Vikan


Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 18

Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 18
A Heima- vistarlífið á dágóð tök í söngkon- unni enda margt brallað. húsiö.“ Var kynjaskipting? „Nei, en mér skilst að nú sé tekið meira á þessu og kominn næturvörður," segir Sigrún en telur siðgæðið hafa veriö í góðu lagi meðan hún var þar. „Ég held að þetta hafi bara gert fólkið ábyrgara. Það var í rauninni ekkert gaman að vera að gera neitt af sér! Ég veit til dæmis að þegar bróðir minn var þarna á heimavistinni þá var skipt niður stelpum og strákum og þau voru að fara í köölum á milli. En þaö var ekki hægt að gera neitt slíkt hjá okkur enda allt oþið." GENGIÐ ILSIG Á VIÐARSTAUK Varstu farin að syngja á þess- um árum? „Já, ég byrjaði þarna á Viðarstauk," svarar Sigrún og brosir breitt. „Wood- stock," bætir hún síðan við til skýringar. „Hljómsveitakeppn- in hét það. Þá æfðum við í viku og fyrsta hijómsveitin sem ég var í hét Gengið ilsig. Það var einhver unglingaþáttur í sjón- varþinu þá sem hét Gengið og eitthvað meira. Og gítarleikar- inn okkar hét Gísli og ilsig er nafnið hans, afturábak. Svona var nafnið til komið. Þetta þótti ægilega flott á sínum tíma. Við unnum reyndar ekki, urðum í öðru sæti, en ég samdi textann. Það er eini textinn sem ég hef samið og hann var á ensku. Einhver ástarvella." Af hverju á ensku? „Það eru bara fleiri klisjur í enskunni sem maður þorir að nota.“ Eins og love og elska? „Já, einmitt." Beint frá Akureyri fór hún til Frakklands og frá Frakklandi til Ólafsfjarðar. „Þá fór ég að vinna í Kaupfélaginu og bolt- inn að rúlla. Þetta sumar komst ég á blað sem söng- kona. Það er reyndar búið að klifa svo mikið á því en ég var að skúra í félagsheimilinu og eftir ball með Upplyftingu var hljómsveitin eitthvað að djamma. Ég fór upp á svið að syngja og þannig byrjaði þetta allt saman. Síðan hringdi skemmtanastjórinn á Hótel Is- landi allt í einu og þá hafði hann heyrt af mér í gegnum hljómsveitina. Þarna væri söngkona sem gæti raulað svolítið. Og ég fór í prufuna og heim aftur. Viku fyrir sýningu var hringt og ég boðuð í vinnu. Ég var hvort eð er að fara í Háskólann og sló til. Reyndar var ég þá búin aö syngja inn á plötu hjá Lýð Ægissyni þannig að ég fór al- veg öfuga leiö að þessu. Þetta byrjaði þannig að Birgir, hljómborðsleikari í Uþplyftingu og maðurinn minn í dag, sagði Lýð að hringja í mig þegar hann vantaði söngkonur. Birg- ir var þá upptökustjóri hjá Lýð. Ég söng inn á plötuna og um vorið gekk ég til liðs við Upp- lyftingu." ÞÚSUND ANDLIT Þúsund andlit er nafnið á nýju hljómsveitinni hennarSigrúnar Evu. Hvernig byrjaði það samstart? „Þetta byrjaði á þvi að Birgir og Friðrik Karlsson sömdu saman nokkur lög. Við fórum síðan í Landslagið með hljómsveitina en áður en það gerðist gekk Friðrik til liðs við Stjórnina sem var mjög skiljanlegt. Við Birgir vorum samningsbundin við Upplyft- ingu og spiluðum áfram á Hótel íslandi en héldum þó Þúsund andlitum til streitu. Þannig hefur hljómsveitin ver- ið í deiglunni í meira en hálft ár.“ Er þá búið að splundra Upplyftingu? „Nei, Upplyfting starfar eitthvað áfram en meira á árshátíðamarkaðnum. En við Birgir erum hætt. Þessi hljómsveit er reyndar fræg fyrir það að vera að svissa út fólki mjög oft og til að mynda hafa þrjátíu og þrír verið í henni f gegnum tíðina. Upp úr jólum fórum við að tína saman fólk í nýju hljóm- sveitina og þá byrjuðum við að setja saman lagið Tálsýn sem nú hefur komiö út á safnplötu. Það er miklu meira en að segja það að koma svona stóru bandi af stað því að við þurfum að marka ákveðna stefnu, æfa uþþ lögin og fleira." Þið Birgir veljið fólkið? „Já.“ Eftir hverju farið þið? „Ég vildi fá ungt fólk, nýtt í brans- anum og ferskt. Hæfileikafólk. Aðallega fólk sem er á svipuð- um aldri og ég, fólk sem ólst upp á diskótímabilinu. Ég kann til dæmis mjög vel við svona hip-hop-house-músík en liðið sem komið er undir þrítugt er enn í gamla rokkinu. PENINGAMÁLIN ÓÞÆGILEG Fólkið veröur að vera tilbúið að vinna ötullega og leggja eitthvaö á sig. Ég veit það bara með sjálfa mig að þegar allt er komið á fullt þá hættir maður að nenna að æfa og slíkt en af því að við stöndum í þessu sjálf þá viljum við leggja mikið á okkur. Við erum búin að vinna rosalega mikið að þessu. Og það sem mestu máli skiptir er það að viö höf- um trú á þessu." Eruð þið þokkalega bókuð á böll í sumar? „Já, mjög vel.“ Seljið þiö ykkur dýrt? „Við erum nátt- úrlega með stóra hljómsveit, hljóðkerti, hljóðmann, rótara og stóra rútu og þar af leiöandi erum við dýrari en tríó til dæmis. En við seljum okkur ekki dýrt miðað við það, nei.“ Hvað kostar að fá ykkur? „Þaö er mjög misjafnt," segir Sigrún og virðist vera að reyna að komast hjá spurningum af þessu tagi. Henni þykir óþægilegt að tala um peninga og hún segist sjálf ekki hafa mikið vit á þeim. Hún lætur aðra um fjármál hljómsveitarinnar. Þó skulu árar ekki lagðar í bát fyrr en í fulla hnefana. Þau Birgir og Sigrún Eva stunda tónlistina sem fulla vinnu. Hvaö hafa þau til dæmis í laun? „Viö reynum að lifa af þessu en stundum er það erfitt. Ætli launin séu ekki á við laun verkamanns nema hvað vinnutíminn er kannski styttri. En hann er náttúrlega oft á leiðinlegum tímum." EKKI MAMMA STRAX Hún segist hafa verið að flytja. Voru þau að kaupa? „Nei, við leigjum bara.“ Eruö þið með barn? „Nei, alveg laus og liðug þannig." Er eitt á leiðinni kannski eða farið að leggja drög að því? „Nei, það er allt of mikið að gera. Ég á eftir að gera svo margt annað, ferðast og skoða heiminn aðeins meira. Ég er meö rosalega ferðabakteríu og hef ferðast mjög mikið, líka innanlands. Enda hef ég mjög gaman af því að vita sögu þeirra staða sem ég heimsæki," segir Sig- rún Eva. Við erum skyndilega trufluð af Binna Ijósmyndara sem kemur á ógurlegri siglingu með allt sitt hafurtask, alltof snemma til að taka myndir af NÝJU HIQH DEFINITION VARALITIRNIR FRÁ MAX FACTOR MÝKJA OQ GRÆÐA VARIRNAR OG HALDAST SÉRLEQA VEL Á. MAX FACTOR |(p= High Definition varalitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.