Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 13
_
◄ Snæfells-
nes er I heild
sinnl unaðs-
reitur. Þar
finna allir
eitthvað við
sitt hæfi. Lika
þær Steinunn
María (t.v.) og
Irena Ósk sem
gáfu færi á sér
að Búðum, en
aðeins eina
mynd. Þá ruku
þær.
A Hér búa
riturnar í
„blokkinni"
sinni. Á Arn-
arstapa. Og
Stapáfellið
hefur góðar
gæturá varp-
inu sem hlýt-
ur verðskuld-
aða athygli
mannfólks-
ins.
•< Sólsetrið
er tignarlegt,
alveg i anda
nessins og
mistrið gefur
fjöllunum
dulrænt yfir-
bragð.
► Löngu-
fjörur i stafa-
logni. En
sjórinn lætur
eins og í
hávaðaroki.
Þannig eykur
brimið enn
frekar á upp-
lifunina á
ströndinni.
Skyldi engan
undra þó
reiðtúrar eftir
henni séu
vinsæl
skemmtun.
► Sandurinn
i Löngufjörum
ergulur, svolít-
ið sólarlanda-
legur, og upp
úr honum
gægjast tindar
fjalla sem graf-
in eru í
sandinn.
Líkt og í blokk liggja riturnar allar eins og
úti á svölum í sólbaöi. Yfir öllu gnæfir
Stapafellið og viröist fylgjast meö því að
allt fari nú vel fram. Enda ekki vanþörf á, ein
veigamesta perla íslenskrar náttúru er í húfi.
Arnarstapi. Og þar er líka Gatklettur, hraun-
drangi nefndur í höfuö sjálfum sér, götóttum.
Svolítið vestar er sandfjara sem heitir Djúpa-
lónssandur. Þar hvílir breskur togari ryöguö
bein og gefur ókunnugum endalaus tilefni til
vangaveltna um dapurleg örlög og hugsanlegt
útlit fleysins meöan þaö klauf öldurnar, hvít-
freyöandi. Endalaus sjónarhorn alls staöar,
endalaust myndefni. Glæsilegt nes, Snæfells-
nes.
Filmurnar hreinlega æddu í gegnum mynda-
vélina svo vart varö viö ráöið. Engu likara en
aö jökullinn hafi fyllt vélina einhverjum fítons-
krafti. Og alls staðar getur maður gleymt sér.
Það er ævintýri milli fjalls og fjöru, á fjalli og í
fjöru, úti á sjó, í eyjum, úti um allt. Ævintýraferö
meö Eyjaferðum út á Breiöafjörö. Alls kyns
kræsingar á hörpudiskum, úr ígulkerjum og
krabbar. Beint af lager, sagöi einhver. Mjög
þokkaleg gisting i Görðum með útsýni yfir
Löngufjörur og kóngurinn á Nesinu, Snæfells-
jökull, breiðir úr sér. Meö bungurnar tvær eins
og demanta í kórónunni, tilkomumikill og
kynngimagnaður aö sögn. Uppi á honum er is-
lenska skíðalandsliðið aö renna sér. Og safna
orku, eflaust.
Snæfellsnes skartar fleiru en náttúrufegurö.
Þar er að finna matreiðslumenn á heimsvisu.
Þrátt fyrir aö vöövinn úr hörpudiskinum og
hrognin úr ígulkerinu bragðist ágætlega beint