Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 54

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 54
Leikkonan Jeanne Tripplehorn fer ekki með veigamikið hlutverk i kvikmyndinni Ógnareðli. Leikur hún sálfræðing sem á sin leyndarmál, sem hun vill halda leyndum fyrir skjólstæðingi sinum og elskhuga, Nick Curran, þeim er Michael Douglas ieikur. FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÓNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 10 - þjónar þér allan sólarhringinn Frh. af bls. 6 sinni, sjá hana fyrir mér og ímynda mér hvort hún gangi eöa ekki. Ég vel ekki myndir eftir því hvort ég fái sjálfur frábært hlut- verk eöa ekki heldur hvort þær séu líklegartilað ganga vel. Ef svo er þá er ég fullkomlega sáttur viö aö leggja nafn mitt viö þær. Ég hef hins vegar ver- ið svo heppinn aö fá góö hlut- verk í góðum myndum, eins og til dæmis Gordon Gekko í Wall Street. Ég vel, þegar á heildina er litið, myndirnar eftir þeim sjálfum en ekki þeim hlutverkum sem ég kæmi til meö að leika. Lítum til dæmis á Romancing the Stone, kvik- mynd sem fyrst og fremst snerist um Kathleen Turner, en þá mynd framleiddi ég. Viö Danny DeVito vorum þar frek- ar til þess aö láta myndina ganga en aö leika einhver stjörnuhlutverk. Mín skoöun er sú að alltof margir leikarar líti bara á hlut- verkiö sem þeim er boðiö aö leika, í stað þess aö grand- skoöa myndina í heild sinni. Þeir gleyma því aö þó þeir leiki frábærlega sjá þá engir ef myndin gengur ekki,“ segir Douglas og hlær þrakkara- lega. Þú hefur sagt þaö áöur aö ein af ástæðunum fyrir því aö þú fórst út í aö leika í þessari mynd, Basic Instinct, sé aö Hollywood sé í íhaldssömu ástandi nú og þú hafir viljað ögra því. Er þaö rétt? „Já, þaö er rétt, en ég myndi frekar segja aö þaö sé ekki bara Hollywood heldur allt landið sem sé í þessu ástandi, ekki bara íhaldssamt heldur einnig þvingað. Þaö er engin ákveöin kynslóð sem býr í þessu landi heidur bara eitt- hvaö sem ég get ekki skil- greint. Þaö er sama hvaö viö tölum um, reykingar, áfengi, fíkniefni, mat, kynlíf eöa hvaö annað, þaö er mjög fátt sem maður getur gert nú á tímum sem ekki skaðar mann. Allt er óhollt eða skaðlegt. Maður finnur að fólk er eirðarlaust og segir jafnvel: Jesús! Hvenær er eiginlega tími til aö sletta ærlega úr klaufunum og fá gömlu góöu útrásina? Hvenær er eiginlega hægt að njóta lífsins?' segir Douglas með miklum áhersluþunga, hlær dátt, kveikir sér í annarri sígar- ettu og fær sér vænan sopa af kaffinu. HLAUT EKKI VIRÐINGU SEM LEIKARI FYRR EN Á FERTUGSALDRI Helduröu aö þaö sem hefúr verið að gerast undanfariö í Los Angeles og víðar í Banda- ríkjunum komi til meö aö endurspeglast í bandarískum kvikmyndum í framtíðinni? „Þaö er mikið af fólki sem er verulega ruglaö í ríminu hvaö viðvíkur lífinu og tilverunni og finnst þaö ekki eygja neina von. Mér finnst þessi mótmæli undanfarið vera nokkuö yfir- boröskennd og bera vott um kynþáttahatur þar sem mest ber á hvítum, blökkufólki og spænskættuðum. Ég veit ekki hversu langt bandarískur kvik- myndaiönaöur kemur til meö aö ganga í aö bregðast við þessum hlutum. Sem dæmi þá endurspeglar þessi mynd sem ég var að enda viö aö leika í, Basic Instinct, þetta vandamál aö hluta. Þar leik ég millistétt- armann sem hefur unnið alla sína hunds- og kattartíð og sér ekkert eftir sig. Þetta er einkennandi fyrir millistéttina nú og það sem fólk er meðal annars að gera uppreisn gegn, því þaö er óánægt." Hefurðu í hyggju að leik- stýra í framtíðinni? „Nei. Alla vega ekki í bráð. Ég hlaut ekki umtalsverða virðingu sem leikari fyrr en ég var kominn á fertugsaldurinn og þá byrjaöi ég einnig sjálfur aö framleiöa kvikmyndir þann- ig að þetta hvort tveggja er til- tölulega nýtt fyrir mér. Ég held ég láti mig bara berast með straumnum um tíma og taki því sem að höndum ber. Það getur verið að ég snúi mér seinna aö leikstjórn en ég tími ekki að taka af tíma mínum nú til þess því ég get ekki hugsað mér bæöi aö leika og leikstýra. Þegar ég kemst á sextugsald- urinn tek ég mér kannski fri eins og bæði Newman og Red- ford gerðu. Mig langar til að taka mér frí núna en samt ekki að setjast í helgan stein. Danny DeVito er minn elsti vinur. Við höfum verið vinir síðan viö settum ásamt nokkr- um kunningjum upp sumar- leikhús árið 1964. Ég dáist að hæfileikum hans að bæöi leik- stýra og leika í sömu kvik- myndinni en ég myndi ekki njóta mín viö slíkar aðstæö- ur.“ LÉTTIST UM TÍU KÍLÓ Hvernig undirbýrðu þig fyrir hlutverk? „Þaö veltur alfarið á því [ hvers konar aðstöðu ég er. Undirbúningur minn fyrir Basic Instinct var meðal annars sá aö ég þurfti aö léttast og mér tókst að léttast um tíu kíló.“ Var það erfitt? „Neei. Ekki get ég sagt þaö því ég gerði þaö á um þaö bil fjórum mánuðum. Undirbún- ingur minn fyrir kvikmyndir fer annars aö mestu leyti eftir því hversu nákomin mér sú per- sóna er sem ég ætla aö leika. Ég haföi til dæmis leikið rann- sóknarlögreglumann í morö- deild í sjónvarpsþáttarööinni Streets of San Francisco þannig aö ég var nokkuð vel undir þaö búinn aö leika þetta hlutverk. í rauninni sagöi ég viö sjálfan mig þegar ég lék Nick Curran í Basic Instinct: Kannski er þaö svona sem menn verða eftir fimmtíu ár í lögreglunni og hafa þá greini- lega veriö þar of lengi," segir Douglas og hlær dátt um leið og hann kveikir sér í enn einni sígarettunni og dreypir á kaff- inu sem er nú farið aö kólna. Mig langar til að spyrja þig um Stonebridge Entertain- ment, fyrirtækiö sem þú stofn- aðir áriö 1988. Er það með einhverjar kvikmyndir á döf- inni? 54 VIKAN 12. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.