Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 55

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 55
„Nei, í rauninni ekki. Þaö má heita aö ég hafi leyst þaö upp. Ég hef einfaldað mitt hlut- verk í þessu fyrirtæki til muna, tek minni ábyrgð á framleiðslu þess og hef gert það verulega minna en þaö var. Fyrirtækið framleiðir sárafáar myndir sem ég leik í. Ég naut satt best að segja mjög lítils I sambandi við þetta fyrirtæki og ég held að ég hafi aðeins verið að breiða meira úr mér en ég hafði ánægju af.“ HÉLT AÐ NEKTIN GERÐI MYNDINA ÁHUGA- VERÐARI Þú hefur talað um að þú vildir leika í mynd þar sem komið væri við tilfinningalíf fólks og meðal annars þess vegna haf- irðu farið út í Basic Instinct. Heldurðu að það hefði ekki verið hægt án þess að svona mikið sæist af líkamanum? „Jú, að sjálfsögðu. Ég hef gert svipaða hluti áður, eins og til dæmis í myndinni Shining Through. Þannig mynd er bara ekki í anda Pauls Verhoeven. Maður er allan tímann með Paul algerlega uppi í andlitinu þannig að það er ekki hægt að beita neinum undanbrögðum, fyrir utan að ég hélt sjálfur að myndin vekti meiri áhuga, yrði dramatískari og meira æsandi ef meira sæist!" Heldurðu að þessi mynd hefði verið gerð ef þú hefðir ekki leikið í henni? Þú ert tví- mælalaust í lykilhlutverki hennar, svo ekki sé meira sagt. „Já, því ekki? Fyrst þeir borguðu alla þessa peninga bara fyrir handritið er augljóst að þeir hafa séð marga mögu- leika á að gera úr því góða mynd, í hvaða stærð sem hún hefði svo sem verið. Hún er til dæmis toppurinn á ísjakanum hvað starfsferil Pauls varðar og ég er upp að eyrum alla myndina. Ég yrði samt fyrstur manna til að viðurkenna að það finn- ast alltaf að meðaltali í kring- um fimm leikarar sem geta leikið hvert hlutverk. Ég get líka sagt þér að samt sem áður segja margir leikarar að hefðu þeir ekki leikið hlutverk- ið hefði velgengni myndarinn- ar, sem þeir léku í, ekki orðiö eins og hún varð. Það er bara ekki sannleikanum sam- kvæmt!" Hvers vegna hefurðu í síö- ustu myndunum alltaf valist til að leika persónur sem áhorf- andinn hefur litla samúð með? Er það tilfellið að leikstjórar velji þig til að vonast eftir að fá örlítið meiri samúð með per- sónunni, þar sem þú ert eins og þú ert? „Þessi hlutverk eru minn valkostur. Ég er almennt heill- aður af baráttu hins góða og illa, bæði uppbyggjandi hlið mannsins, grundvallareðlinu og villidýrinu sem býr innra með okkur öllum. Ég held að allt þetta komi fram af og til í öllum mönnum, hvort sem er í reiði eða einhverju öðru sálar- ástandi. Mig langaði mikið til að leika gamaldags hetju og prófaði það í Shining Through. Ég fór þá að líta yfir leiklistarferil minn og sagði eins og þú: Guð minn góður. Þetta eru allt ein- hverjar skuggapersónur sem ég hef verið að leika. Málið er bara það að mér líkaði það. Líttu bara á myndina War of the Roses. Það var frábær mynd, gott handrit og myndin var sjúk. Fólki líkaði hún og ég var á vissan hátt undrandi." Hvert er óskahlutverkið núna? „Ég hef leikið í um það bil þremur kvikmyndum á ári. Síðastliðið ár eru það Shining Through, Basic Instinct og svo Falling Down sem ég er að leika í núna og verður líklega frumsýnd í lok ársins, þannig að ég er aö hugsa um að taka mér svolítið frí, alla vega eitt og hálft ár. Fyrst ætla ég þó að klára mynd sem ég er að vinna með föður mínum og er ég með krosslagða fingur í sam- bandi við það. Handritið verð- ur tilbúið í lok júní þannig að við skulum bara sjá til.“ Hvert verður nafnið á þeirri mynd? „Hmm!“ segir Douglas og er ekki viss um hvort hann eigi að gefa nafnið upp, segir síðan: „Það verður High Wire.“ LANGT SÍÐAN HANN HEFUR KOMIÐ TIL ÍSLANDS Hvernig var þetta með söguna um að þú hafir nefbrotið Paul Verhoeven? „Paul átti í einhverjum læknisfræðilegum vanda með nefið á sér sem betra væri fyrir þig að spyrja hann um. Það er af og frá að ég hafi slegið hann eða eitthvað ámóta. Ég veit ekki hvaðan þessi sögusögn kemur. Okkar samband var allan tímann mjög gott. Við átt- um að sjálfsögðu okkar rök- ræður og hann var eins og gefur að skilja undir miklu álagi en okkur samdi alltaf vel. Það kom þó stundum fyrir að ^ BILA 06 VEISLUSALI Gefið meðgöngunni sumarlegan blæ í fatnaði frá okkur Fis-létt Grettisgötu 6 Sími 626870 VILTU GIF Blómastofa FriÖfinns Suðurlandsbraut 10 Sími31099 ✓ _ 12. TBL, 1992 VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.