Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 23

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 23
■ Ég ráðlegg öllum þjálfurum kvennaliða að setja inn í samninga við félögin að þau sjái til þess að konurnar verði ekki ófrískar á miðju tímabili ... það er náttúrlega ómögulegt að fylgjast með konunum allan sólarhringinn og eflaust mikilvægara fyrir þær flestar að eignast barn en að spila handbolta. verða óléttumalin á vegi hans. Ein best leik- kvenna Fram, Arna Steinsen, varð ófrísk í vet- ur og það virðist hafa komið svolítið við þjálfar- ann. „Já, ég ráðlegg öllum þjálfurum kvennaliða að setja inn I samninga við félögin að þau sjái til þess að konurnar verði ekki ófrískar á miðju tímabili..." Hann hikar þegar hér er komið sögu, brosir en blendið þó og bætir við: „Það er náttúrlega ómögulegt að fylgjast með stelp- unum allan sólarhringinn og eflaust mikilvæg- ara fyrir þær flestar að eignast barn en að spila handbolta. Hins vegar ætlaði ég aldrei að þjálfa núna í vetur en gerði það nú samt og ungu stelpurnar, sem komu upp, stóðu sig mjög vel, urðu til að mynda Reykjavikurmeist- arar síðastliðið haust. En nú er ég hættur og stend við það!“ Kannski á Heimir töluverðan þátt i því að auka veg og vanda kvennahandboltans í ís- landi, að minnsta kosti sem þjálfari og ef til vill ekki síður sem fjölmiðlamaður. Nú er fullt hús á úrslitaleik í íslandsmóti og allt vitlaust. Hvað hefur gerst? „Ég held að þarna komi ýmislegt til. Áður voru það nokkrar stjörnur sem stóðu upp úr en nú eru fleiri góðar. Þá hafa fleiri lið náð langt og hvaða lið sem er getur tapað leik en það var nánast óhugsandi áður. Stelpurnar eru líka langtum duglegri við að leggja það á sig sem til þarf en áður var - samt langt frá því að vera nógu duglegar. Þess vegna geta þær ekki vog- að sér að heimta sömu athygli og umræðu sem karlahandboltinn fær. Þær verða að gefa sig alfarið í íþróttina og þær eru alls ekki nógu frekar á umfjöllun. Ég er ekki að mælast til þess aö þær fórni til dæmis skóla fyrir boltann en sumar verða hreinlega að gera það ef þær ætla að ná langt. Ég segi þeim það, séu þær að velta því fyrir sér, ef ég tel hverja og eina eiga framtíð fyrir sér í boltanum, jafnvel meö atvinnumennsku í huga. Ákvörðunin er hins vegar alfarið þeirra. Eldri konurnar I Fram, Arna til dæmis, Guðríð- ur og Kolbrún Jóhannsdóttir, þurftu ekki að heyra þetta frá mér. Þær gerðu sér grein fyrir þessu sjálfar. Hinar yngri virðast hins vegar vera mjög tvistígandi hvað þetta varðar en þær verða að ákveða framtíð sína alveg sjálfar, ég geri það ekki.“ Heimir segir geysimikinn mun á því að þjálfa karla annars vegar og konur hins vegar. „Þær eru tilfinninganæmari, tilfinningaríkari, við- kvæmari og að mínum dómi þroskaðri félags- verur að mörgu leyti. Það er ekki þessi mikli rígur milli einstaklinga, sem stafar ef til vill af því að í kvennahandbolta er ekki eins mikil samkeppni og harka og í karlaboltanum. Það er einnig meiri samkennd meðal kvennanna. Ef ein verður fyrir einhverju taka hinar þátt í því með henni. Við getum tekið sem dæmi að ef ein meiðist þá eru allar hreinlega ofboðslega eyðilagðar yfir því og taka mikinn þátt í þessu með þeirri meiddu. Þetta getur vissulega verk- að jákvætt á hana en neikvætt, jafnvel á liðið sem heild, í baráttunni, keppninni. Við getum líka tekið sem dæmi ef ein verður ófrísk og kemur þannig á æfingu. Þá er allt annað í gangi hjá konunum heldur en körlum. Ef konan mín er ófrísk og ég segi félögunum frá því þá óska þeir mér til hamingju og síðan er bara far- ið að æfa.“ BRJÓSTASTÆKKANIR OG FLEIRA „í kvennahópnum er miklu meira að gerast. Það er rætt um brjóstastækkun, magastækkun og svo framvegis. Þær eru í þessu alveg með viðkomandi manneskju. Þetta getur vissulega verið truflandi fyrir þjálfarann en mér finnst að mannlegi þátturinn í þjálfuninni verði að vera til staðar. Við verðum öll aö vera okkur meðvit- andi um aö við erum tilfinningaverur, fólk. Samt sem áður, það verður að halda í taum- ana, gefa þá lausa en geta gripiö fast í þá þeg- ar tilefni er til. Enda hef ég oft líkt handboltaliði við hest. Ef maður treystir hestinum betur en sjálfum sér leyfir maður honum aö ráöa ferð- inni.“ Hvað segir Rúna um þetta kvennastúss sem þjálfunin er? „Það vill nú svo til að hún Rúna mín hefur ekki mikla innsýn í íþróttir en hefur samt gaman af því að horfa á leikina, til dæmis með Guðríði Guðjónsdóttur og fleiri „gömlum" konum sem eru hættar. Við urðum ásátt um að ég hætti þessu núna en það var bara spurning um tímann sem fer í þetta. Hvort ég er að þjálfa stelpur eða stráka skiptir hana engu máli. Margar af þessum stelpum, sem ég hef ver- ið að þjálfa undanfarin ár, get ég litið á sem góðar vinkonur mínar enda hef ég aldrei séð ástæðu til þess að karlar geti ekki átt konur að vinum án þess að þar sé eitthvað kynferðislegt að flækjast fyrir fólki. Ef við getum ekki átt 12. TBL, 1992 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.