Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 48
Frh. af bls. 45
Þú segir auðvitað foreldrum þínum frá
áhyggjum þínum og leiða vegna þess hvernig
þeir velja að lifa lifinu að þínu mati. Eins er
ágætt að hafa reglulega heimilisfundi þar sem
allir koma saman og hver og einn gefur skýrslu
um mat sitt á gangi mála á heimilinu. Þannig
má örugglega koma í veg fyrir mörg miður
skemmtileg samskipti. Þeir sem deila heimili
hafa ýmsar sameiginlegar skyldur og þaö
verður öllum að vera Ijóst. Við verðum að tala
saman, helst sem oftast og mest. Þannig lær-
um við smátt og smátt hvert á annað og minni
misskilningur verður til.
NAUÐSYNLEGT AÐ NOTA
INNRI GÍRANA
Hreinskilni borgar sig alltaf, þó óþægilegt geti
verið að tala um sumt sem viðkemur möguleik-
um á betri samskiptum. Við verðum bara að
átta okkur á því að þó að um skyldleika sé að
ræða á milli fólks hugsar engir tveir eða fram-
kvæma nákvæmlega eins. Því er eðlilegt ef á
að útkljá ágreiningsefni að við reiknum með
þeim möguleika að ekki sé hægt að fallast á að
fara eftir öllum okkar hugmyndum eða uppá-
stungum um hvað mætti að skaðlausu betur
fara í samskiptunum.
Þú spyrð hvort þú eigir að fara að heiman
eða eitthvað álíka, vegna þess að þú ert ósátt-
ur við foreldra þína. Sjaldnast er nokkur lausn
samfara þannig breytingum nema náttúrlega
að við séum fullorðin og aldeilis einfær um að
bera ábyrgð á okkur án stuðnings foreldra
okkar. Þú ert nokkuð mikið undir tvítugu og
heppilegast væri aö þú færir ekki að heiman á
næstunni.
Það er flókið mál að sjá alfarið fyrir sér
sjálfur, flókið fyrir fullorðna, hvað þá óharðnaða
unglinga. Ykkar vandi er ekki þess eðlis að þú
þurfir að flytja frá foreldrum þínum. Þú þarft
einfaldlega að breyta um innri gír í samskipt-
um við þau og gætir hugsanlega þurft að
hreyfa þig býsna skart á milli innri gíranna á
meðan þú vinnur þetta verk nýrra og öllu nota-
legri samskipta, þér og vonandi þeim í hag á
endanum.
ENDURHOLDGUN
Vissulega er vandi að svara spurningu þinni
um hvort við höfum lifaö áður. í gangi hafa
nefnilega verið alltof lengi ósæmilegar umræð-
ur og fullyrðingar, sem látnar eru fljúka ábyrgð-
arlaust, um mögulega fyrrilífareynslu fólks.
Miðað við að við búum yfir mismunandi þroska
og mismunandi hæfni til skilnings á lífinu og til-
verunni má auöveldlega segja sem svo að því
sé líkast að við komum inn í þennan heim með
alls kyns reynslu í farteski sálarkimans. Mögu-
lega má fella það undir líkur á að reynsluna
höfum við fengið í fyrri jarðvistum. Flest sem
rannsakað hefur verið í þessum viðkvæmu efn-
um bendir til að við höfum einmitt átt okkur
forveru einhvers staðar.
Hitt er svo annað mál að slíkt er eins og er
ekki beinlínis hægt að sanna og satt best að
segja heldur ekki hægt að afsanna. Með tilliti til
þessa ber kannski að fara varlega í allar full-
yrðingar, á hvorn veginn sem er. Sjálfri þykir
mér mjög sennilegt að ég hafi lifað áður og hef
nokkuð gild rök í huga því til staðfestingar. Ég
mun síðar ræða það á öðrum vettvangi til
gamans en þó til einhvers gagns, vona ég satt
best að segja.
VENJULEGUR JÓN
Öll umhugsun um forveru sálarinnar er ásætt-
anleg svo framarlega sem þannig umfjöllun
ruglar ekki ágætasta fólk í ríminu og fær það til
að hegða sér asnalega eða fyllast einfaldlega
fyrirlitningu annars vegar eða ofmati hins
vegar á eigin persónu eða bara á öðru fólki.
Með tilliti til mannkynssögunar virðast dulræn-
ar fullyrðingar svokallaðra „forverusjáenda"
ekki standast, sér í lagi vegna þess að aldrei
hefur verið til sá fjöldi af höfðingjum og
fyrirfólki sem sagt er að nú sé að skila sér hing-
að á jörðina við ýmsar aðstæður. í öllum þeim
tilvikum sem vísindamenn hafa rannsakað
möguleika á forveru fólks hefur með dáleiðslu
komið í Ijós að líf eftir líf hefur fólk bara verið
ósköp venjulegt fólk og fátt sem ekkert breyst
með það öldum saman.
Málið er nefnilega, hvað sem hver segir, að
hinn venjulegi Jón hefur alltaf verið í algjörum
meirihluta á jörðinni sem betur fer. Verður það
bara að teljast kostur þegar á allt er litið, hvað
svo sem fólk kann að dreyma mikið um aðra
möguleika sjálfu sér til huggunar eða annars
konar uppörvunar. Jón hefur nefnilega ekki
valdið eins miklum og vafasömum vandræðum
í gegnum aldirnar og þeir sem talið hafa sig
öðru fólki æðri. Þetta læt ég duga í bili og ræði
þetta væntanlega, eins og áður sagði, síðar
við aðrar aðstæður. Vonandi verður enginn
spældur.
