Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 76

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 76
Ég víldi ekki að gamli maðurinn yrði þess var að ég læki mynd af honum, hélt því myndavélinni í kjöltunni og smellti af úr mjaðmarhæð án þess að lita nokkurn tima i gegnum vélina. Árangurinn kom á óvart og sýnir skýrt fram á hve skurður myndarinnar og sjónarhorn skipta miklu máli og hvernig tilviljun getur unnið með Ijósmyndaranum. A Kyrrðin er fullkomin i eyjunni sem hvílir í skugga Esjunnar. Síðustu geislar sólarinnar endurkastast frá skýjunum og það veldur mýkt næturbirtunnar. 4 Skuggi síðdegissólarinnar segir söguna í þessari mynd sem væri engan veginn eins sterk ef hun væri ekki skorin svona knappt. snýst um. Filman í myndavél- inni skrásetur þaö endurkast Ijóss sem verður af viöfangs- efninu sem er myndaö hverju sinni en áherslur og stemmn- ing myndarinnar ráöast aö miklu leyti af Ijósgjafa, Ijós- magni, stefnu og lit Ijóssins. Algengasti Ijósgjafinn viö myndatökur er sólarljósiö sem býður upp á endalausa val- kosti fyrir Ijósmyndara sem er vakandi og þolinmóöur. Þaö á ekki síst viö hér á landi þar sem öfgarnar í birtunni á milli árstiöa eru jafnmiklar og raun ber vitni og þá skemmir ekki fjölbreytnin i veörinu. Viö ís- lendingar höfum viljaö festast svolítið i því aö taka bara fram myndavélarnar þegar heið- skírt er og glampandi sól en þaö er sem betur fer aö breyt- ast. Einhver sagöi um Pál Stef- ánsson, Ijósmyndara lceland Review, aö sú sérstaöa sem hann skapaði sér snemma á ferli sínum byggöist ekki síst á þvi aö hann heföi verið fyrstur landa sinna til aö taka myndir í rigningu. Aö koma auga á þá mögu- leika sem mismunandi birtu- skilyröi fela í sér er fyrst og fremst spurning um þjálfun og æfingín skapar meistarann. Afstaöa sólar gagnvart hnatt- stööu landsins er mjög sér- stæö hér á landi og er mörgum erlendum Ijósmyndurum öf- undarefni. Sú staðreynd aö sólin fer ekki hærra á himin- hvelfinguna gerir það aö verk- um að tími Ijósaskiptanna er lengri hjá okkur en í löndum nær miöbaug en þaö eru þeir timar dags sem eru hvaö vin- sælastir til myndatöku hjá flestum Ijósmyndurum. Ég er alls ekki aö tala eingöngu um myndir þar sem sólarupprás eöa sólarlag eru viöfangsefniö heldur veröur öll „teikning" í umhverfinu skarpari viö þessi birtuskilyröi. Skuggarnir veröa meiri og lýsing frá lágu sjónar- horni dregur skýrarfram áferö- ina á yfirboröi viðfangsefnis- ins. Ljósmyndun snýst ekki siö- ur um aö skoöa gaumgæfilega þær Ijósmyndir sem maöur sér á mismunandi vettvangi og átta sig á því hvers vegna ein mynd er annarri sterkari. Ljós- mynd er aldrei annað en brot af veruleikanum meö tilliti til tíma og rýmis. Þannig er hægt aö velta fyrir sér sjónarhorni Ijósmyndarans, lýsingu og skuröi myndarinnar og sam- spili mismunandi þátta innan myndflatarins sem skapa dýpt myndarinnar. Ljósmyndarinn er sögumaö- ur sem stendur frammi fyrir óendanlegum frásagnarval- kostum þegar hann mundar myndavélina. Oft skiptir ekki síöur máli þaö sem er haldiö utan frásagnarinnar en það sem fylgir sögunni. Einföld- ustu hlutir geta ummyndast þegar þeir eru teknir úr hefö- bundnu samhengi og ný hlut- ræn sambönd veröa gjarnan til í Ijósmyndun. Tæknilega séö er Ijósmynd- un gjarnan skipt í flokka eftir filmustærö en skerpa myndar- innar ræöst aö mestu leyti af henni. Myndavélarnar eru stærri og þyngri eftir þvi sem filman er stærri en langalgeng- asta filmustæröin er 35 mm. Viö munum einbeita okkur aö þeirri stærö í umfjölluninni um filmur og vélar en í næstu Viku verður hugaö aö þeim mögu- leikum sem mismunandi 35 mm myndavélar bjóöa upp á. 76 VIKAN 12. TBL. 19°2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.