Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 56

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 56
T „Satt best að segja leit- aði ég markvisst að hlutverki þarsem um grófar ást- arsenur var að ræða,“ viðurkennir Michael Douglas f vlðtalinu við Vikuna. mér fannst ég ekki fá viðun- andi athygli eða nógu góð við- brögð frá honum og kvartaði þá. Eins og hann sagði sjálfur þá fannst honum ég standa mig vel og hann hafði í mörgu öðru að snúast en að vera að hæla mér og sætti ég mig að lokum við það.“ Hefurðu einhvern tímann komið til íslands? „Ég kom einu- sinni til Reykjavíkur fyrir mörgum ár- um en ég stoppaði ekki lengi, ekki vegna þess að mig lang- aði ekki til að vera þar lengur, heldur hafði ég ekki tíma. Ég kom einnig til staðar sem heitir Bangoor," segir Douglas og er heldur vandræðalegur þegar hann reynir að bera nafnið fram. Sökum slaks íslensku- framburöar stjörnunnar gat ég ekki skilið hvaöa stað hann átti við og ræddum við það ekki frekar. Fyrst umræðuefnið var farið að snúast um Island gat ég ekki stillt mig um að spyrja hann eftirfarandi spurningar: Nú var íslensk kvikmynd, Börn náttúrunnar, útnefnd til ósk- arsverðlauna sem besta er- lenda kvikmyndin fyrir síðasta ár. Sástu þá mynd? „Nei, ég sá hana ekki. Ég skammast min fyrir að segja frá því en ég sé ekki mikið af kvikmyndum. Ég held að það sé vegna þess að ég vinn bæði sem leikari og framleið- andi og verð að lesa mikið af handritum. Það er kannski þess vegna sem ég nýt þess ekki að fara i bíó. Ég hef miklu meiri ánægju af því að stunda íþróttir. Svona í framhjáhlaupi, hefurðu séð nýjasta blað Her- ald Tribune?" Neitaði ég þvi. „Nei, það var vegna þess að ég var með Spike Lee í gær- kvöldi og við erum báðir miklir áhugamenn um körfuknattleik. Liðiö hans var að vinna í gær- kvöldi og hann sagði að ef það ynni aftur yrði hann að fljúga heim. Við reyndum svo að hringja í hann í dag en án ár- angurs. Hann hlýtur því að hafa flogið heim. Ég er heillaður af íþróttum því maður veit aldrei hvernig leik lýkur en i kvikmyndum er ( flestum tilfellum hægt að sjá endalokin löngu fyrir." Er til eitthvað sem heitir tak- mörk á launum leikara? „Ég veit það ekki. Á hinn bóginn eru ástæðurnar fyrir því að laun leikara geta veriö svo há sem raun ber vitni þær að framleiðendurnir skipta ekki ágóða kvikmyndanna réttlátlega. Ef þeir skiptu til dæmis ágóða myndbandanna réttlátlega - en eins og þú veist er hlutur þess markaðar jafnvel meiri en það sem kem- ur inn í gegnum kvikmynda- húsin - og ef þeir hefðu ekki þennan markað yrðu laun leik- ara mun lægri en þau eru nú. En eins lengi og menn halda áfram að leika þessa bók- haldsleiki munu kröfur leikara alltaf vera á þeim nótum sem þær eru nú.“ Geturðu verið mér sammála um að ákveðnar ögranir séu í gangi meðal bandarískra leikara eins og sjá má dæmi um í Rain Man og Awakening þar sem stórleikarar leika hreyfihamlað fólk, í myndum eins og Silence of the Lambs og Cape Fear þar sem þeir leika mannætur og síðast kyn- þokkafullar myndir eins og Angel Heart og nú Basic Instinct? „Ég er ekki ósammála þér. Ég veit það ekki. Ég hef kannski ekki þann sögulega samanburð sem þú hefur en ég er viss um að slíkar bylgjur hafa einhver áhrif á val manna á hlutverkum," segir Michael Douglas að lokum. TVÖFALDUR ÓSKARS- VERÐLAUNAHAFI Michael Douglas er leikari og framleiðandi sem hefur meira en tuttugu ára reynslu á leik- sviði, í kvikmyndum og sjón- varpi. Douglas hefur hlotið óskarsverðlaunin tvisvar, fyrst ásamt Saul Zaentz sem fram- leiddi með honum One Flew Over the Cuckoo’s Nest árið 1975, en myndin hlaut í heild fimm óskarsverðlaun, þar á meðal sem besta myndin. Douglas hlaut önnur óskars- verðlaun fyrir túlkun sína á hinni ósvífnu persónu Gordon Gekko í myndinni Wall Street árið 1987. Douglas framleiddi myndina The China Syndrom með þeim Jack Lemmon og Jane Fonda í aðalhlutverkum en þau hlutu bæði tilnefningu til óskars- verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Douglas sá um framkvæmd á framleiðslu myndarinnar Starman með Jeff Bridges I aðalhlutverki en hann hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. Árið 1984 var Michael Do- uglas útnefndur framleiðandi ársins af Alþjóöasambandi kvikmyndahúsaeigenda og á þessu ári var hann kjörinn maður ársins af Harvard Uni- versity’s Hasty Pudding The- atricals, sem hvort tveggja þykir þónokkur heiður. Þess má geta að viðtal, sem blaðamaður átti við Sharon Stone, birtist í 4. tbl. Samúels sem nýlega er komið út. Snævar hjá Snævarsvídeói við Höfðabakka var svo vin- samlegur að lána undirrituðum nokkur myndbönd til að fylla upp í eyður blaðamanns í kvikmyndasögu Michaels Do- uglas og kann ég honum bestu þakkir fyrir. 56 VIKAN 12. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.