Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 22
hvarflaði að mér að fara í slíkt nám. Ég komst
hins vegar að þeirri niðurstööu að ef ég færi í
eðlisfræðina yrði ég kennari eins og faðir minn.
Ég vissi að ekki yrði þá von um neitt sérstaka
afkomu svo að ég ákvaö að fara í byggingar-
verkfræði í Sviþjóð. Ég lauk henni að fjórum
árum liðnum og fór þá að leggja stund á hag-
fræði, fyrst í Svíþjóð en flutti mig yfir til Banda-
ríkjanna þar sem ég lauk doktorsprófi í svo-
kölluðum aðgerðarannsóknum 1969, tíu árum
eftir stúdentsprófið. Eins og samfélagið er
núna og með tilliti til þess að hafa tekist á
hendur stjórnunarstörf er ákaflega aö gott hafa
þetta hvort tveggja á bak við sig.
Ég var því meira eða minna erlendis í þessi
tíu ár en kom ætíð heim á sumrin til þess að
vinna fyrir mér. Þá var aðferðin sú að maður
reyndi að þéna sem mest yfir sumarmánuðina
til þess að geta kostað sem mestan hluta
námsins yfir veturinn. Maður hafði því ekki allt-
af mikið á milli handanna. Ég minnist þess að
í Stokkhólmi gekk maður frekar í hálftíma í
skólann en aö borga 30 aura sænska í strætó.
Þegar við Irma vorum í Bandaríkjunum höfð-
um við komist að því að ódýrasta máltíðin,
sem við gátum haft í hádeginu, var tómatsúpa
og franskbrauð - niðurstaðan varð reyndar sú
að ég fékkst ekki til að boröa tómatsúpu í
fjöldamörg ár eftir það.
LAUGUÐU SIG í FOSSINUM
Sumarvinnan var afar fjölbreytileg en sem
strákur var ég sendur í sveit á sumrin og auð-
vitað var það hluti af uppeldinu. Annars vegar
dvaldi ég austur í Holtum og hins vegar í
Skaftafelli í Öræfum. Þá var eina samgöngu-
leiðin þangað sú að fljúga til Fagurhólsmýrar.
Þar um slóðir voru heldur engar ár brúaðar
fremur en annars staðar í Austur-Skaftafells-
sýslu á þeim tíma. Þegar ég kom úr flugvélinni
var ég settur beint upp á hest og látinn ríða yfir
allar jökulárnar á leiðinni í Skaftafell, yfirsvarta
sandana og loks upp í hina miklu gróðurvin.
Eitt af því sem ég uppgötvaði á meðan ég
var í Skaftafelli var að utan við Bæjarstaða-
skóg í Morsárdal, alveg upp undir upptökum
Skeiðarár í Jökulfellinu, er volgur lækur og í
honum er foss. Ég hét sjálfum mér því þegar
ég var þarna tólf eða þrettán ára að þangað
skyldi ég fara með brúði mína þegar ég gifti
mig og við böðuðum okkur nakin í fossinum.
Þegar ég kvæntist gerðist ekkert í þessu. Þaö
var ekki fyrr en mörgum árum síðar, þegar ver-
ið var að leggja veginn yfir Skeiðarársand, að
ég ákvað að nú yrði að drífa í þessu áður en
aðstæður breyttust með brúun Skeiðarár. Við
tókum okkur til, hjónin, flugum austur á Horna-
fjörð þar sem við leigðum okkur bíl og ókum í
Skaftafell. Með frekjunni og vegna staðarþekk-
ingar minnar fengum við því framgengt hjá
þjóðgarðsverði að tjalda í svonefndum Oddum
sem eru þarna á milli Bæjargils og Eystragils.
Við gengum síðan inn í Bæjarstaðaskóg og
böðuðum okkur í fossinum. Þetta er heilmikil
ganga en sýnir að ég gleymi ekki því sem ég
lofa. Ég sagði það stundum í pólitíkinni að ég
efndi það sem ég lofaði þó svo það gæti
kannski tekið nokkuð langan tíma.
