Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 41
Vísindamenn, sem hafa rannsakað
þessi mál, telja að þetta sé eina æskilega
leiðin fyrir mannkyniö en viðurkenna jafn-
framt að þeir geti ekki bent á hagnýtar
leiðir í þessu sambandi. Þeir álíta að
hægt sé að segja til um hvernig verðandi
mannímynd komi til með að verða: (1)
með því að kanna vankanta á núverandi
gildismati haghyggjunnar og (2) með því
að kanna breytt verðmætamat, breytingar
á lífsstíl fólks, viðfangsefnum vísinda,
nýja menningarstrauma og þar fram eftir
götunum. Þegar menn gera sér grein fyrir
þessum þáttum má spá fyrir um hvaða
eigindir komandi gildismat kemur til með
að hafa.
O.W. Markley telur óraunhæft að nokk-
ur grundvallarbreyting eigi sér stað nema
hún gerist ekki aðeins á forsendum ein-
stakra samfélagsþátta heldur einnig á
þeirri grunnvitund sem liggur að baki ríkj-
andi gildismati, það er að segja sjálfs-
kennd einstaklinga.
Sjáltskennd og uppistaða persónuleika
nútímamannsins er að mörgu leyti til orð-
in við neikvæða skilyrðingu í uppvextinum
og í firrtum þjóðfélagsveruleika. Hún
leggur meginþunga á eigin velferð og
skoðar heiminn í gegnum kýrauga pers-
ónulegrar framagirni og veraldlegra mark-
miða. Nauðsyn ber þess vegna til að
vinna á agaðan, meðvitaðan hátt að
breytingum á sjálfum sér eins og sam-
félagsheildinni. Þess háttar viðleitni hlýtur
að hvíla á andlegum grunni, það er vis-
indalegri leið til hreinsunar og birtingar
æðri eiginda í persónuleika manna.
Markley er þeirrar skoðunar að áhersla
nýaldarhreyfingarinnar á mannrækt og
sjálfsuppgötvun séu mikilvæg jarteikn
nýrra og gjörbreyttra tíma.
JARTEIKN NÝRRA TÍMA
O.W. Markley álítur að manneskjulegt
gildismat framtíðarinnar muni einkum fela
í sér eftirfarandi þætti:
1. Vistfræðilega siðfræði, það er heild-
arskynjun á lífinu, sem kennir gagn-
kvæma umhyggju, ekki aðeins milli ein-
staklinga og annarra lífvera almennt held-
ur einnig umhverfisvernd hvað varðar
skipulag byggðs og félagslegs umhverfis.
2. Siðfræði sjálfsþekkingar sem telur að
engin jákvæð þjóðfélagsbreyting geti orð-
ið að veruleika nema henni samfara eigi
sér stað grundvallarbreyting í viðhorfum
og vitund einstaklinganna sjálfra.
3. Alheimshyggju sem leggur áherslu á
sameiginlega þætti lifsins og einingu
mannkynsins, kennir að við stefnumörkun
og markmiðasetningu þjóða verði að taka
tillit til annarra landa og komandi kyn-
slóða.
4. Mannhyggju varðandi stjórnun og
skipulag. Uppfylling mannlegra þarfa og
vaxtarmöguleikar mannsins á líkamlegu,
huglegu og andlegu sviði verði þungam-
iðja í félagslegum framkvæmdum.
5. Heildræna afstöðu sem lítur á and-
legan þroska mannsins sem takmark
þjóðfélagsframfara, örvar náttúrlegan
mismun einstaklinga, ólíka menningararf-
leifö og hefur uppistöðu í raunverulegum
aðstæðum en ekki hugmyndafræðilegum
kreddum. □
RÍKJANDI
GILDISMAT
Skrá um f orsendur sem núverandi iðnöld hefur lagt til grund-
vallar en sennilega eiga nú ekki lengur við:
■ Einstaklingarnir eru metnir samkvæmt því hversu auðugir
þeir eru og/eða hvaða stöður þeir skipa.
■ Mannkynið er aðskilið frá náttúrunni og þess vegna er það
hlutverk okkar að hafa yfir henni að segja.
■ Einstaklingarnir eru fyrst og fremst aðgreindir hver frá
öðrum en mynda ekki samstæða heild. Ábyrgðarkennd
manna vegna þeirra áhrifa sem gerðir þeirra kunna að hafa á
líf afkomendanna (í fjarlægri framtíð) er sáralítil.
■ Framfarir og hagvöxtur eru eitt og hið sama. Lífsgæði og
hamingja sama og aukin neysla.
■ Að auðlegð hljóti að tryggja mönnum frelsi. Að það haldist
í hendur að afla „nógra“ peninga og hafa samtímis óskorað
frelsi til að kjósa það sem manni sjálfum líst helst.
■ Hátterni sem einkennist af samkeppnisanda og árásar-
hneigð tryggir best félagslegan viðgang jafnt sem einkahags-
muni hvers einstaks.
■ Að einstaklingnum skuli ávallt frjálst að velja það sem
honum finnst „gott“. Einnig sú skoðun að samanlagt val
hinna ýmsu einstaklinga muni gefa heildarútkomu sem sé
einmitt sú æskilegasta fyrir þjóðarheildina.
■ „Hin tæknilega krafa“ — sem svo mætti nefna — sú að sé
eitthvað tæknilega framkvæmanlegt, geri þekkingin það
hugsanlegt, þá skuli það framkvæmt.
■ Afköst hagkerfisins skulu aukin sem kostur er. Skipulagn-
ing vinnunnar og verkaskipting verði að þjóna hagvextinum
og vélar skuli taka við hlutverki mannshandarinnar.
■ Nytsemissjónarmið skuli stýra þekkingarleitinni. Vísindin
skuli þjóna því markmiði að efla mátt tækninnar eftir því sem
framast er kostur.
■ Maðurinn er framar öllu vitræn vera. Smækkandi og „pós-
itífísk“ (staðreyndaleg, leggur einhliða áherslu á reynslu og
tilraunir) vísindahyggja skuli vera leiðartjós þekkingarleitar-
innar.
■ Viska sé hið sama og samanlögð þekking hinna einstöku
sérfræðinga, hvers á sínu sviði.
■ Framtíð þessarar plánetu er best tryggð með óháðum og
ósamræmdum aðgerðum hinna einstöku sjálfstæðu þjóð-
landa.
■ „Hin pólitíska forsenda11 - sem svo má kalla - sú að það
æskilega - „það sem ætti að vera“ - sé merkingarlaust
hugtak sem slái vindhögg þar sem það æskilega sé ekki
framkvæmanlegt.
(Heimild: Breytt ímynd handa mannkyni, rannsóknaskýrsla rannsóknahóps í félagsfræöi við Stanford
rannsóknastofnunina. í þýöingu Skúla Magnússonar.)