Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 68
SÁLIN OG PÉTUR KRISTJÁNSSON í GÓÐU GEIMI
‘TGtðáccUtuf'
Nú er nýútkominn geisladiskurinn
Garg meö Sálinni hans Jóns
míns og inniheldur öll gömlu lögin
Sálarinnar af hinum og þessum
safnplötum frá Steinum. Gömlu
lögin eru öll endurhljóðblönduð og hefur það
verulega mikið að segja um lokaútkomuna.
Þrjú glæný lög eru á disknum; Krókurinn, Só-
dóma sem er úr samnefndri kvikmynd og ball-
aðan Hjá þér. Sálin hans Jóns mins ætlar alls
ekki að sitja auðum höndum í sumar, þeir
félagar eru búnir að bóka sig um hverja ein-
ustu helgi og um verslunarmannahelgina
verða þeir í Eyjum að leika fyrir dansi á þjóð-
hátíð.
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á
myndband við Krókinn, eitt laganna á Gargi.
Það er Júlíus Kemp sem leikstýrir myndband-
inu en hann fékk verðlaun RÚV fyrir tónlistar-
myndband með Todmobile um síðustu ára-
mót. Myndbandið mun verða í öndvegi á vídeó-
spólu sem Steinar gefa út með afurðum sveit-
arinnar. Þetta verður í fyrsta skipti sem gefin er
út myndbandsspóla með íslenskri hljómsveit.
Krókurinn er þegar farinn að heyrast á öldum
Ijósvakans en margir hafa velt fyrir sér hvernig
textinn sé. Þeir sem hafa reynt að skilja eitt-
hvað í honum hafa án efa flestir gefist fljótlega
upp. Það skal upplýst hér og nú að textinn er
byggður á frösum og hendingum sem leikið
hafa um fagurlega skapaðar varir Péturs Kristj-
ánssonar undangengna áratugi hans í popp-
bransa íslensku þjóðarinnar. Vel er því við
hæfi að Pétur er gestasöngvari Sálarinnar í
þessu lagi.
Og héreru þeir Jens Hansson, Friðrik Sturluson
og Atli Örvarsson komnir fyrir framan suðandi
vélina hjá Jóni Karli.
Maria Ólafsdóttlr fatahönnuður reynir að ná
lyftingu í hár Stefáns Hilmarssonar. Stefán er
höfundur texta Króksins og samdi lagið i
kompaníi við Guðmund Jónsson gítarleikara.
Til að lesendur geti glöggvað sig á textanum
birtir Vikan hann hér í heild og lauslega þýð-
ingu á hluta hans. Afgang textans verða frómir
lesendur að ráða í sjálfir.
Komdu nú með gamla Guðstein út á kantinn.
Gamli Dwellinn skýtur á sig grimmu skoti.
Það er ekki nokkur spuming að hún er til deildar
þessi Svanfríður, þessi svan, svan fríður.
Gamli var í hnokara hér áður fyrr I old-days;
eftir að hafa lent í alveg sjúku gargi.
Hey gamli swingur vertu klár í gamla „hook-
inn“.
Skjóttu, skjóttu - Oaww! Skjóttu!
Stefán biður Pétur að „skjóta" og Pétur undirbýr
„skotið“ íklæddur átján grýlna jakkanum.
Jón Karl Helgason kvikmyndatökumaður lagar
förðunina á Atla Örvarssyni. Jón Karl er
kvikmyndatökumaður en hóf feril sinn í kvik-
myndabransanum sem ferðill (nýtt íslenskt orð
fyrir karlkyns farðara). Það var Lína Rut sem sá
um að farða hljómsveitina.
Krókurinn hér.
Hvar og hvenær sem er
ég er kominn I gamla formið.
Hvernig sem fer,
- ekki stendur á mér.
Skiptir engu með gamla normið.
Þett'er allavega átján grýlna jakki,
ef ekki þá að minnsta kosti svona sautján.
OOh, þvílíkan „thunderwagon" hef ég aldrei
áður séð,
„ Wildarinn" tekinn líka „Later on“ og sjúkheit.
Haffari eða klukkari með gömlu.
Blöðruskapur, Emmarínn, Ystarinn Oaww!
Þett'er nú fyrir löngu orðið algjört Cerwin.
Já komdu með Hookinn gamli swingur
-Skjóttu!
Krókurinn hér
hvar og hvenær sem er.
Ég er kominn í gamla gargið.
Ég „kúarann" ber,
- ekki stendur á mér.
Skiptir engu með aukaargið.
ORÐASKÝRINGAR:
Átján grýlna jakki: Svo flottur jakki að á hann
má veiða í það minnsta átján hjá6væfur. Gæði
klæðnaðar eru mæld í grýlufjölda sem má
veiða á hann.
Thunderwagon: Undirvagn, botn, stór og mik-
ill rass.
Wildarlnn: Lagið Wild Thing sem Pétur Kristj-
ánsson syngur manna best.
Later on: Lagið Seinna meir sem Pétur Kristj-
ánsson söng á árum áður.
Sjúkheit: Eitthvað sjúklega flott, gott eða
skemmtilegt o.s.frv.
Afganginn af textanum verður fólk að ráða í
sjálft, engar orðabækur geta orðið að liði nema
persónuleg slangurorðabók Péturs Kristjáns-
sonar, sem ekki hefur enn komið út.
68 VIKAN 12. TBL.1992