Á unglingsárunum vann ég eitt sumarið á
réttingaverkstæði, annað í byggingarvinnu, í
gróðurhúsum I Hverageröi, í hermangsvinnu á
Heiðarfjalli á Langanesi. Þar var vinnan aðal-
lega fólgin I því að standa viö loftpressuna
ofan í skurði í svartaþoku sem grúfði yfir mest-
allt sumarið. Þegar leið á menntaskólaárin var
ég í landmælingum. Síðar meir, þegar hillafór
undir að ég lyki verkfræðinni og skömmu eftir
það, fór ég að vinna á verkfræðistofu og hjá
Vegagerðinni, þar sem ég var meðal annars
látinn teikna brýr. Þetta var mjög sérstætt verk
því aö yfirverkfræðingurinn, Árni Pálsson, sem
mér er mjög minnisstæður, vildi helst ekkert
láta reikna út burðarþol heldur dró fram gamlar
teikningar af ámóta brúm og kom svo inn ann-
að veifið með tillögu um að bæta viö járni hér
og þar.
EINN AF STOFNENDUM SÍNE
-Tókstu þátt i stúdentapólitíkinni?
Á meðan ég dvaldist í Stokkhólmi tók ég þátt
í því ásamt félögum mínum að stofna SÍNE,
Samband íslenskra námsmanna erlendis. Á
þessum árum voru stórar gengisfellingar og
stúdentar erlendis máttu því þola töluverð
skakkaföll af þeirra völdum. í Stokkhólmi var
nokkur kjarni námsmanna sem var harður af
sér og vildi láta til sín taka í þessum málum.
Þar á meðal voru Ólafur heitinn Jónsson bók-
menntafræðingur, Kristján Bersi Ólafsson,
skólameistari í Flensborg, Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra, Þórir Sigurðsson, bróðir hans,
og Guðmundur Guðmundsson hjá Seðlabank-
anum. Þetta var hópur sem hélt mikið saman.
Það var efnt til fundar í Reykjavík um sumar-
ið og ákveðið að þrír námsmenn gengju á fund
Gylfa Þ. Gíslasonur, þáverandi menntamála-
ráðherra, og töluðu máli hópsins. Ég var einn
þessara þriggja ásamt Andra ísakssyni en ég
man ekki hver sá þriðji var. Upp úr þessu voru
samtökin stofnuð. Eftir aö ég lauk námi í
Stokkhólmi var ég heima einn vetur áður en ég
hélt vestur um haf og var þá formaður SÍNE,
sem þá hét reyndar SÍSE. Þennan vetur hljóp
ég jafnframt í skarðið fyrir Guðmund Arnlaugs-
son sem fékk leyfi frá kennslu við Menntaskól-
ann í Reykjavík til þess að þúa sig undir að
taka við skólameistarastöðunni við Mennta-
skólann við Hamrahlíð. Ég kenndi fyrir hann
stærðfræði og eðlisfræði í 5. og 6. bekk. Ég
var aðeins tuttugu og þriggja ára og því litlu
eldri en elstu nemendurnir. Ég kenndi þarna
ýmsu góöu fólki.
Þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum fór
ég að starfa sjálfstætt og setti upp stofu, fyrst
og fremst á sviði rekstrarráðgjafar og skipu-
lagningar. Við þetta starfaði ég næstu árin auk
þess sem ég varð kennari við Háskólann, fyrst
í verkfræðideildinni en siðar i viðskiptadeild-
inni þar sem ég var dósent í allmörg ár.
Ég hafði gaman af því að kenna. Það kom
þá líka í Ijós að það sem ég hafði einsett mér
með því að fara ekki í eðlisfræði á sínum tima
stóðst ekki því fyrr en varði var ég orðinn kenn-
ari.
FYRSTA PRÓFKJÖRIÐ
- Hvað varð síðan til þess að þú fórst út i hinn
harða heim stjórnmálanna?