DRAUMAR OG SJÁLFSVÖRN
SÁLARINNAR
Umfjöllun um drauma hefur oft borið á góma í
þessum greinum og vafalítið má ræða gildi
þeirra og áhrif á líf okkar ennþá ítarlegar og
oftar. Þá geri ég það sérstaklega við tækifæri.
f stuttu máli, vegna spurninga þinna um hvort
draumar séu rugl, er þetta að segja: Nei, svo
sannarlega ekki og sem betur fer, verð ég að
segja.
Draumar eru algjörlega nauðsynlegir fyrir
okkur og án þeirra myndum við sennilega alls
ekki þrífast sem skyldi hið innra. Á dýrum og
mönnum hafa verið gerðar mjög ítarlegar
kannanir og rannsóknir á gildi draumlífsins.
Rannsóknir þessar sýna ótvírætt að ef okkur
dreymdi ekki myndum við mjög sennilega vera
nokkuð mikið viðkvæmari og geðslappari en
við erum á meðan okkur dreymir reglulega.
Hitt er svo annað mál að margur telur sig
dreyma nánast ekki neitt sökum þess aö við-
komandi man ekki drauma sína. Það er bara
alls ekki rétt því þó við vöknum ekki með vit-
und um hvað okkur hefur dreymt eru draumar
samt í gangi þegar við sofum. Allar til þess
gerðar rannsóknir benda tvímælalaust til þess.
Það eru vísindalegar rannsóknir, gerðar með
alls kyns til þess gerðum mælitækjum og hefur
vísindamönnum sóst vel.
DRAUMLÍFIÐ ER MARGSLUNGIÐ
Til glöggvunar fyrir þig má segja að þrenns
konar draumar séu algengastir hjá okkur
flestum. Það eru til ber- og tákndraumar sem
innihalda leiðsögn og forspá. Svo eru það
draumar sem eru martraðarkenndir og inni-
halda oftast samansafnaðar erfiðar tilfiningar
og hugsanir tengdar þeim sem dreymir og
hans nánustu. Um er að ræða tilfinninga-
reynslu sem dreymandanum hefur ekki
reynst mögulegt að takast á við í vöku.
Síðan eru draumar sem eru alltaf að endur-
taka sig á sama hátt, jafnvel árum saman.
Þannig draumar eru oft tengdir annaðhvort
einum erfiðum áhrifavaldi í lifi okkar eða ein-
hverri reynslu sem hefur reynst okkur þung i
vöfum og við varla getað tekist á við en óttumst
mjög, ómeðvitað kannski, að endurtaki sig aft-
ur þrátt fyrir að okkur kunni vakandi að finnast
annað.
Vonandi getur þú íhugað eitt og annað úr
þessum svörum mínum og mögulega notað
sjálfum þér til leiðsagnar og stuðnings. Eða
eins og dapri strákurinn sagði eitt sinn við
pabba sinn og aðra: „Elskurnar mínar, það
má segja að ég sé meira en lítið spældur
þessa dagana vegna þess að mig vantar
ekki fleiri fótbolta frá pabba heldur frekar
og miklu frekar smávissu um að hann raun-
verulega elski mig. Vitið þið að það er svo
langt síðan hann hefur tekið utan um mig
og sagt mér að honum þyki vænt um mig
og ég fengi sennilega áfall ef hann tæki upp
á því núna. Endalausar gjafir eru að drepa
mig en smáhlýja frá pabba myndi örugg-
lega vekja mig alvarlega til lífsins."
Vonandi fer fyrir þér, elsku Nonni, eins og
dapra stráknum og miklu betur þannig að þú
verðir með góðri reglu knúsaður duglega.
Með vinsemd,
Jóna Rúna.
LAUSN SÍÐUSTU GÁTU
+ + + + + + + D A + A + G + + + + Þ
+ + + + + + + U N A D S L TS G T + R
+ + + + + + + S N 0 S + E T R + Þ 0
+ + + + + + + I R + V I R D U L E G
+ + + + + + + L t T I D + + N Æ G U
+ + + + + + + M K t F + E I S T A R
+ + + + + + + E I M + E R N + I R +
K V E I S T I N + A M I + + E + + S
+ A F L I R + N A M + R U G L A S T
+ S A M L A G I + 0 L A N + F L ó A
+ A L + A F A + s fT1 ö N G B U L L U
p A K V E N N A + G + S E R K I R
+ J U R T + D A M p U £ + N + V N +
+ 0 S A A L U R + A R A M 0 T T + 0
A p T U R + R A s s + S A N D s S S
+ u + M i N + + V A K I N t + T E K
G R E I N I R + I + ö N N + Þ U S +
+ + F R A T + S K A K + S P A R T A
H A F + + + S T A K U R + U K + + Ð
+ D + K 0 S T U + R E G N H L t F
+ ■* V E R K 1 + I + + G A G Æ I + E
F R A M S 0 G N + H R t M A Ð + H R
+ A L P A R + ó F R Ý N A R + B A Ð
+ K L A K K U R + t R A N + H ó F I
3 L A N A R + A F S A L + D 0 F I N
D A >-1 L A u N A M A D U r| ! + R I D A
Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu
og látið fylgja fullt nafn og kennitölu,
ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi
Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður
er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi.
Utanáskriftin er:
Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104
Reykjavík.'
48 VIKAN i4. tbl. íw