. sykur
Afhýðið eplin og fjarlægið
kjarnann. Ekki skera eplin
sundur. Fyllið þau með sultu
og setjið þau á botninn á
suffleformi. Stráið sykri yfir.
Bræðið smjörlíkið og hrærið
hveiti saman við það. Hitið
mjólkina að suðu og hellið
henni saman við hveitimass-
ann. Látið þessa hræru hitna í
gegn, passið að brenni ekki
við. Takið pottinn af hellunni
og hrærið eggjarauðum, einni
í einu, saman við og síðan
sykrinum. Stífþeytið eggja-
hvíturnar, hrærið fyrst Vs af
þeim saman við deigið og síð-
an afganginum varlega. Hellið
þessu yfir eplin og bakið við
175 gráður í 45 mín. Berið
fram strax.
EPLARJÓMI
Fyrir fjóra:
Bræðið 200 grömm af suðu-
súkkulaði og látið það kólna
aðeins. Stífþeytið 2V2 dl af
rjóma. Blandið fjórum gróft
rifnum eplum saman við og
síðan súkkulaðinu. Það gerir
ekkert til þótt súkkulaðið lendi
í kekki (það á að gera það).
Hellið þessu í desertglös og
dreifið smátt skornum hnetum
ofan á.
EPLAPÆ FRÁ
BRETLANDI
Deig:
150 grömm smjör
200 grömm hveiti
3 msk. sykur
1 lítið egg
Hnoðað deig, geymt f kæli í 1
klst. Þá er það breitt þunnt út
og % hlutar deigsins settir f
stórt smurt eldfast fat, ca 26 cm.
Fylling:
% kg súr epli
50 grömm rúsínur
100 grömm sykur
rifið hýði af einni sítrónu
1 tsk. kanill
V2 tsk. negull
1 tsk. kartöflumjöl
Blandið saman sykri, sítrónu-
hýði, kanil, negul og kartöflu-
Fáir standast rjúkandi eplapæið þegar það kemur út úr ofninum.
mjöli og dreifið þunnu lagi í
botninn. Afhýðið eplin og sker-
ið í þunna báta. Setjið eplin í
formið og stráið rúsínum yfir
og að síðustu afganginum af
kryddblöndunni. Afgangurinn
af deiginu settur yfir sem lok.
Þrýstið köntunum vel saman,
skerið nokkrar rákir í lokið til
að hleypa gufu út úr pæinu.
Bakið við 200 gráður í 30-35
mín. Berið fram volgt með
þeyttum rjóma.
EPLATODDÍ
Þegar kalt er úti er gott að ylja
sér á eplatoddí. Ódýrt og gott.
I það þarf: 75 grömm sykur,
soðinn með 1 Vz dl af vatni og
þremur heilum kanilstöngum í
5 mínútur. Takið pottinn af
hellunni og bætið Vz lítra af
eplasafa og 1V2 dl af
appelsínusafa saman við,
ásamt safa úr einni sítrónu.
Hitið upp aftur en nú má ekki
sjóða.
Takið kanilstangirnar úr og
hellið í glös. Skreytið með
sítrónusneið.
MARSIPAN-EPLATERTA
Deig:
150 grömm hveiti
125 grömm smjör
1 eggjarauða eða hálft egg
1 msk. rjómi.
Fylling:
150 grömm marsipan
3-4 msk. kaffirjómi
3-4 gul epli
► Eftirrétt-
urúreplum
með þeytt-
um rjóma
og öðrum
sætindum.
3 msk. sykur og 3 tsk. kanill
hrært saman
Smjörið er mulið saman við
hveitið, síðan er eggjarauðu
og rjóma hnoðað saman við.
Deigið er geymt í kæli í eina
klukkustund. Síðan er það
breitt þunnt út og smurt tertu-
form klætt með deiginu, best
er að nota pæform með riffluð-
um kanti.
Rífið marsipanið gróft niður
og blandið kaffirjómanum
saman við. Setjið þetta yfir
deigið, þar næst eru eplin
skorin í þunnar sneiðar og
þær lagðar ofan á og þar ofan
á 3 msk. brætt smjör og síðast
kanilsykurinn. Kakan er bökuð
neðst í ofni við 225 gráða hita
í 12 mín. Þessa köku má
frysta og þíða í ofni eða ör-
bylgjuofni og bera fram volga
með þeyttum rjóma.
EPLAEFTIRRÉTTUR
400 grömm epli
V2 dl sykur
1 tsk. sítrónusafi
2 eggjahvítur
Eplin eru skræld, kjarninn fjar-
lægður, skorin i litla bita og
soðin ásamt sykri í mauk.
Kælið. Eggjahvítum og sítrónu-
safa bætt sama við og allt
saman hrært vel þar til hræran
er Ijós og létt í sér. Berið fram
strax, með rjóma bragðbætt-
um með vanillusykri eða berið
fram með vanillusósu. Best
ískalt.