Ég bast ekki neinum pólitískum samböndum
fyrr en 1970 en þá tók ég þátt í prófkjöri vegna
bæjarstjórnarkosninga i Hafnarfirði. Þannig
var að Stefán Júlíusson rithöfundur hringdi í
mig og spurði mig hvort ég vildi taka þátt í próf-
kjöri fyrir Alþýðuflokkinn. Ég sagði já án þess
að gefa mér tíma til að hugsa mig um. Afleið-
ingarnar urðu þær að ég kom miklu betur út í
prófkjörinu en gert hafði verið ráð fyrir. Eitt-
hvert samningamakk varð til þess að ég tók
þriðja sætið enda var ég ekki reiðubúinn til aö
taka á mig mikla ábyrgð á þessum tíma. Ég
varð þó varamaður í bæjarstjórninni og jafn-
framt formaður útgerðarráðs Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar. Ég hafði mjög gaman af því
enda gekk þetta mjög vel hjá okkur á þeim
tíma. Ég tók upp þá nýbreytni aö við fylgdumst
með stöðu fyrirtækisins frá mánuði til mánaðar
til þess að geta tekið meðvitaðar ákvarðanir
um það til dæmis hvort við yrðum með frysti-
húsið opið á haustin eða ekki. Við fundum það
til dæmis út að það borgaöi sig aö keyra
hörpudisk vestan af Snæfellsnesi til að halda
uppi vinnu í frystihúsinu og láta togarana sigla
með aflann.
AF SUNNLENSKUM FRAMSÓKNAR-
OG SJÁLFSTÆÐISÆTTUM
- Ert þú borinn og barnfæddur Alþýðuflokks-
maöur eða var það kannski tilviljun að þú valdir
þann kostinn?
Faðir minn var stuðningsmaður Alþýðu-
flokksins alla tið og móðir mín líka. Hann var
eiginlega eini jafnaðarmaöurinn í ættinni.
Bræður hans og systur, sem bjuggu á Suöur-
landsundirlendinu, voru annaðhvort framsókn-
ar- eða sjálfstæðisfólk. Þaö eimir ennþá eftir af
þessu því.að Guðni Ágústsson, þingmaður
Sunnlendinga fyrir Framsóknarflokkinn, er
náfrændi okkar, þar eð við móðir hans erum
systkinabörn. Mér skildist á ættingjum minum
á Suðurlandi á sínum tíma að þeir myndu
meta það við mig ef ég færi ekki í framboð á
Suðurlandi. Það kom aldrei til þess en það var
árið 1978 sem ég var fyrst kosinn á þing og þá
að sjálfsögðu fyrir Reykjaneskjördæmi.
LÚÐVÍK BARÐI KJARTAN
- Telur þú þig hafa unnið mörgum góðum mál-
um brautargengi sem sjávarútvegsráðherra?
Manni finnst það kannski svolítið skrítið að
nú er verið að tala um að flotinn sé of stór en
ég barðist í hörðum slag út af þessu þegar ég
var ráðherra. Ég lagði þá til að gripið yrði til
nokkuð róttækra ráðstafana til þess að hamla
gegn stækkun flotans og vildi til dæmis ekki
leyfa neinn innflutning á skipum í bili, meðan
menn væru að átta sig á því hvernig bregöast
skyldi við vandanum. Reyndar var Lúðvík Jós-
epsson á þessum tíma - í gegnum klíkur sem
ég réð ekki við - að troða togara inn í landið.
Þetta var togarinn Barði og þá varð til þessi
setning: Lúðvík Barði Kjartan. Þá voru strax
farin að sjást merki þess að flotinn væri þaö
stór að það skapaði óhagkvæmni. Á þessum
tíma var við lýði svokallað skrapdagakerfi og
ég reyndi að endurbæta það eitthvað en sá
fram á að það myndi ekki halda. Því reyndi ég
að setja í gang umræður um hvað taka skyldi
við og eitt af því sem rætt var um var hugsan-
legt kvótakerfi.
22 VIKAN 14.TBL.1992